Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Qupperneq 26
strups sem heita átti „Islands Naturfor- hold“. Islandslýsingunni ætlar hann að ljúka á aðeins einu ári hér frá og Bókmenntafélagið samþykkir á þessum sama fundi, þann 19. apríl 1845, að veita Jónasi áfram nauð- synlegan styrk næsta ár. Þetta ár gafst Jón- asi hins vegar ekki og þess vegna höfum við enga íslandslýsingu fullbúna frá hans hendi. Er það mikið tjón. En færum okkur enn um tvo daga nær nútímanum. Þann 21. apríl situr Jónas og skrifar vini sínum, Þórði Jónassen, assessor í Reykjavík. í bréfinu segir hann meðal annars: ... Mér líður nú loksins, guði sé lof, sæmi- lega vel til heilsunnar; mér er batnað allra meina minna, nema einhverrar agnar af Hypokondri — bringsmalaskottu — eða hvað það heitir, draugurinn sem ásækir svo margan Islending. Eg er sæmilega feitur og þokkaleg skepna en miður klæddur og óburgeisalegri en ég ætti skilið að vera ... „Lægi altént vel á mér gæti ég sjálfsagt ort betur“ segir Jónas síðar í bréfinu og lýkur því með þessum orðum: Heilsaðu vinur minn þeim sem þú heldur taka vilji kveðju minni. Ég skrifa betur með seinni skipunum. Þinn J. Hallgrímsson Hvað sem orðum Jónasar líður verðum við samt að draga í efa að hann hefði ort betur ef bringsmalaskottan hefði aldrei ásótt hann. í desembermánuði á nýliðnum vetri hafði Jónas skrifað Jóni Sigurðssyni á þessa leið: „Skammdegið hefir alltaf lagst þungt á mig síðan um veturinn ég lá, en ég veit af reynslu það bráir af mér eftir sólstöðumar og þá er ég aftur til í allt.“ Og nú var vor í lofti á ný og Jónas albúinn til átaka við viðfangsefni sem lífið færði honum að höndum. Réttri viku síðar en hann skrifar bréftð til Þórðar Jónassen er haldinn fundur í Fjölnisfélaginu. Ekki mætti Jónas þar. Má- ske hefur hann þá verið að yrkja kvæðið sem honum var ætlað að flytja í kveðju- samsæti er halda átti daginn eftir til heiðurs Jóni Sigurðssyni, kjömum alþingismanni Isfirðinga, sem þá var að leggja upp í sína fyrstu alþingisferð. Sama dag og kveðjuhófið var haldið á Jónas sem oftar erindi við Finn Magnússon, forseta Bókmenntafélagsins. Hann sendir Finni miða með þessum orðum: Herra etatsráð Finnur Magnússon bið ég vilji borga Hr. Þorsteini candidat Jónssyni 3 ríkisbankadali af mánaðarforða mínum fyrir apríl þetta ár. Kaupmannahöfn, 29. apríl 1845 Jónas Hallgrímsson Sá sem Jónas vill þama borga skuld er Þorsteinn Jónsson, er þá starfaði í rentu- kammeri en síðar varð sýslumaður, m.a. í Arnessýslu og bjó á Kiðjabergi. En nú líður að kveldi þennan fyrsta þriðjudag á sumri. Jónas Hallgrímsson býr sig til mannfagnaðar. Hann klæðist í fötin sem Finnur hafði tryggt honum frá E. Pet- ersdorf, skraddara í Östergade 54, og á fæt- ur sér dregur hann skóna sem hann hafði fengið lagfærða upp á krít hjá skómakara í Skinnaragötu á ábyrgð Finns, etatsráðs og leyndarskjalavarðar konungs. Á borðinu liggur kvæðið, nýort: „Leiðarljóð til herra Jóns Sigurðssonar, alþingismanns.“ Skáldið lítur einu sinni enn yfir þessi blöð, stringur þeim á sig, og hraðar sér niður brattan og þröngan stigann. 24 TMM 1990:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.