Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 29
mátt verða ráðsnjall stjómmálamaður úr Jónasi ef hann hefði notið lengri lífdaga. En hvaða kröfur voru þetta nú, sem Jónas og meðnefndarmenn hans mótuðu í helstu málum er hið fyrsta endurreista Alþingi hafði um að fjalla? Það væri freistandi að gera ítarlega grein fyrir þeim en rýmið leyf- ir það ekki hér. Grípum aðeins stuttlega niður í þeirri bænaskrá sem Jónas hafði sjálfur framsögu fyrir — það er um skóla- málin en þar segir m.a. svo: . . . Því almennari sem menntun verður meðal allra sténa því nær verður komist aðaltilgangi mannlegs félags, sem er að sérhver einstakur maður nái þeirri full- komnun og farsæld sem mest má verða og allir eiga frá upphafi jafna heimting til að öðlast. Síðar í bænaskránni segir: Enn fremur vantar oss alla menntun handa sjómannaefnum, kaupmannaefnum og iðn- aðarmönnum og er þjóð vorri að því mikill söknuður nú þegar og verður óðum meiri eptir því sem landinu verður meir framfara auðið. Auk þess vantar og alla menntunar- skóla handa almúgastéttinni; því þó bama- kennsla sé í góðu lagi og vonanda sé hún verði það, ef þjóðin spillist ekki úr því sem nú er, þá er hún samt hvergi nærri einhlít til að koma upp tápmikilli og velmenntaðri almúgastétt. Og enn segir þar: Þjóðlíf vort er að vakna að nýju og nýr hugur vex og nýtt fjör; það verður að frjófg- ast af menntuninni til þess að bera góða ávöxtu. Vér vonum því að vér berum fram innilega og samhuga ósk allrar þjóðar vorr- ar, er vér biðjum Alþingi að flytja fram þá bæn af íslands hálfu fyrir konung vom: Að settur verði þjóðskóli á Islandi sem veitt geti svo mikla menntun sérhverri stétt sem nægir þörfum þjóðarinnar. Vér köllum skóla þenna þjóðskóla, með- fram vegna þess að vér æskjum að öll kennsla renni af þjóðlegri rót, það er að skilja menntun þeirri sem íslendingum er eðlileg og þar hefur lifað í landinu frá alda öðli. Hér verður ekki þulið frekar úr þessari bænaskrá um þjóðskóla, sem Jónas Hall- grímsson mælti fyrir á „Almennum fundi íslendinga" skömmu fyrir dauða sinn. Það skal þó tekið fram að í bænaskránni er einnig borin fram krafa um stofnun háskóla á íslandi þar sem boðið verði upp á kennslu í forspjallsvísindum, guðfræði, lögfræði og læknisfræði — og er þetta 66 árum fyrir stofnun Háskóla íslands. Hafa verður í huga að þegar Jónas talar fyrir þessum til- lögum þá er aðeins einn skóli starfræktur á íslandi, Bessastaðaskóli sem ætlað var að búa menn undir prestsstörf innanlands eða háskólanám í Kaupmannahöfn. Tillögumar em stórhuga og sá þjóðskóli sem fyrir Jón- asi vakir að koma á fót mætti á nútímamáli kallast samtengt menntakerfi, og hugsunin sú að allt væri það grundvallað á þjóðlegri rót. Markmiðið var að manna Islendinga og mennta en þó umfram allt að hjálpa þjóð- inni til að vera áfram hún sjálf, að ávaxta fornan arf og flytja svo þær gullnu töflur frá einni kynslóð til annarrar. Já, þeir vita sæmilega vel hvers biðja ber þessir fullhugar íslands um miðja 19. öld. Skyldi krafa þeirra um þjóðskóla ekki geta átt erindi til okkar einmitt nú — máske enn frekar nú en þá — þótt undarlegt kunni einhverjum að virðast? Og það er einmitt 2. maí vorið 1845 sem þessi bænaskrá frá Kaupmannahöfn um TMM 1990:4 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.