Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 39
Kristján Árnason Sæunn hafkona Kvæði Jónasar Hallgrímssonar um Sæunni hafkonu er byggt á Ijóði eftir Heinrich Heine. Hér eru þessi tvö kvæði borin saman og um leið er varpað Ijósi á muninn á rómantík Fjölnismanna og rómantík Heines sem þeir dáðu mjög. Jónas og Heine unnu báðir frelsinu og náttúrunni; en meðan náttúran varð framandi og geigvænleg hjá Heine varð hún áþreifanleg og nálæg hjá Jónasi. Hafkona Jónasar ber keim af hafmeynni hjá H.C. Andersen en þó enn frekar af ástargyðjunni Afródítu. Kvæði Jónasar lýkur með klassísku jafnvægi milli manns og náttúru. Sæunn hafkona hefur að vissu leyti sér- stöðu meðal kvæða Jónasar Hallgrímssonar en getur þó að öðru leyti talist dæmigert fyrir kveðskap hans. Sérstöðu þess má marka af því að útgefendur verka Jónasar hafa greinilega ekki verið á einu máli um það hvort flokka beri það meðal þýddra ljóða hans eða frumkveðinna, enda er kvæðið augljóslega sambland af hvoru tveggja. Það er byggt á kvæði eftir Heinrich Heine, hinu fjórtánda í ljóðaflokknum Die Heimkehr, og á þann hátt að grindin eða þráðurinn er þaðan fenginn og auk þess mega fyrsta og síðasta erindið skoðast sem þýðing á samsvarandi erindum í kvæði Heines eða kannski réttar sagt útlegging, ef við notum orðalag Jónasar sjálfs. Allt sem þar er á milli er að meira eða minna leyti frumort eða mjög svo breytt, enda fjölgar erindum verulega, eða úr átta upp í þrettán. Jónas gefur sjálfur þá skýringu á vinnu- brögðum sínum að hann hafi útlagt kvæðið „eftir minni“ og er þá ekki að undra að það skuli vera fyrsta og síðasta erindið sem eru næst því að vera þýdd, þar sem þessi erindi hljóta að vera eftirminnilegust. Hins vegar er erfitt að verjast þeim grun að Jónas hafi fremur kosið en þurft að styðjast við minnið en ekki bókstafínn í þessu tilviki, því þetta kvæði hlýtur að hafa verið honum jafn að- gengilegt á prenti og önnur sem hann þýddi eftir sama höfund. Kvæðið ber hins vegar glöggt vitni um þá tilhneigingu Jónasar Hallgrímssonar að blanda saman frumlegu og aðfengnu, eink- um í þýðingum sínum þar sem hann fer oft TMM 1990:4 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.