Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 45
enda öðlast hún við það vissa tign og getur haldið sér í virðulegri fjarlægð frá hinum mennska manni, líkt og aðalsmær með „blátt blóð” í æðum frá karlssyni: bleikar eru bárudætur, blóðið er rautt í þemum dala. Hér hafa hlutimir heldur en ekki snúist við, sé miðað við fmmkvæði Heines, þar sem skáldið var í vamarstöðu, því það fellur hér í þess hlut að leita ástar hafkonunnar með orðum sem minna aftur sterklega á annað kvæði sama höfundar sem Jónas hefur trú- lega þekkt, kvæðið um fiskistúlkuna fögm: Hafmey fögur! hvaða, hvaða! hjartað berst og slær af mæði; hallaðu að mér höfði þínu, hvíldu þig svo og þiggðu næði. Ástaijátning hafmeyjarinnar í lokaerindi Heines, sem felur í sér örvæntingarfulla bæn um endurlausn frá hinu hrollkalda sjávarlífi Mein Herz pocht wild beweglich Es pocht beweglich wild, Weil ich dich lieb’ unságlich Du liebes Menschenbild! fær því á sig talsvert annan blæ hjá Jónasi, þótt það megi teljast þýtt. í kvæði hans verður það fremur hafkonan sem segir „hingað og ekki lengra“ með tilvísun til síns kalda blóðs, og í stað óhemjuskapar hennar í hinum tvíteknu orðum „wild beweglich“ og „beweglich wild“ lætur hún sér nægja hjá Jónasi að endurtaka orð skáldsins úr vísunni á undan um að hjartað beijist og slái af mæði, að vísu með því að hnika til orða- röð og láta orðin „berst og slær“ og „slær og berst“ mynda „kross“ (chiasmus) í lík- ingu við ofangreind orð í lokaerindi Heines. Og orðinu „unságlich" breytir Jónas á þann veg að hún segist ekki elska skáldið ósegj- anlega mikið heldur aðeins „meir en um hún ræði“ og bindur þannig enda á sam- ræðuna með tilhlýðilegum virðuleika. Hér ríkir því í lokin klassískt jafnvægi milli manns og náttúruvættar, þar sem þau mæt- ast í gagnkvæmri þrá en verða þó hvort um sig að sætta sig við takmörk sín: Hjartað berst og hjartað titrar, hjartað slær og berst af mæði, því eg ann þér miklu meira, mannsmynd kær! en um eg ræði. Heimildir Fjölnir. Reykjavík (Lithoprent) 1943. Heine, Heinrich: Heinrich Heine’s Scimmtliche Werke, I. Band. Hamburg 1885. Jónas Hallgrímsson: Ritverk Jónasar Hallgríms- sonar I-IV. Reykjavík (Svart á hvítu) 1989. Vilhjálmur Þ. Gíslason: Jónas Hallgrímsson og Fjölnir. Rvík. 1980. TMM 1990:4 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.