Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 45
enda öðlast hún við það vissa tign og getur
haldið sér í virðulegri fjarlægð frá hinum
mennska manni, líkt og aðalsmær með
„blátt blóð” í æðum frá karlssyni:
bleikar eru bárudætur,
blóðið er rautt í þemum dala.
Hér hafa hlutimir heldur en ekki snúist við,
sé miðað við fmmkvæði Heines, þar sem
skáldið var í vamarstöðu, því það fellur hér
í þess hlut að leita ástar hafkonunnar með
orðum sem minna aftur sterklega á annað
kvæði sama höfundar sem Jónas hefur trú-
lega þekkt, kvæðið um fiskistúlkuna fögm:
Hafmey fögur! hvaða, hvaða!
hjartað berst og slær af mæði;
hallaðu að mér höfði þínu,
hvíldu þig svo og þiggðu næði.
Ástaijátning hafmeyjarinnar í lokaerindi
Heines, sem felur í sér örvæntingarfulla
bæn um endurlausn frá hinu hrollkalda
sjávarlífi
Mein Herz pocht wild beweglich
Es pocht beweglich wild,
Weil ich dich lieb’ unságlich
Du liebes Menschenbild!
fær því á sig talsvert annan blæ hjá Jónasi,
þótt það megi teljast þýtt. í kvæði hans
verður það fremur hafkonan sem segir
„hingað og ekki lengra“ með tilvísun til síns
kalda blóðs, og í stað óhemjuskapar hennar
í hinum tvíteknu orðum „wild beweglich“
og „beweglich wild“ lætur hún sér nægja
hjá Jónasi að endurtaka orð skáldsins úr
vísunni á undan um að hjartað beijist og slái
af mæði, að vísu með því að hnika til orða-
röð og láta orðin „berst og slær“ og „slær
og berst“ mynda „kross“ (chiasmus) í lík-
ingu við ofangreind orð í lokaerindi Heines.
Og orðinu „unságlich" breytir Jónas á þann
veg að hún segist ekki elska skáldið ósegj-
anlega mikið heldur aðeins „meir en um
hún ræði“ og bindur þannig enda á sam-
ræðuna með tilhlýðilegum virðuleika. Hér
ríkir því í lokin klassískt jafnvægi milli
manns og náttúruvættar, þar sem þau mæt-
ast í gagnkvæmri þrá en verða þó hvort um
sig að sætta sig við takmörk sín:
Hjartað berst og hjartað titrar,
hjartað slær og berst af mæði,
því eg ann þér miklu meira,
mannsmynd kær! en um eg ræði.
Heimildir
Fjölnir. Reykjavík (Lithoprent) 1943.
Heine, Heinrich: Heinrich Heine’s Scimmtliche
Werke, I. Band. Hamburg 1885.
Jónas Hallgrímsson: Ritverk Jónasar Hallgríms-
sonar I-IV. Reykjavík (Svart á hvítu) 1989.
Vilhjálmur Þ. Gíslason: Jónas Hallgrímsson og
Fjölnir. Rvík. 1980.
TMM 1990:4
43