Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 47
Guðmundur Andri Thorsson Ferðalok Jónasar Hér er fjallað um eitt ástsælasta kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Ferðalok. Höfundur telur að fram að grein Dagnýjar Kristjánsdóttur um kveðskap Jónasar (TMM 1989) hafi menn einblínt á tildrög kvæðisins og aldur en forðast efnislega greiningu. Höfundur andmælir þó túlkun Dagnýjar. Fjall- að er um kvæðið í samhengi við önnur verk Jónasar og er það tengt ástarhugmynd hans og draumum um að vera þarfur þjóð sinni. Mörg bestu ljóð Jónasar Hallgrímssonar eru svo ástsæl með þjóðinni, svo inngróin okkur og einhvem veginn svo sjálfsögð, að í rauninni tökum við aldrei eftir þeim. Sum hafa orðið þeim örlögum að bráð að lenda í óskráðri handbók ræðuskúmsins og skáld- ið gert ábyrgt fyrir þróttlítilli hugsun: „Höf- um við gengið til góðs, götuna fram eftir veg“ — eins og skáldið sagði. Annað syngj- um við á mannamótum. „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum“ — og óðara tekur dálítið ámátlegt lag að humma í hausunum á okkur svo hrynjandin gufar upp og við heyrum ekki lengur orðin, heldur bara kveinstafí tenóra að silast í gegnum enda- laust lagið; „Enginn grætur Islending“ — og allt í einu fer fólk að reka upp einhver réttavein og heldur að það sé að leika Is- lendinga. „Stóð ég útí tunglsljósi“ — „Hvað er svo glatt“ — „Það er svo margt ef að er gáð“ — þetta er eitthvað sem allir kunna, en hversu margir hafa lesið þessi ljóð, sleppt þeim út úr búri lagboðanna og létt af þeim hlutskipti slagaratextans? Við bara kyrjum þau, gersamlega á valdi geðs- hræringarinnar: þetta er ljóðið um það að vera íslendingur í heiminum, þetta er ljóðið um það að skemmta sér með góðum vinum, þetta er ljóðið um það að elska — í áranna rás hafa þessi ljóð hjúpast endanlegri og afdráttarlausri merkingu. Þau kunnaþvílítt að freista bókmenntafræðinga sem eygja fáa túlkunarmöguleika í þvílíkum helgi- skrínum. Og kannski ríkir þögult samkomulag um að bókmenntafræðingar skuli ekki mikið fjalla fræðilega um stórkvæði Jónasar. Greining á bókmenntatexta er hér gjarnan talin jafngilda nokkurs konar spjöllum; vanhelgun á fögrum hlut. Og þar sem Jónas Hallgrímsson er annars vegar og hans ást- sælustu kvæði finnst sjálfsagt mörgum sem TMM 1990:4 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.