Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 47
Guðmundur Andri Thorsson
Ferðalok Jónasar
Hér er fjallað um eitt ástsælasta kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Ferðalok.
Höfundur telur að fram að grein Dagnýjar Kristjánsdóttur um kveðskap
Jónasar (TMM 1989) hafi menn einblínt á tildrög kvæðisins og aldur en
forðast efnislega greiningu. Höfundur andmælir þó túlkun Dagnýjar. Fjall-
að er um kvæðið í samhengi við önnur verk Jónasar og er það tengt
ástarhugmynd hans og draumum um að vera þarfur þjóð sinni.
Mörg bestu ljóð Jónasar Hallgrímssonar
eru svo ástsæl með þjóðinni, svo inngróin
okkur og einhvem veginn svo sjálfsögð, að
í rauninni tökum við aldrei eftir þeim. Sum
hafa orðið þeim örlögum að bráð að lenda
í óskráðri handbók ræðuskúmsins og skáld-
ið gert ábyrgt fyrir þróttlítilli hugsun: „Höf-
um við gengið til góðs, götuna fram eftir
veg“ — eins og skáldið sagði. Annað syngj-
um við á mannamótum. „Nú andar suðrið
sæla vindum þýðum“ — og óðara tekur
dálítið ámátlegt lag að humma í hausunum
á okkur svo hrynjandin gufar upp og við
heyrum ekki lengur orðin, heldur bara
kveinstafí tenóra að silast í gegnum enda-
laust lagið; „Enginn grætur Islending“ —
og allt í einu fer fólk að reka upp einhver
réttavein og heldur að það sé að leika Is-
lendinga. „Stóð ég útí tunglsljósi“ —
„Hvað er svo glatt“ — „Það er svo margt ef
að er gáð“ — þetta er eitthvað sem allir
kunna, en hversu margir hafa lesið þessi
ljóð, sleppt þeim út úr búri lagboðanna og
létt af þeim hlutskipti slagaratextans? Við
bara kyrjum þau, gersamlega á valdi geðs-
hræringarinnar: þetta er ljóðið um það að
vera íslendingur í heiminum, þetta er ljóðið
um það að skemmta sér með góðum vinum,
þetta er ljóðið um það að elska — í áranna
rás hafa þessi ljóð hjúpast endanlegri og
afdráttarlausri merkingu. Þau kunnaþvílítt
að freista bókmenntafræðinga sem eygja
fáa túlkunarmöguleika í þvílíkum helgi-
skrínum.
Og kannski ríkir þögult samkomulag um
að bókmenntafræðingar skuli ekki mikið
fjalla fræðilega um stórkvæði Jónasar.
Greining á bókmenntatexta er hér gjarnan
talin jafngilda nokkurs konar spjöllum;
vanhelgun á fögrum hlut. Og þar sem Jónas
Hallgrímsson er annars vegar og hans ást-
sælustu kvæði finnst sjálfsagt mörgum sem
TMM 1990:4
45