Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 51
inn óráðinn skólapiltur. Eins og ævinlega í góðum ástarsögum er önnur kona fljótlega komin í spilið, Reykjavíkurdrós, sem vefur skáldinu um fingur sér áður en hún hrygg- bry mr hann — hann fer svo út og harmar alla daga sína Beatrísi, hina vænu Þóru sem beið hans trygg og trú með húfu og rauðan skúf í peysu í fjögur ár, meðan örlaga- kvendið gengur að eiga annan. Svona er sagan einhvern veginn, auðvitað vitum við í rauninni lítið um hvemig þetta gekk til, en óneitanlega minna Reykjavíkurævintýri Jónasar nokkuð á þá glapstigu sem hetjur Islendingasagnanna tróðu þegar þær fóru utan og gleymdu bæði sér og öllum skyld- um gagnvart vænum kvenkostum á íslandi í dyngju Gunnhildar drottningar. Nú ætla ég ekki að halda því fram að Jónas Hallgrímsson hafi ekki haft þetta ferðalag með Þóru í huga þegar hann orti Ferðalok, eða að það hafi enga þýðingu haft fyrir Jónas — öðru nær — það er ég viss um. Það er hins vegar endursköpun skáldsins á þessu ferðalagi í ljóði sem mér þykir dálítið einkennileg, og eiginlega þessleg að útkoman verður allt eins ljóð um Hildi Bjamadóttur, „systurina“ úr Grasa- ferð og Þóm Gunnarsdóttur, en er kannski fyrst og fremst vitnisburður um kvenleika- hugsjón, þrá eftir alveg hreinu sambandi við konu. Ferðalok er nefnilega sýn. Frá því ég heyrði eða las fyrst þetta kvæði — sem ég man ekki hvenær eða hvar var — hef ég alltaf tengt það ósjálfrátt Grasaferð. Það kann að vera vegna þess að á báðum stöðum er lýst jurtasýsli stráks og stelpu á fjalli og á báðum stöðum er mæl- andinn sá sami, á báðum stöðum er sam- bandið innilegt og fallegt og fullt af gagnkvæmum trúnaði. Seinna þegar ég las svo Hulduljóð bættust þau í þessa sömu deild í hausnum á mér og mætti ef til vill kenna við systurina — kalla systurdeildina. I Hulduljóðum sitja þau tvö og unglingsleg á fjalli eins og í Ferðalokum og Grasaferð og blómin em líka virkir þátttakendur en þarna beinist hins vegar allt að manninum sem þau elska bæði, Eggerti Ólafssyni — „Þú elskar hann, þess ann ég honum glað- ur.“ I öllum þessum þremur tilvikum er það nokkurs konar systkinasamband sem lýst er, hins vegar eraldrei um raunvemleg syst- kin að ræða, þessi deild — systurdeildin — lýsir drauminum um hreint og ómengað samband kynjanna, óflekkað af fýsnum og togstreitu um yfirráð, hún lýsir þessum ei- lífa draumi sem einhvem veginn virðist aldrei munu geta ræst, jafn óskiljanlegt og það er nú, að tveir einstaklingar af gagn- stæðu kyni sem laðast hvor að öðmm geti verið „bara vinir“. Mér hefur sem sé alltaf fundist að í Ferðalokum sé lýst systurinni góðu úr Grasaferð og litla kvæðinu Sáuð þið hana systur mína fremur en ástkonu af neins konar tagi — öðmm þræði að minnsta kosti. Atlotin em hikandi og feimnisleg og loftkennd. „Brosa blómvarir / blika sjón- stjömur / roðnar heitur hlýr“ er allt og sumt sem lýst er af útliti hennar og beri menn það svo saman við dálítið búmannslega munúð- ina í þessari drýgindalegu gripslýsingu, La Belle: Mín er meyjan væna mittisgrönn og fótnett, bjarteyg, brjóstafögur, beinvaxin, sviphrein; hvít er hönd á snótu, himinbros á kinnum, falla lausir um ljósan, lokkar, háls inn frjálsa. a, 49) TMM 1990:4 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.