Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 51
inn óráðinn skólapiltur. Eins og ævinlega í
góðum ástarsögum er önnur kona fljótlega
komin í spilið, Reykjavíkurdrós, sem vefur
skáldinu um fingur sér áður en hún hrygg-
bry mr hann — hann fer svo út og harmar
alla daga sína Beatrísi, hina vænu Þóru sem
beið hans trygg og trú með húfu og rauðan
skúf í peysu í fjögur ár, meðan örlaga-
kvendið gengur að eiga annan. Svona er
sagan einhvern veginn, auðvitað vitum við
í rauninni lítið um hvemig þetta gekk til, en
óneitanlega minna Reykjavíkurævintýri
Jónasar nokkuð á þá glapstigu sem hetjur
Islendingasagnanna tróðu þegar þær fóru
utan og gleymdu bæði sér og öllum skyld-
um gagnvart vænum kvenkostum á íslandi
í dyngju Gunnhildar drottningar.
Nú ætla ég ekki að halda því fram að
Jónas Hallgrímsson hafi ekki haft þetta
ferðalag með Þóru í huga þegar hann orti
Ferðalok, eða að það hafi enga þýðingu
haft fyrir Jónas — öðru nær — það er ég
viss um. Það er hins vegar endursköpun
skáldsins á þessu ferðalagi í ljóði sem mér
þykir dálítið einkennileg, og eiginlega
þessleg að útkoman verður allt eins ljóð um
Hildi Bjamadóttur, „systurina“ úr Grasa-
ferð og Þóm Gunnarsdóttur, en er kannski
fyrst og fremst vitnisburður um kvenleika-
hugsjón, þrá eftir alveg hreinu sambandi
við konu. Ferðalok er nefnilega sýn.
Frá því ég heyrði eða las fyrst þetta
kvæði — sem ég man ekki hvenær eða hvar
var — hef ég alltaf tengt það ósjálfrátt
Grasaferð. Það kann að vera vegna þess að
á báðum stöðum er lýst jurtasýsli stráks og
stelpu á fjalli og á báðum stöðum er mæl-
andinn sá sami, á báðum stöðum er sam-
bandið innilegt og fallegt og fullt af
gagnkvæmum trúnaði. Seinna þegar ég las
svo Hulduljóð bættust þau í þessa sömu
deild í hausnum á mér og mætti ef til vill
kenna við systurina — kalla systurdeildina.
I Hulduljóðum sitja þau tvö og unglingsleg
á fjalli eins og í Ferðalokum og Grasaferð
og blómin em líka virkir þátttakendur en
þarna beinist hins vegar allt að manninum
sem þau elska bæði, Eggerti Ólafssyni —
„Þú elskar hann, þess ann ég honum glað-
ur.“ I öllum þessum þremur tilvikum er það
nokkurs konar systkinasamband sem lýst
er, hins vegar eraldrei um raunvemleg syst-
kin að ræða, þessi deild — systurdeildin —
lýsir drauminum um hreint og ómengað
samband kynjanna, óflekkað af fýsnum og
togstreitu um yfirráð, hún lýsir þessum ei-
lífa draumi sem einhvem veginn virðist
aldrei munu geta ræst, jafn óskiljanlegt og
það er nú, að tveir einstaklingar af gagn-
stæðu kyni sem laðast hvor að öðmm geti
verið „bara vinir“.
Mér hefur sem sé alltaf fundist að í
Ferðalokum sé lýst systurinni góðu úr
Grasaferð og litla kvæðinu Sáuð þið hana
systur mína fremur en ástkonu af neins
konar tagi — öðmm þræði að minnsta
kosti. Atlotin em hikandi og feimnisleg og
loftkennd. „Brosa blómvarir / blika sjón-
stjömur / roðnar heitur hlýr“ er allt og sumt
sem lýst er af útliti hennar og beri menn það
svo saman við dálítið búmannslega munúð-
ina í þessari drýgindalegu gripslýsingu, La
Belle:
Mín er meyjan væna
mittisgrönn og fótnett,
bjarteyg, brjóstafögur,
beinvaxin, sviphrein;
hvít er hönd á snótu,
himinbros á kinnum,
falla lausir um ljósan,
lokkar, háls inn frjálsa.
a, 49)
TMM 1990:4
49