Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 52
Eða skefjalausa gimdina í þessu versi:
Kærðu þig ekki neitt um neitt
þó nú sé farið að verða heitt
brenndu mig upp til agna
Augun raunar eru þín
upplitsdjarfa stúlkan mín,
hitagler ef hlýna;
sólargeislum innan að,
eg er búinn að reyna það,
safna þau, svo brímabað
brennir vini þína.
(I, 210)
Hér er miðlað losta og í La Belle er líkams-
fegurðinni svo til skila haldið að jaðrar við
gláp, svo við sjáum að það er ekki tepru-
skapur sem hamlar skáldinu í að lýsa ástar-
fundum ferðarinnar frægu. Hvað er þá að
brjótast um í honum? Umfram allt: hvers
vegna ferðalok?
Eftir hlátur og glaðværð og krakkalega
leiki með blómin kemur skyndilegur
skuggi, hæg þögn breiðist yftr sviðið, fyrir-
varalaust breytist náttúran og verður döpur
og hnipin, einmitt þegar hæst stendur leik-
urinn, einmitt meðan allt leikur í lyndi.
Hlógum við á heiði,
himinn glaðnaði
fagur á Qallabrún;
alls yndi þótti mér ekki vera
utan voru lífi lifa.
Og nú kemur allt í einu þetta erindi í skrýtnu
framhaldi, skrýtnu orsakasamhengi:
Grétu þá í lautu
góðir blómálfar,
skilnað okkam skildu;
[...]
— sem er þá meira en við gerum sem lesum,
því ekki skildist okkur annað en að allt léki
í lyndi, vel færi á með þeim og pilturinn
vildi alltaf hafa þetta svona, lifa lífí sínu
með henni af því þá er svo glatt á hjalla og
gaman. Hvað er að gerast?
Þetta:
Hélt ég þér á hesti
í hörðum straumi
og fann til fullnustu,
blómknapp þann gæti
ég borið og varið
öll yfir æviskeið.
Greiddi ég þér lokka
við Galtará
vel og vandlega;
brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr.
Þau snertast — þetta er ný snerting. I henni
er nýtt samband. Eitthvað tekur að krauma.
Hann skynjar allt í einu að hann vill vernda
hana alla æ vina og fer að strjúka hár hennar
undir því yfirskini að hann sé að greiða
henni og hún endurgeldur með brosi nývak-
innar ástar, sem minnir skáldið á allt það
sem honum var kærast, blóm og stjömur.
En af hverju ferðalok þama? Hvers vegna
hljóta þau að skilja þegar þetta gengur allt
svona ljómandi vel? Af því að háa skilur
hnetti himingeimur og blað skilur bakka og
egg? Af því bara að þannig er það? Svona
er lífið? Forlögin? Nei — vættimar halda
með þeim, og guð hefur velþóknun á þeim.
Nei — það er ástin sem skilnaðinum veldur,
því að þegar hún kviknar tapast sakleysið,
þá geta þau ekki lengur verið „bara vinir“,
geta ekki lengur verið saman, draumurinn
um systurina er brostinn. Þetta er saga ástar
50
TMM 1990:4