Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 55
Ó þú jörð sem er
yndi þúsunda
blessuð jörð sem ber
blómstafi grunda.
Sárt er að þú sekkur undir mér.
Hef ég mig frá þér hér
og hmg til þín aftur
mold sem mannsins er
magngjafi skaptur.
Sárt er að þú sekkur undir mér.
a, 200)
Þjónustan við móður sem brást, þessar hug-
myndir um stórkostlegt hlutverk í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar . . . þær voru
skuggamir sem báru hann burt, þær ollu því
að honum auðnaðist ekki að lifa hennar lífi,
nema í sýn. Sveinn í djúpum dali, staddur í
skugga, hann er ungur drengur — hann er
hálffertugur drengur við ferðalok skugg-
anna og má hugga sig við að anda sem
unnist fái aldregi eilífð að skilið. Einhvem
veginn sé ég hann fyrir mér í þessum djúpa
og skuggsæla dal staðnæmast um stund til
að lifa veröldina þegar hún var björt og
glædd guðs loga og ég sé hann svo fyrir mér
halda áfram og ganga upp úr þessum dal og
þá ímynda ég mér að skuggamir hafí borið
hann á leiðarenda norður á Sléttu, loksins
fullvaxinn, loksins nógu stóran til að fara
aftur „heim til þín“: „Eilífur snjór í augu
mín / út og suður og vestur skín / samur og
samur inn og austur / einstaldingur vertu nú
hraustur.“ Og þarna er hann á þessari sléttu,
sem er breið blæja, alsnjóa svo langt sem
augað eygir og hann finnur ekki leiðina
heim til að lifa hennar lífí, sem er þeirra líf.
1. Kvœði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti.
Einar Ol. Sveinsson og Olafur Halldórsson sáu
um útgáfuna. Reykjavík (Handritastofnun ís-
lands) 1965. Bls. 216.
2. Sbr. Páll Bjamason: AstakveðskapurBjarna Thor-
arensens og Jónasar Hallgrímssonar. Studia Is-
landica 28. Reykjavík 1969. Bls. 67.
3. Hér tekið úr Ritsafhi Jóns Sigurðssonar frá Kald-
aðamesi. Reykjavík 1972. Frá Jónasi Hallgríms-
syni. Bls. 107-127. Bls. 108. — Öll blaðsíðutöl
á eftir tilvitnunum í verk Jónasar vísa til útgáfu
Svarts á hvítu: Ritverk Jónasar Hallgrímssonar.
Ritstjórar: Haukur Hannesson, Páll Valsson og
Sveinn Yngvi Egilsson (Reykjavík 1989).
Að stofni til er greinin erindi á Málþingi Félags
áhugamanna um bókmenntir um Jónas árið 1990.
Árna Óskarssyni, Áma Sigurjónssyni og Halldóri
Guðmundssyni þakka ég ábendingar.
TMM 1990:4
53