Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 64
á brjóstinu, og var hvortveggi brenndur í kross, og ætluðu menn að hann mundi sig sjálfur brennt hafa. Allir menn mæltu það að betra þætti hjá Skarp-Héðni dauðum en ætluðu, því að engi maður hræddist hann.“ (343-4). Síðan er vikið að viðbrögðum Þór- halls þegar hann fréttir líflát fóstra síns („hann þrútnaði allur og blóðbogi stóð úr hvorritveggju hlustinni, og varð eigi stöðv- að, og féll hann í óvit og þá stöðvaðist“), og eru þau frábært dæmi um áhrif harms á viðkvæman og geðríkan mann. I stuttu máli segir frá ráðagerðum þeirra Asgríms og Kára, og í vísu er rakinn harmtregi Kára sem verður ekki svefnsamt um nætur síðan Njáll var brenndur inni: „Eg em að mínu meini minnugur,“ segir hið dapra skáld, enda þarf enginn að óttast að Kára líði úr minni harmur og hefndarskylda, fremur en Þórhalli. Söknuður þeirra bendir aftur til liðinna dægra, en hefndarhugur til þess sem síðar verður.3 Beinaleit í rústum Bergþórshvols á sér stað um bjartan dag, en í næsta kapítula á eftir (133) segir frá leiðtoga brennumanna austur að Svínafelli sem lætur illa í svefni eina nótt, og gengur seint að vekja Flosa, en síðan rekur hann fyrir Katli úr Mörk hvað fyrir sig hafði borið í draumi: „Mig dreymdi það,“ segir Flosi, „að eg þóttumst vera að Lómagnúpi og ganga út og sjá upp til gnúpsins. Og opnaðist hann, og gekk maður út úr gnúpinum og var í geitheðni og hafði jámstaf í hendi. Hann fór kallandi og kallaði á menn mína, suma fyrr en suma síðar, og nefndi á nafn. Hann kallaði fyrstan Grím hinn rauða og Ama Kolsson. Þá þótti mér undarlega; mér þótti sem hann kallaði Eyjólf Böl- verksson og Ljót son Síðu-Halls og nökk- ura sex menn. Þá þagði hann stund nökkura. Síðan kallaði hann fimm menn af voru liði, og voru þar Sigfússynir bræður þínir. Þá kallaði hann aðra fimm menn, og var þar Lambi og Móðólfur og Glúmur. Þá kallaði hann þrjá menn. Síðast kallaði hann Gunnar Lambason og Kol Þorsteinsson. Eftir það gekk hann að mér; eg spurða hann tíðenda. Hann kveðst segja mundu tíðindin. Og spurða eg hann að nafni; hann nefndist Jámgrímur. Eg spurða hvert hann skyldi fara; hann kveðst fara skyldu til al- þingis. „Hvað skaltu þar gera?“ sagða eg. Hann svaraði: ,JFyrst skal eg ryðja kviðu, en þá dóma, en þá vígvöll fyrir vegöndum.“ Síðan kvað hann þetta: Höggorma mun hefjast herði-Þundur á landi. Sjá munu menn á moldu margar heila borgir. Nú vex blárra brodda beystisullur á Qöllum. Koma mun sumra seggja sveita dögg á leggi. Þá laust hann niður stafnum, og varð brest- ur mikill. Gekk hann þá inn í fjallið, en mér bauð ótta. Vil eg nú að þú segir hvað þú ætlar draum minn vera.“ „Það er hugboð mitt,“ segir Ketill, „að þeir muni allir feigir, er kallaðir vom. Sýn- ist mér það ráð að þenna draum segjum við engum að svo búnu.“ Flosi kvað svo vera skyldu. (346-8).4 Hér fer harla lítið fyrir kristnum hugmynd- um, enda er heiðinn svipur yfir öllu. Jám- grímur sá sem gengur út úr Lómagnúpi minnir á önnur heimafengin hindurvitni í Njálu um vemr sem byggja fjöll og hamra, svo sem ævilok Svans sem týnist í róðri: „En ftskimenn þeir er voru að Kaldbak þóttust sjá Svan ganga inn í fjallið Kald- bakshorn, og var honum þar vel fagnað." 62 TMM 1990:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.