Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 77
niðri en veit og getur séð í huganum að fyrir ofan þetta alltsaman skín sólin eins og ekkert
sé og fjallatopparnir standa gulllitaðir upp úr þessum kakkþykku skýjum.
Æja, nú er ég farinn að röfla. — En þetta kvöld þama heima þegar ég ... Ég man nú
ekki hvað þú varst að segja þá. En ég man eftir röddinni þinni. Þú varst með nýtt hárband
og í hvítu skyrtunni. Það er satt — það er alveg satt — ég fann lyktina af þér.
Hann starði á þig. Og svo gaggaði hann. Eins og kötturinn gerði stundum. Sagði að
þú værir aldeilis ... Að það væri nú ekki ónýtt ef þú myndir ...
Þá lét ég hann hafa það. Fyrst á kjaftinn og dauðmeiddi mig í hendinni. Hann varð
bara hissa. Svo á nefið. Ég held að þá hafi byrjað að blæða. Og hann datt. Ég sparkaði.
Oft. Framan í hann.
Ég var uppi aftur — uppi á efstu hæðinni að horfa á ljósin. Viltu koma og sjá? Það er
ekkert mál, ég bara tek spóluna úr og þú getur komið með. Það er tæki uppi.
★ ★★
Horfðu með mér á öll þessi hvítu ljós. Komdu, förum út á svalir, alveg út á brúnina. Heima
horfði ég svo oft á stjömumar; ég lá í snjónum og horfði. Einu sinni sá ég stjömuhrap og
þá óskaði ég mér. Ég sá aldrei hvar stjaman lenti — hún hvarf — Ég held að hún hafi
ekki verið að hrapa. Hún var bara að fljúga um geiminn — endalaust — lendir aldrei.
Komdu nær. Alveg út á brúnina. Þangað til þig svimar. í höfðinu, handleggjunum,
fótunum og svo í miðjunni, innst í huganum. Og þá, þegar þú horfir á ljósin og finnur
ekkert nema svimann sem er inni í þér; það er þá sem þú hefur þig til flugs.
(Reykjavík & Akureyri 1989-90).
TMM 1990:4
75