Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 79
Gekk þá Sturla aftur í lyftingina og kvaddi konung og drottninguna. Konungur tók kveðju hans lágt en drottn- ing vel og léttilega. Bað drottning hann segja þá sömu sögu er hann hafði sagt um kvöldið. Hann gerði svo og sagði mikinn hluta dags sögu. En er hann hafði sagt þakkaði drottning honum og margir aðrir og þóttust skilja að hann var fróður maður og vitur. En konungur svarar engu og brosti að nokkuð svo.1 Huldar saga er ekki varðveitt en af Sturlu þætti virðist mega ráða að tröllkonusaga þessi hafi verið vel þekkt. Hún hefur verið alllöng í þeirri gerð sem Sturla fór með og hann hefur átt þátt í henni. Sagan er talin í hópi fornaldarsagna en tvíbent orðalag þáttarins hefur valdið því að fræðimenn eru ekki á einu máli um hvort Sturla hafi mælt hana af munni fram eða lesið hana af bók. Verður varla skorið úr því hvort réttara er. Hins vegar má af líkindum fara nær um efni sögunnar en gert hefur verið. í bókinni Saga og samfund nefnir Preben Meulengracht Sprensen í svigagrein að Huld tröllkona í sögu Sturlu gæti hafa verið sú sama og Huld seiðkona eða völva í frá- sögninni um Vanlanda og Vísburí Ynglinga sögu Snorra Sturlusonar.3 En tröllkona get- ur merkt hvorttveggja, óvætti og fordæðu.4 Hér á eftir er ætlunin að færa rök að því að Preben Meulengracht Sprensen eigi koll- gátuna um efni Huldar sögu. Sturlu þáttur er aðeins í þeirri gerð Sturl- unga sögu sem varðveitt er í Reykjarfjarð- arbók (og afritum hennar) og mun ekki hafa verið í frumgerð samsteypuritsins. Þáttur- inn hefur líklegast aldrei verið til sérstakur heldur frá upphafi verið eins konar fram- hald af æviþætti Sturlu Þórðarsonar í Þor- gils sögu skarða.5 Eins og þátturinn er varð- veittur segir hann frá u.þ.b. tuttugu síðustu æviárum Sturlu sagnritara. Þó snýst hann aðallega um atburði sem gerðust 1263: brottför Sturlu frá íslandi í kjölfar skæra milli Hrafns Oddssonar og hans, óþokka þann sem Noregskonungar höfðu á Sturlu og hylli þá sem hann ávann sér í konungs- garði eftir að Magnúsi Hákonarsyni varð ljóst hvern mann hann hafði að geyma. Þótt Sturlu þáttur muni að meginhluta ritaður ekki alllöngu eftir að atburðir hans áttu sér stað og sá sem það gerði hafí verið nákominn Sturlu og jafnvel að einhveiju leyti farið eftir sögu hans sjálfs breytir það ekki því að ffásögnin fylgir ákveðnu mynstri eins og Joseph Harris og Preben Meulengracht Sprensen hafa bent á.6 At- burðir úr raunveruleikanum hafa verið færðir í hefðbundinn frásagnarbúning. Frá- sagnarmynstrið hefur verið eins konar skilningsgrind höfundarins. Þetta er sagan um ferðalanginn sem fer að heiman til að sýna og sanna hver hann í raun er og hverfur heim aftur meiri maður en áður. Eins og Joseph Harris hefur sýnt fjalla frásagnir um utanfarir Islendinga á mið- öldum (utanfararþættir) gjaman um við- skipti þeirra við konunga og jarla, einkum þó Noregskonunga, óvild þá, niðurlægingu eða afskiptaleysi sem þeir mæta í konungs- garði og einurð þeirra í að gera sig gildandi sem endar með því að konungur virðir þá að verðleikum. Er þá takmarki Islendings- n ins náð. Samkvæmt Sturlu þætti neyða andstæðingar Sturlu hann til utanfarar og afflytja hann við konung. Hann er fjárvana og niðurlægður þegar hann kemur á fund konungs og verður fyrir reiði hans. En með aðstoð konungsráðgjafa og drottningar TMM 1990:4 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.