Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 82
hlýða á málsvörn Sturlu og veita honum ásjá ef hann vill koma fram eins og réttlátur konungur sem fylgir hollráðum gamal- reynds ráðgjafa síns. Annars kallar hann yfir sig reiði guðs. Málsvarar Sturlu Þórðarsonar í þættinum telja hann fróðan mann og vitran. í Kon- ungsskuggsjá er einmitt lögð áhersla á þrjá eiginleika sem afla mönnum sæmdar meðal konunga og annarra ríkismanna, þ.e. mann- vit, siðgæði og hæversku. Tveir síðartöldu mannkostimir fylgja mannvitinu. í því er m.a. fólgin orðleikni og snilld, fróðleikur og skilningur. Þessa kosti sýnir Sturla með því að segja Huldar sögu og flytja konungi lof. Um leið kemur fram einurð hans í við- skiptum við konung sem aðra. Með því hefur hann sannað manngildi sitt og öðlast þá jafnframt vináttu konungs. Það er gjaman fundið að sagnaritun Sturlu Þórðarsonar að þar sé safnað saman stóru og smáu án nokkurrar heildarsýnar yfir efnið. Narve Bjprgo orðar þessa gagn- rýni svo: „í öllum verkum sínum sýnir hann sérstaka hæfileika til að lýsa hlutunum ná- kvæmlega í smáatriðum en skortir ímynd- unarafl, innsæi og tengigáfu til að sjá samhengið milli atriðanna og gera úr þeim heild.“17 Fræðimenn eru þó sammála um að Sturla hafi haft skýran skilning á tímatali og fellt öll atriðin bæði í íslendinga sögu og Hákonar sögu Hákonarsonar inn í frásögn- ina í tímaröð líkt og var háttur miðalda- 18 sagnfræðinga á meginlandi Evrópu. Öllum sem lesa þessi tvö höfuðrit hans sem nú eru varðveitt verður líka brátt ljóst hversu miklu máli ættarbönd, ættarfylgjur og ættarslit skipta í frásögninni. íslendinga saga sýnir hvernig taumlaus metnaður og valdagimi brjóta niður íslenska valdakerfið og valda upplausn höfðingjaveldisins. Bræður berjast, systrungar spilla sifjum og ráðum viturra manna er ekki sinnt. Hákonar saga er skrifuð í framhaldi af eldri konunga- sögum, svo sem Heimskringlu og Sverris sögu þar sem meginstefið er deilur um kon- ungserfðir og -völd. í sögu sinni leggur Sturla annars vegar áherslu á innanlands- ófrið þann sem lyktaði með því að Hákon Hákonarson varð einvaldskonungur yfir Noregi og hins vegar glæsileik einvalds- stjómar hans.19 Sagan er borin uppi af kon- ungshugsjón Hákonar sem kemur fram í stjóm hans. En þetta em þau þemu sem Sturla fæst við í kvæðum sínum og Huldar sögu þegar hann kemur á fund Magnúsar ef hér er getið rétt til um efni þeirra. Skiln- ingur sá sem Sturla sýndi þá á gildi sterkrar konungsstjómar hefur átt þátt í því að Magnús gerði hann að sagnritara sínum. Sturla hafði játast undir vald Noregskon- ungs á íslandi eftir að viðleitni hans til að efla innlenda höfðingjastjórn hafði komið fyrir lítið. En hann gerist þá fyrst trún- aðarmaður Magnúsar konungs þegar kon- ungur viðurkennir hann að verðleikum. Eftir það verður Sturla einn helsti liðsmað- ur konungsstjómarinnar í að koma á röð og reglu á íslandi og sagnritari norsku ein- valdskonunganna. *** Hér að framan hafa verið færð rök að þeirri tilgátu Prebens Meulengrachts Sprensens að Huldar saga hafi fjallað um Huld seið- konu sem Ynglinga saga segir frá. Rökin em þau að Sturlu þáttur fylgir í allri gerð frásagnarhefð miðalda um Islendinga sem fóru utan. Einarðleiki söguhetjunnar við að ná konungshylli er jafnan eitt aðalatriði í lýsingu hennar. En nokkuð virðist skorta á einurð Sturlu Þórðarsonar í framkomu við 80 TMM 1990:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.