Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 102
Octavio Paz
Fljótið
Sigfús Bjartmarsson þýddi
Eirðarlaus borgin hnitar hringa í blóði mínu eins og býfluga.
Og flugvélin sem dregur vælið í stórt ess, sporvagnarnir sem hrynja
á götuhornum fjarri,
þetta tré sligað af svívirðingum, miðnætti við torgið og einhver skekur það til,
hljóðin sem rísa og splundrast og önnur sem dofna og hvísla í eyranu
og engjast,
og þau ljúka upp myrkrinu, fyrir gnýpuna ofan í stafina a og o,
göng þögulla sérhljóða,
og um súlnagöngin fer ég með bundið fyrir augu, og syfjað stafrófíð
steypist í pyttinn eins og fljót af bleki,
og borgin fer og kemur og steinlíkami hennar nær upp að enni mér og sundrast,
alla nóttina eru þau að koma, eitt af öðru, stytta af styttu,
gosbrunnur af gosbrunni, steinn af steini, alla nóttina
og brot þeirra leitandi í enni mér, alla nóttina talar nóttin upp úr svefni
gegnum munninn á mér,
og hún talar og gapir á andanum, málhölt, átök vatns og steina, saga þeirra öll.
Að stillast eitt andartak, að stilla blóð mitt sem fer og kemur, fer og kemur,
og segir ekki neitt.
þetta hvílir á mér sjálfum eins og jógi í skugga fíkjutrésins, eins og Búdda
á bakka fljótsins, að stillast eitt andartak,
eitt einasta andartak sitjandi á bakka tímans, að varpa fram ímynd þess
fljóts sem talar í svefni og segir ekki neitt og ber mig með sér
sitjandi á bakkanum ofan á ánni, ljúka upp andartakinu, troða sér inn í
þá furðusali, allt að miðju vatnsins,
100
TMM 1990:4