Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 104
tímann langar að segja eitthvað, nóttina langar að segja eitthvað.
Alla nóttina langar manninn að segja eitt orð, flytja að lokum sitt mál,
ræðu úr muldum steinum,
og ég legg við hlustir, mig langar til að heyra hvað maðurinn segir,
endurtekningu þess sem reikul borgin sagði,
alla nóttina eru brot steinanna að leita hvers annars, grópast í enni mér,
alla nóttina berst vatnið við grjótið,
orðin gegn nóttinni, nóttin gegn nóttinni, og ekkert sem lýsir upp
þann myrka slag,
vopnagnýrinn, lýstur engan eld úr steininum, engan gneista úr nóttinni,
enginn frestur er veittur,
það er barist, hinir ódauðlegu falla heldur en hörfa, og stöðva
blóðfljótið, blekfljótið,
stöðva fljót orðanna, snúa upp í straum, og að nóttin leggist á sjálfa sig,
og haldi til sýnis innyflum sínum af logandi gulli,
og að vatnið sýni hjarta sitt, klasa af drukknuðum speglum, glertré
sem vindurinn rífur með rótum,
(og hvert lauf á því tré blaktir og glitrar og týnist í grimmu ljósi,
eins og orðin í mynd skáldsins týnast)
megi tíminn loka sér sjálfum og sár hans verða sýnilegt ör,
naumlega dregin lína á skinn heimsins,
megi orðin leggja niður vopn, og ljóðið verða eitt einasta samofið orð,
ósættanleg ljómandi heild, sem þokast áfram,
og megi sálin verða slétta, svört eftir brunann, tunglbrjóst hafsins, steingert
og endurvarpi engu,
nema víkkandi víddinni, geimi sem leggst til hvflu ofan á sjálfan sig,
víðum og þöndum vængjum,
og megi allt verða eins og loginn sem sker sig, og ffystir inn í hnullung
gagnsærra innyflanna,
harðan og glóandi, ummyndaðan núna í kristal, friðsælan tærleika.
Og fljótið snýr upp í mót, blaktir blæjunum, hirðir upp myndimar,
og hverfur inn í sig sjálft.
1953 — Úr La Estacion violenta, 1948-1957.
102
TMM 1990:4