Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 112
 oft eru fyrirsagnir Stefáns reyndar sjálfstæður hluti ljóðanna og forvitnilegar út af fyrir sig. Ljóðið „Söngur leðurblökunnar“ heitir senni- lega svo vegna þess að í slíku umhverfi á enginn annar söngur heima: Lestir líkbrennsluofna á fjórum hjólum silast um stræti, djúp gljúfur milli háhýsa. ið“ (41). Böm sólarinnar höfum við áður fyrir- hitt í ljóðinu „Síðdegi í austurheimi“, en í því „skipulagða víti glysþrælanna“ sem Stefán beinir skeytum sínum að fer fjarri að mannlífið lagi sig að árstíðum og gangi himintungla. Maðurinn er sýndur sem andstæðingur nátt- úrunnar allrar. Ótta lífríkisins umhverfis hann hefur slegið inn í sál hans því að tortímingin er um leið sjálfstortíming (48). í næsta erindi er snögglega breytt um sjónar- hom og okkur verður ljóst að við emm stödd inni í einum „líkbrennsluofninum" um leið og við förum að kannast einkennilega vel við okk- ur: Það ætti að banna þessa gömlu skijóða, segi ég og gef illt auga þeim sem fer næstur á undan. Ekkert bölv og ragn undir stýri, segir konan við hlið mér og geispar hæversklega. Það ætti að banna okkur öll, hrópar hún allt í einu upp úr mókinu, ef við ökum út á hraðbrautina veifa trjágreinar! (47) Yfir heiðan morgun skiptist í fjóra bálka, og tveir hinir síðustu mynda hvor um sig samfellda heild. III. hluti, „Hvítir teningar", felur að miklu leyti í sér ádeilukvæði á manninn sem skaðvald í náttúmnni. í þessum ljóðum er Stefáni mikið niðri fyrir, en eins og jafnan leitast hann við að færa ádeilu sína í listrænt form, gefa henni bæði beina og almenna skírskomn. „Verðmiði“ er hvasst kvæði um fláningu lif- andi kópa til að skrýða „neonljósadætur", með hárfínni tilvísun til þjóðkvæða og þjóðsagna. Og ekki þarf að spyrja hverjir séu tilberamir í ljóðinu „Náðarmeðulin", sem hafa svikist undir „geldar ösnur/í nauðbitnum högum/mammons“ og valda því að „náðarkornið/handa vamar- lausum/bömum sólarinnar“ er „sýklum bland- Verði þér dýri þóttans litazt um, hvarvetna sérðu augnatóttir fylltar svörtu hatri reka flótta þinn. Dýr vopnsins! Þær em þú og ótti þinn og hatur. (46) Lokabálkur bókarinnar nefnist „Dægur“ og í upphafs- og lokaljóði hans kveður við allt ann- an tón. Þar er fjallað um undur þess að vera til, þrátt fyrir allt, að vakna að morgni „við heims- friðinn sjálfarí* eins og Guðmundur Böðvars- son orðaði það. Þú lifir, þú ert ekki draumur! í þessum hluta bókarinnar birtist persónan „þú“, uppistaða viðkvæmra og fallegra lýrískra kvæða eða tilbrigða þar sem birtist fegurðar- dýrkun á mörkum hins ósegjanlega. Ljóðin fjalla meðal annars um aðskilnað og endur- fundi, söknuð og tengsl handan við tíma og rúm og kallast þannig á við ýmis kvæði í fyrri bókum sem hér gefst ekki tóm til að rekja. En hér hverfist veröldin aftur inn í hugskot og tilfinn- ingaheim skáldsins, lindir og garðstígar, sólar- gangur, árstíðaskipti og endurskin, og þeirri veröld er engin tortíming búin. Það er undmn í röddinni þegar þú segir: við emm sami skuggi. Já, anzar skuggi sem niður í beggja blóði, af því má sjá að það er sumar enn. (59) Þorleifur Hauksson 110 TMM 1990:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.