Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Þórður
Í Karphúsinu Talsvert bar í milli á sáttafundi í læknadeilunni í gær.
Sigurveig Pétursdóttir, formaður
samninganefndar Læknafélags Ís-
lands, sagði „kyrrstöðu“ ríkja í
læknadeilunni, eftir að samninga-
fundi hjá ríkissáttasemjara í
Reykjavík lauk síðdegis í gær.
Hún segir verkfallsaðgerðir
lækna munu að óbreyttu hefjast á
ný mánudaginn 5. janúar. Þær að-
gerðir muni hafa meiri röskun í för
með sér á starfsemi Landspítalans,
enda muni einstakir hópar lækna nú
leggja niður störf í fjóra daga í röð,
en ekki í tvo daga í röð eins og fram
að þessu.
„Þurfa verulega hækkun“
Spurð um frétt á vef RÚV í gær
þar sem sagði að læknar teldu sig
þurfa 20% launahækkun strax til að
halda í við launaþróun sagði Sig-
urveig að „læknar hefðu valið, eins
og staðan væri, að ræða ekki inni-
hald fundanna“. „Það er hins vegar
alveg ljóst að til að halda læknum á
landinu þarf verulega launahækkun.
Við erum að berjast við það að reyna
að gera samning sem gerir það að
verkum að fólk hættir að segja upp
og vill koma til Íslands að vinna. Það
ber svolítið í milli enn þá.“
Sigurveig segist aðspurð „reikna
með því“ að fundurinn í dag verði
úrslitastund í læknadeilunni.
Verkfallsaðgerðir lækna hafa þeg-
ar haft í för með sér að hundruð að-
gerða á Landspítalanum hafa fallið
niður og biðlistar lengst fyrir vikið.
Þær hófust 27. október sl. Ekki er
um allsherjarverkfall að ræða.
Verkfallið stóð yfir í þremur lotum,
það er 27. október til 6. nóvember,
10.-20. nóvember og 8.-11. desember
síðast liðinn. baldura@mbl.is
Kyrrstaða í
læknadeilunni
Fundur í dag sagður „úrslitastund“
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Lögreglunni barst óvenjuleg bón
skömmu fyrir jól frá Emily Fern-
andez sem býr í Suður-Afríku. Emily
rakst á grein á vefsíðunni bored-
panda.com um íslensku lögregluna
og notkun hennar á samfélagsmiðl-
inum Instagram. Hana hefur alltaf
langað til að heimsækja land og þjóð
og ákvað, þegar hún sat fyrir fram-
an tölvuna í Jóhannesarborg, að nú
skyldi hún láta slag standa.
„Þegar ég sá þessa grein þá ákvað
ég að skella mér. Það er ekki oft sem
maður sér lögreglu sem er svona
vingjarnleg. Ég hugsaði með mér
fyrst lögreglan væri svona hér hlyti
landið að vera öruggt og skemmti-
legt,“ segir hún.
Hún segir að lögreglan í sínu
heimalandi sé örlítið öðruvísi. Hún
sé strangari og fólk leiti aðeins til
hennar í neyð. „Þeir eru ekkert ógn-
vekjandi eða neitt slíkt, fólk leitar al-
veg til þeirra en aðeins af nauðsyn.“
Emily kom til landsins að morgni
aðfangadags og flaug aftur heim á
leið í morgun. Hún var í stuttu stoppi
á Lögreglustöðinni á Hverfisgötu að
þakka fyrir sig þegar blaðamann
Morgunblaðsins bar að garði. „Ég er
búin að gera fullt sem túristar gera
síðan ég kom hingað enda landið
ykkar alveg ótrúlegt. Ég fór í jeppa-
ferð, vélsleðaferð, sá fossana á Suð-
urlandi og fór Gullna hringinn. Þetta
er búin að vera skemmtileg heimsókn
fyrir utan vindinn. Hann hefur verið
forvitnilegur,“ segir hún og hlær.
Lilja Kristjánsdóttir var ein af
þeim sem tóku á móti Emily hér á
landi en hún sagði að lögreglan
hefði ekki fengið álíka fyrirspurn
áður. Lítið mál hefði verið að verða
við bón hennar.
Lögreglan á Íslandi er mjög fram-
arlega í notkun samfélagsmiðla.
Þannig hefur fulltrúum samfélags-
miðla lögreglu verið boðið á ráð-
stefnur á vegum OECD og Evrópu-
sambandsins vegna velgengni í
notkun vefmiðla. Sem dæmi ættu nú
allir að þekkja myndina „Hver ekur
þér heim yfir hátíðirnar?“ sem lög-
reglan setti á Fésbókarsíðu sína til
að sporna við ölvunarakstri.
Taldi að landið hlyti að vera öruggt
Lögreglunni barst óvenjuleg bón
skömmu fyrir jól frá Suður-Afríku
Morgunblaðið/Þórður
Glaðar Emily með Lilju lögreglu-
konu í gær, alsælar þrátt fyrir regn.
Gærdagurinn var nokkuð erilsamur vegna vatns að
sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu en seint í
gærkvöldi hafði slökkviliðið alls farið í 11 útköll sem
tengja má við vatnselginn. Það tólfta kom þegar
Morgunblaðið var að ræða við vaktmann slökkviliðsins
en þá voru vandræði við Mávahlíð.
Á höfuðborgarsvæðinu er enn víða fljúgandi hálka
og hafa margir borgarbúar þurft að eiga við slæma
færð á bílastæðum og í smærri götum. Í kjölfar hlýind-
anna sem nú ganga yfir hafa snjór og ís víða hlánað og
valdið vandræðum. Veðurstofan og tryggingafélögin
báðu fólk að salta og brjóta ís við niðurföll svo vatnið
ætti greiða leið. „Það er það sem fólk er búið að vera að
gera og það er kannski þess vegna sem álagið er ekki
meira en ella,“ sagði vaktmaður hjá slökkviliðinu í gær.
benedikt@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Vatn veldur vandræðum
Salti dreift við niðurföll í miklu vatnsveðri í gær
„Það er ekkert nýtt að það sé gott
veður hérna. Það var mjög hvasst
og heitt, trúlega hefði ég getað far-
ið út á stuttermabolnum að gefa,“
segir Jón Ingólfsson, bóndi á
Skjaldþingsstöðum við Vopnafjörð,
en þar fór hitinn upp í 16 gráður í
gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Morgunblaðið greinir frá miklum
hita á Skjaldþingsstöðum í desem-
ber því 1995 birtist grein um 15
gráða hita sem mældist þar og
einnig árið 2002.
Veðurstofan spáir þokkalegu
áramótaveðri. Gera má ráð fyrir
sunnanátt með éljum á Suður- og
Vesturlandi og léttskýjuðu norð-
vestanlands á gamlárskvöld.
benedikt@mbl.is
Hefði getað gefið á
stuttermabolnum
Morgunblaðið/Kristinn
Kalt Hitinn mun verða í kringum
frostmark næstu sólarhringa.
Sigrún Magnús-
dóttir, þingflokks-
formaður Fram-
sóknarflokksins,
hefur boðað til
þingflokksfundar
klukkan 17.00 í
dag. „Ég boðaði
til fundarins að
beiðni Sigmundar
Davíðs Gunn-
laugssonar for-
sætisráðherra. Við ætlum að ræða
málin.“ Spurð hvort fundurinn teng-
ist hugsanlegri fjölgun ráðherra segir
Sigrún „að það verði að koma í ljós“.
Ef ráðherramál verða rædd á fund-
inum muni skýrast þar hvaða kandí-
dat forsætisráðherra hefur í huga.
„Ég veit ekki hvað forsætisráðherra
mun ræða um við okkur,“ sagði hún.
baldura@mbl.is
Framsókn
fundar í dag
Sigrún
Magnúsdóttir