Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
FISK Seafood stendur í stórræðum
um þessar mundir og nema fjárfest-
ingar fyrirtækisins á þessu og síð-
asta kvótaári um 2,2 milljörðum
króna. Afkastageta landvinnslu hef-
ur verið aukin og verið er að byggja
þurrkstöð á Sauðárkóki, breyta
frystitogaranum Málmey SK 1 í
ferskfisktogara þar sem fiskurinn
verður ofurkældur án þess að ís
komi þar nærri og síðast en ekki síst
er verið að smíða nýjan togara í
Tyrklandi.
Rekstrarár FISK Seafood miðast
við kvótaárið og segir Jón Eðvald
Friðriksson, framkvæmdastjóri, að
á síðasta ári hafi verið fjárfest fyrir
um 700 milljónir króna í landi og á
sjó. Á þessu kvótaári er síðan áætlað
að fjárfestingar nemi um 1.500 millj-
ónum. Í þeirri tölu er innborgun
vegna smíði nýs togara í Tyrklandi
upp á rúmlega 700 milljónir, eða sem
nemur um þriðjungi af kaupverði
skipsins. Skipið er væntanlegt til
landsins um miðjan október 2016.
Samofin verkefni
„Þessar fjárfestingar hanga í raun
allar saman,“ segir Jón Eðvald.
„Ákveðið var að auka vægi land-
vinnslunnar og frystitogarinn Örvar
var seldur til Rússlands. Í landi hef-
ur verið unnið að því að geta aukið
magnið sem fer í gegnum vinnsluna
bæði með nýjum tækjum og fleira
starfsfólki.“
Jón Eðvald segir að fyrirtækið
hafi unnið mest af léttsöltuðum flök-
um fyrir kaupendur á Spáni og hafi
það verið stærsti markaður fyrir af-
urðir landvinnslu FISK. Til þessa
hafi vinnslan verið tiltölulega ein-
föld, en horft hafi verið til þess að
með auknu magni í landi þyrfti fyrir-
tækið að fara inn á fleiri markaði
með breiðari vörulínu. Í ljós hafi
hins vegar komið að Spánarmark-
aður hafi verið tilbúinn að taka við
auknu magni og því hafi þróunin
orðið sú að unnið sé fyrir sömu
markaði og áður. Jafnframt hafi
Spánn aðeins tekið við sér síðustu
mánuði og verð hækkað.
Hluti af stefnubreytingu fyrirtæk-
isins var að byggja upp þurrkverk-
smiðju til að þurrka fisk í stað þess
að hengja upp hausa og hryggi í
hjöllum. Eitt af dótturfyrirtækjum
FISK er síðan þróunarfyrirtækið
Iceprotein þar sem eru í gangi rann-
sóknir og þróun til eflingar á há-
marksnýtingu hráefnis, m.a. með
aukinni verðmætasköpun úr hliðar-
hráefni.
Síðasta sumar voru gerðar til-
raunir hjá Iceprotein með ofurkæl-
ingu á fiski í samvinnu við Matís og
fleiri. Árangur þeirrar vinnu var
mjög lofandi og í kjölfarið var ákveð-
ið að semja við Skagann á Akranesi,
3X á Ísafirði og Frost um smíði á
búnaði til að kæla fiskinn á þennan
nýstárlega hátt, en aldrei áður mun
slíkur búnaður hafa verið settur upp
í togara.
Langaði að taka einhver
framfaraskref samhliða
„Tilraunirnar sem gerðar voru hjá
Iceprotein í sumar gengu mjög vel
og urðu til þess að við ákváðum að
stíga þetta skref og skrifuðum undir
samninga,“ segir Jón Eðvald. „Þetta
er allt samofið, áherslubreytingin að
auka landvinnsluna, smíði nýja
skipsins og breytingarnar á Málm-
ey. Það er langt síðan við höfum látið
smíða nýtt skip og okkur langaði
hreinlega til að taka einhver fram-
faraskref samhliða.
Fyrst þessar hugmyndir um ofur-
kælingu voru komnar svona langt
var ákveðið að slá til og reyna þessa
aðferð um borð í Málmeynni. Ef
þetta gengur allt upp þar fer þessi
búnaður einnig í nýja skipið þegar
þar að kemur.
Þegar við ákváðum að stíga þessi
skref héldum við líka að viðhorf til
sjávarútvegsins gagnvart skattlagn-
ingu og slíku væru að breytast. Að
menn skynjuðu að fyrirtækin þurfa
að hafa einhverja afkomu til að geta
fjárfest og tekið þátt í breytingum.
Þetta lagðist allt á eitt síðasta sumar
og menn fylltust bjartsýni, en það
hefur staðið á því að menn kláruðu
málin í samræmi við væntingar.“
Margir sérfræðingar
Stefnt er að því að breytingum á
Málmey ljúki upp úr miðjum janúar
og skipið haldi þá til veiða. Jón Eð-
vald segir að búast megi við að ein-
hvern tíma taki að ná tökum á nýjum
aðferðum við meðferð afla og kæl-
ingu um borð í skipinu og þar komi
margir sérfræðingar að málum.
„Þetta er mjög spennandi verk-
efni og verði árangurinn góður gæti
þessi tækni verið komin um borð í
flest stærri skipin hérlendis á næstu
árum. Ég held að það fylgist margir
í greininni með því hvernig til tekst,“
segir Jón Eðvald.
Víða fylgst með hvernig til tekst
FISK Seafood fjárfestir fyrir 2,2 milljarða á tveimur árum Aukin landvinnsla og nýtt skip í smíðum
Ofurkæling með nýrri tækni um borð í ferskfisktogaranum Málmey „Mjög spennandi verkefni “
Í heimahöfn Málmey SK 1 við bryggju á Sauðárkróki. Reiknað er með að skipið fari á veiðar upp úr miðjum janúar.
Öflugt fyrirtæki
» FISK Seafood gerir út Málm-
ey, sem er verið að breyta úr
frystiskipi í ferskfisktogara,
frystitogarann Arnar, ísfisktog-
arann Klakk og togbátana Far-
sæl og Hannes Andrésson.
» FISK er með landvinnslu á
Sauðárkróki og rækjuvinnslu í
Grundarfirði.
» FISK Seafood er í 100%
eigu Kaupfélags Skagfirðinga.
Samningur Ingólfur Árnason og
Jón Eðvald Friðriksson (t.h.), fram-
kvæmdastjórar Skagans og FISK,
handsala samning um búnaðinn.
Ljósmynd/Guðmundur Ólafur
Breyting Unnið er við uppsetningu búnaðar í Málmey á Akranesi og við
skipshlið er kælisnigill (Rotex), sem verður settur saman á millidekki.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014
Árin segja sitt1979-2014
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sýnum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.
)553 1620
Verið velkominn
Grásleppuveiðar við Ísland hafa nú verið vott-
aðar samkvæmt stöðlum MSC, sem byggðir eru
á viðmiðunarreglum FAO um sjálfbærar veið-
ar. Þetta kemur fram á heimasíðu Landssam-
bands smábátaeigenda. Þar segir að í lokaferli
umsóknarinnar hafi verið gefnir 15 dagar til að
gera efnislegar athugasemdir, en engar at-
hugasemdir hafi borist. Margra mánaða um-
sóknarferli sé þar með lokið og viðurkenning
fengin.
Í eldri frétt segir að MSC-merking ætti að
gefa Íslandi forskot í sölu hrogna, en Græn-
lendingar eigi töluvert í land með að ná vottun.
Bent er á að þegar vottunin sé komin í höfn
muni fátt geta réttlætt að grásleppa og grá-
sleppuhrogn héðan verði lengur á válista Al-
þjóðanáttúruverndarsjóðsins. Vera hennar þar
hafi gert vörunni erfitt fyrir í Svíþjóð og Þýskalandi, segir á heimasíðu
Landssambands smábátaeigenda.
Grásleppa frá Íslandi fær vottun
Vinnsla Unnið við grásleppu
hjá Sæfrosti í Búðardal.
STUTT
Auglýst hefur verið breyting á aðal-
skipulagi Stykkishólmsbæjar og tekur hún
til lóðarinnar Austurgötu 7. Byggingar
kaþólsku kirkjunnar eru á lóðinni og er nú
áformað að breyta gamla leikskólanum og
hluta systraheimilis í fræðslusetur með
gistiheimili og veitingaaðstöðu.
Fram kemur í greinargerð með tillögu
að breytingunni að byggingar Kaþólsku
kirkjunnar á lóðinni eru byggðar á árunum
1935-1976, en þá reistu Fransiskusystur
sér klaustur, prentsmiðju og kirkju á lóðinni. Þær byggðu síðar spítala og
leikskóla og ráku árum saman og settu mikinn svip á bæinn. Á síðustu árum
hefur starfsemi í byggingum kirkjunnar á lóðinni breyst. Til að koma á móts
við breytta starfsemi verður bílastæðum fjölgað á lóðinni.
Tillagan verður aðgengileg á vef og skrifstofu Stykkishólmsbæjar til 21.
janúar.
Hluta systraheimilis breytt í fræðslusetur
Stykkishólmur Fallegur bær.