Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 35
fjölskyldan til Akureyrar þar sem Björn vann sjálfstætt fram á mitt ár 2010. Þá var hann ráðinn bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og hefur fjöl- skyldan búið á Egilsstöðum frá því í ágúst það ár. Björn hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum öðrum en þeim er lúta að störfum hans og setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og stofnana. Hann var varaþingmaður NA-kjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá vori 2009 fram í ágúst 2010. „Á mínum yngri árum var knatt- spyrnan stunduð af miklum móð og tengdust sumarstörfin gjarnan því liði sem spilað var með hverju sinni. Áhugamálin hafa alltaf snúist um íþróttir og útivist en hafa þó í seinni tíð þróast meira yfir í skot- og stang- veiði þó að þetta tengist auðvitað heilmikið.“ Fjölskylda Eiginkona Björns er Sigrún Jóna Óskarsdóttir, f. 30.12. 1963, förð- unarfræðingur. Foreldrar hennar eru Óskar Ágúst Sigurðsson, f. 22.7. 1939, bólstrari, og Auður Sæmunds- dóttir, f. 7.10. 1939, fararstjóri. Dóttir Björns og Elínar D. Bald- vinsdóttur er Kristjana Rán Björns- dóttir, f. 13.4. 1981, starfsmaður Batik ehf., búsett í Reykjavík en sambýlismaður hennar er Tryggvi Jósteinsson. Stjúpdóttir Björns er Auður Lo- renzo, f. 13.7. 1985, spænskukennari við FB, búsett í Reykjavík en sam- býlismaður hennar er Hörður Már Henrýsson og sonur þeirra er Victor Már Harðarson, f. 2011. Börn Björn og fyrrverandi sam- býliskonu hans, Helgu S. Rolfs- dóttur, f. 12.1. 1958, félagsráðgjafa, eru Hrafnhildur Björnsdóttir, f. 24.11. 1986, háskólanemi í Reykjavík en sambýlismaður hennar er Hjört- ur Freyr Garðarsson, og Ingimar Rolf Björnsson, f. 14.10. 1989, há- skólanemi í Reykjavík, en sambýlis- kona hans er Una Elefsen. Börn Björns og Sigrúnar Jónu eru Bjarni Björnsson, f. 13.9. 1997, menntaskólanemi á Egilsstöðum, og Karen Ósk Björnsdóttir, f. 12.12. 2001, grunnskólanemi á Egils- stöðum. Systkini Björns eru Ingimar Ingi- marsson, f. 7.8 1952, fyrrverandi fréttamaður; Þorkell Ingimarsson, f. 5.11. 1953, kennari og fyrrverandi skólastjóri; Sigurgísli Ingimarsson, f. 10.6. 1956, tannlæknir, búsettur á Álftanesi; Hrafnhildur Ingimars- dóttir, f. 28.6. 1957, leikskólakennari í Mosfellsbæ. Foreldrar Björns: Ingimar Ingi- marsson, f. 24.8. 1929, d. 28.2. 2011, prestur og prófastur á Þórshöfn á Langanesi og í Vík, og Sigríður Kristjana Sigurgísladóttir, f. 6.6. 1929, d. 18.3. 1997, húsfreyja og sjúkraliði. Úr frændgarði Björns Ingimarssonar Kristín Kristjánsdóttir frá Arnartungu Baldvin Metúsalemsson b. í Fagranesi Árni S.P. Sigbjörnsson póstur á Felli í Vopnaf. Þórdís Benediktsdóttir húsfr. á Felli Björn Ingimarsson Ingimar Ingimarsson prófastur á Raufarhöfn Sigríður Sigurgísladóttir sjúkraliði Sigurgísli Jónsson skósm. og sjóm. í Rvík Oddný F. Árnadóttir húsfr. á Þórshöfn Ingimar Baldvinsson útgerðarm. á Þórshöfn Ingimar Ingimarsson fyrrv. fréttamaður RÚV Þorkell Ingimarsson kennari og fyrrv. skólastj. Hrafnhildur Ingimarsdóttir leikskólakennari Sigurgísli Ingimarsson tannlæknir Arnþrúður Ingimarsd. húsfr. á AkureyriArnar Jónss. leikari Helga Jónsd. leikkona Oddný Ingimarsd. kaupm. í Rvík Ingimar Jóhannss. skrifstofustj. Ingunn Stefánsd. húsfr. í S.-Árskógi Þorsteinn Gíslas. skáld og ritstj. Gylfi Þ. Gíslas. ráðherra Þorvaldur Gylfas. prófessor Vilmundur Gylfas. ráðherra Þorsteinn Gylfas. heimspekingur Björn Gíslason kaupmaður Gunnlaugur Scheving listmálari Hólmfríður Stefánsd. frá Snartarstöðum Jón Jónsson b. á Skaganesi í Mýrdal Sigríður Ófeigsdóttir húsfreyja á Skaganesi Eldeyjar-Hjalti Jón Þorkelsson oddv. í Arnartungu í Staðarsv. Arreboe Clausen bílstjóri Örn Clausen hrl. Jóhanna V. Arnard. leikkona Guðrún Þorkelsd. húsfr. Hólmfríður Jónsdóttir húsfr. í Rvík. Jón G. Sólnes alþm. Júlíus Sólnes verkfr. og fyrrv. alþm. Haukur Clausen tannlæknir Ragnheiður Clausen fyrrv. sjónvarpsþula Alfreð Clausen söngvari ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Kristinn Reyr fæddist í Grinda-vík fyrir hundrað árum. For-eldrar hans voru Pétur Jóns- son, sjómaður í Grindavík og Kefla- vík, og k.h., Ágústa Árnadóttir, húsfreyja og síðast saumakona í Reykjavík. Eignkona Kristins var Margrét Jústa Jónsdóttir, saumakona og hús- freyja, en þau skildu 1954. Börn þeirra eru Edda, fyrrv. leiðbeinandi á leikskóla, og Pétur forstjóri. Kristinn ólst upp í Grindavík og Keflavík fram yfir fermingu, lauk prófi frá VÍ 1935, stundaði versl- unarstörf í Reykjavík 1929-37 og í Keflavík 1940-42, stofnaði Bókabúð Keflavíkur 1942 og rak hana til 1965, stofnaði Keflavíkurútgáfuna 1962 og vann að ritstörfum frá 1965. Kristinn var formaður skóla- nefndar Keflavíkur og byggingar- nefndar barnaskólans, sat í stjórn Út- gerðarfélagsins Rastar, var forseti Rótarýklúbbs Keflavíkur, sat í stjórn Tónlistarfélags Keflavíkur, í stjórn Ungmennafélags Keflavíkur, Sósíal- istafélags Keflavíkur og Byggðasafns Keflavíkur, var formaður Félags ís- lenskra dægurlagahöfunda og stað- hverfingafélagsins, sat í stjórn Félags íslenskra bókaverslana, formaður Rithöfundafélags Íslands, sat í stjórn Rithöfundasambands Íslands, í stjórn Tónmenntasjóðs kirkjunnar og var formaður Rithöfundasjóðs Íslands. Kristinn hlaut viðurkenningu Rit- höfundasjóðs ríkisútvarpsins 1974 og frá Rithöfundasjóði Íslands 1976. Hann var heiðursfélagi Málfunda- félagsins Faxa og Rótarýklúbbs Keflavíkur. Ljóðabækur Kristins: Suður með sjó, 1942; Sólgull í skýjum, 1950; Turnar við torg, 1954; Teningum kastað, 1958; Minni og menn, 1961; Mislitar fanir, 1963; Hverfist æ hvað, 1971; Hjalað við strengi, 1974; Veg- ferð til vors, 1979; Vogsósa glettur, 1981, og Gneistað til grips, 1985. Rit- safn hans, Leikrit og ljóð, kom út 1969. Hann er höfundur níu leikrita, gaf út nótnahefti og diskinn Sautján ljóðalög, með eigin lögum, 1993. Hann var ritstjóri blaða og tímarita og hélt málverkasýningar. Kristinn lést 9.8. 1999. Merkir Íslendingar Kristinn Reyr 90 ára Anna Gísladóttir Dagmar Árnadóttir 85 ára Hjalti Kristjánsson Hörður Jóhannesson 80 ára Magnús Stefánsson Þorsteinn Marinósson 75 ára Kristján Ólafsson 70 ára Aðalsteinn Jakobsson Guðmundur A. Sæmundsson Jón Sigurður Rósinberg Pálmason Kristín H. Gunnarsdóttir Kristjana M. Jóhannesdóttir Lilja Markúsdóttir Lovísa Axelsdóttir Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir Steingrímur Jóhann Garðarsson Vésteinn Rúni Eiríksson 60 ára Ágústína Hansen Elísabet Magnúsdóttir Fang Lu Fríður Jónsdóttir Helgi Uwe Ellertsson Sigurbjörg Björnsdóttir Steinar Gíslason 50 ára Carla Magnússon de Jong Freyr Ásgeir Guðmundsson Guðbjörg Erlingsdóttir Helga Aðalgeirsdóttir Ingólfur Hákon Arnarson Ingvar Páll Jónsson Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir Kristín Þóra Benediktsdóttir Magnús Orri Grímsson María Sveinsdóttir Petras Valuzis Ragna Róbertsdóttir Ragnheiður Bóasdóttir Sigrún Jónsdóttir Stefán Hafþór Magnússon Víðir Gunnlaugsson 40 ára Aðalbjörg Guðnadóttir Eva Dögg Ingvadóttir Halldóra María Elíasdóttir Hanna Dóra Björnsdóttir Kjartan Þórðarson Pedro Miguel Teixeira D. Santos 30 ára Anna Wilicka Atli Þór Annelsson Davíð Örn Sveinbjörnsson Finnur Ólafsson Magda Stankiewicz Skafti Sveinsson Til hamingju með daginn 30 ára Þorvaldur ólst upp í Hróarstungu, býr á Sel- fossi, lauk stýrimanna- prófi og er yfirstýrimaður á m.a. Selfossi. Maki: Auróra Anna Ágústsdóttir, f. 1984, nemi. Börn: Stefán Dam, f. 2006, og Þóra Margrét, f. 2006 (stjúpdóttir). Foreldrar: Ásta Jóhanna Þorláksdóttir, f. 1964, og Þorvaldur Stefán Hans- son, f. 1957. Þorvaldur Hans Þorvaldsson 30 ára Guðný ólst upp í Kópavogi, býr þar, lauk prófum í prentsmíði og stundar nú nám í nútíma- fræði við HA. Maki: Brynjar Eiríksson, f. 1982, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði við HÍ. Börn: Þórdís Edda, f. 2009, og Baldur Hrafn, f. 2012. Foreldrar: Jón Grétar Sigurðsson, f. 1959, og Sveinbjörg Eggertsdóttir, f. 1960. Guðný Lára Jónsdóttir 30 ára Steinunn ólst upp í Reykjavík og í Eyvík í Grímsnesi, býr á Selfossi, lauk lögfræðiprófi frá HÍ og er lögmaður hjá Lög- mönnum Suðurlandi. Maki: Einar Þorgeirsson, f. 1982, húsasmiður og bakari. Dóttir: Brynja Dögg Ein- arsdóttir, f. 2012. Foreldrar: Guðrún Berg- mann Vilhjálmsdóttir, f. 1962, og Kolbeinn Reyn- isson, f. 1959. Steinunn Erla Kolbeinsdóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Ertu þreytt á að vera þreytt? Getur verið að þig vanti járn? Magnaðar járn- og bætiefnablöndur úr lífrænt ræktuðum jurtum Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.