Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 364. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. 21 milljarðs gjaldþrot hjá Jakobi
2. Skelfilegar lýsingar farþega
3. Fórnarlamb nauðgunar í felum
4. Vélin líklega sokkin
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hross í oss er að mati Kim Skotte,
kvikmyndagagnrýnanda hjá danska
dagblaðinu Politiken, ein af bestu er-
lendu kvikmyndum ársins. Skotte
hefur tekið saman fjóra lista sem
hver um sig inniheldur fimm myndir,
en listarnir eru yfir bestu dönsku
kvikmyndir ársins, bestu heimildar-
myndir ársins, bestu amerísku kvik-
myndir ársins og bestu kvikmyndir
ársins sem ekki koma úr smiðju
Bandaríkjamanna, en það er á þeim
lista sem Hross í oss ratar í fjórða
sætið. Í fyrsta til þriðja sæti eru
Force majeure í leikstjórn Ruben
Østlund, Ida í leikstjórn Pawel Pawli-
kowski og Heli í leikstjórn Amat
Escalante, en í fimmta sæti á lista
Skotte er Kis uykusu eða Vetrarsvefn
í leikstjórn Nuri Bilge Ceylan.
Hross í oss þykir með
bestu myndum ársins
Kvartett píanóleikarans Önnu Grétu
Sigurðardóttur leikur í kvöld á djass-
kvöldi Kex hostels og hefjast tónleik-
arnir kl. 20.30. Anna útskrifaðist frá
Tónlistarskóla FIH sl. vor og stundar
nú framhaldsnám við Konunglega
tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Með
henni í kvartettinum eru Andrés Þór
Gunnlaugsson á gítar,
Þorgrímur Jónsson
á kontrabassa og
Einar Scheving á
trommur. Kvart-
ettinn mun
flytja fjöl-
breytt úrval
djass-
stand-
arda.
Kvartett Önnu leikur
á Kex hosteli í kvöld
Á miðvikudag (gamlársdagur) Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda
eða rigning og hiti nálægt frostmarki. Él með kvöldinu.
Á fimmtudag (nýársdagur) Suðlæg, víða 5-10 m/s og él, en
norðaustan 8-13 úti við norðurströndina. Frost 0 til 10 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-10 og stöku skúrir eða él sunnan-
og vestantil, en annars bjartviðri. Hægt kólnandi og hiti 0 til 5 stig.
VEÐUR
Mikill framkvæmdahugur er
nú í mönnum innan Golf-
klúbbs Kópavogs og Garða-
bæjar. Þar hafa verið settar
fram hugmyndir um að
byggja upp glæsilega að-
stöðu fyrir félagsmenn, í
stað lítils golfskála sem fyr-
ir er á svæðinu, og verður
þar komið upp góðri að-
stöðu til æfinga innandyra
sem nýtast ætti börnum og
unglingum vel, sem og af-
reksstarfinu. »2-3
GKG hyggst reisa
íþróttamiðstöð
Óskar Bjarni Óskarsson verður aðal-
þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik
frá og með áramótum. Jón Kristjáns-
son, sem í gær var kosinn besti þjálf-
ari deildarinnar fyrir áramót, dregur
sig að mestu leyti í hlé. »1
Óskar Bjarni verður
aðalþjálfari Valsmanna
Elísabet Einarsdóttir varð 16 ára í
september og var að klára sína fyrstu
önn í menntaskóla. Þrátt fyrir ungan
aldur hefur hún þegar spilað sína
fyrstu A-landsleiki og leikið burðar-
hlutverk í bikarmeistaraliði HK. Hún
var svo valin blakkona ársins í fyrsta
sinn á dögunum. „Ég bjóst nú ekki al-
veg við þessu, en ég er mjög ánægð,“
segir Elísabet. »4
Busi í menntaskóla en
best á landinu í blaki
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þorsteinn Einarsson bifvélavirki og
synir hans tveir, Leifur og Helgi,
stofnuðu nýverið bílaverkstæðið Bíl-
tech og hófu starfsemi á Lynghálsi
10 í Reykjavík, en Þorsteinn hefur
sinnt bílaviðgerðum í bílskúrnum við
fjölskylduheimilið í Kópavogi undan-
farinn aldarfjórðung og starfað við
iðnina í um 51 ár.
„Ég ætlaði að hætta enda kominn
á eftirlaunaaldur en ákvað að taka
þátt í þessu með strákunum, þegar
þeir buðu mér forstjórastólinn,“ seg-
ir Þorsteinn. „Þá fylgdi ekki sögunni
að stóllinn væri fyrir sendilinn.“ „En
þú ert nú ræstitæknir líka, þannig að
þú gegnir tveimur mikilvægum hlut-
verkum,“ bætir Leifur við.
Það er létt yfir feðgunum og þeir
gantast hver við annan. Helgi mætti
fyrstur í gærmorgun og lét hina
heyra það. „Það þýðir ekkert að sofa
til klukkan átta,“ sagði hann í sím-
ann við karl föður sinn. „Það byrjar
ekkert hvort eð er fyrr en ég mæti,“
svaraði sá gamli að bragði.
Vatn á bensíntankinn
Leifur er sá eini þeirra sem er
með mikla bíladellu. „Ég byrjaði að
fikta í skúrnum hjá pabba þegar ég
var sex ára,“ rifjar hann upp. „Þá
var hann með gamla Bjöllu og ég var
stöðugt að reyna að starta henni en
hún fór aldrei í gang. Þá ákvað ég að
setja vatn á tankinn, því karlinn átti
aldrei bensín á brúsa, en það breytti
engu og ekkert gerðist enda enginn
geymir í bílnum. Um 20 árum seinna
ákvað karlinn að gera upp Bjölluna
og þá komst hann að því að það var
raki í tanknum.“ „Það hlaut að
vera,“ segir Þorsteinn og þeir hlæja
dátt að vitleysunni.
Það verður að segjast eins og er
að nýja húsnæðið er allt annað og
betra en gamli bílskúrinn. Á Lyng-
hálsi er vítt til veggja og hátt til
lofts, sprautuklefi og bílalyfta. „Nú
getur hann staðið við vinnuna í stað
þess að skríða undir bílunum,“ segir
Leifur en Þorsteinn segir of sterkt
til orða tekið. „Ég gat stundum setið
við vinnuna í bílskúrnum,“ áréttar
hann. Helgi bætir við að þeim hafi
ekki litist á blikuna þegar faðir
þeirra hafi verið að logsjóða undir
bílum og því lagt að honum að fá sér
betri aðstöðu.
Þorsteinn greindist með krabba-
mein fyrir um fjórum árum og í kjöl-
farið bjó hann sig undir að hætta að
vinna. Hann hefur verið virkur í
Kiwanishreyfingunni og er fyrrver-
andi forseti Eldeyjar í Kópavogi.
Sumarið 2012 kynntist hann golfinu
þegar hann tók þátt í ferð Kiwanis
þar sem slegin var golfkúla í nánd
við þjóðveg nr. 1 allan hringinn á 14
dögum. „Þetta var það fyrsta sem ég
gerði eftir veikindin en golfið verður
að víkja fyrir vinnunni um stund.“
Í bílaviðgerðum í hálfa öld
Ætlaði að hætta
en kominn í nýtt
og betra húsnæði
Morgunblaðið/RAX
Bíltech Þorsteinn Einarsson bifvélavirki og synirnir, Leifur til vinstri og Helgi til hægri, í rúmgóðu húsnæðinu.
Þorsteinn Einarsson er ættaður
úr Vestmannaeyjum en fæddist í
Skerjafirði. Hann hóf störf hjá
bílaumboðinu Heklu á Hverfis-
götu í Reykjavík 1963, þá 17 ára
gamall. Þaðan lá leiðin til bílaum-
boðsins Sveins Egilssonar. Síðan
staldraði hann aðeins við hjá
bílaleigu Flugleiða, en hefur verið
með eigin rekstur undanfarin 25
ár.
Leifur gerir ráð fyrir að ljúka
námi í bifvélavirkjun í vor, en
hann hefur unnið við fagið alla
tíð. „Ég er á lokasprettinum í
náminu,“ segir hann og bætir við
að það sé mikilvægt að fá rétt-
indin. „Ég byrjaði að skrúfa í
skúrnum og hef verið að síðan,
en námið hefur setið á hakanum.
Þegar ég átti að vera að læra
heima í grunnskólanum var ég
alltaf niðri í bílskúr að skrúfa.“
Helgi er bakari að mennt og
vann í Kökubankanum í sex ár.
Hann lærði jafnframt bókhald og
hefur unnið við það hjá bílaum-
boðinu B&L ehf., nú BL ehf.,
undanfarin 12 ár, en sér um bók-
haldið hjá Bíltech á kvöldin.
Strákur að skrúfa í skúrnum
SYNIRNIR Í FÓTSPOR ÞORSTEINS EINARSSONAR