Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 13
Lausn Tækið sjálft, Vefvarpið, er álíka einfalt í notkun og venjulegt út- varpstæki, þer er hægt að hlusta á fréttamiðla og bækur. BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Tímamót urðu á Íslandi fyrir 20 ár- um þegar kynntur var til sögunnar talgervill sem las upphátt texta af tölvuskjá. Var í kjölfarið hafin útgáfa á Morgunblaðinu fyrir sjónskerta. Ef fólk sér illa en getur samt lesið stórt og skýrt letur er hægt að fara inn á sérstaka útgáfu af vefmiðlinum mbl.is sem heitir mbl.is/mm/greini- legur/. En blindir þurfa sérstakan búnað, talgervil. Blindrafélagið – Samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, hafði á sín- um tíma frumkvæði að því að tryggja fólki með skerta sjón bættan aðgang að stafrænum miðlum. Í fyrstu voru raddirnar nokkuð vélrænar en hafa batnað. Þær hafa ávallt haft sín eigin nöfn, Snorri og síðan Ragga. Fyrir fjórum árum tóku svo Dóra og Karl við hlutverkinu. Blindrafélagið samdi árið 2010 við pólskt fyrirtæki, Ivona, sem sér um að uppfæra reglu- lega búnaðinn og þjónusta hann. „Það má í grófum dráttum skipta þessum notendum í þrjá hópa,“ segir Kristinn Halldór Einarsson, fram- kvæmdastjóri félagins. „Í fyrsta lagi erum við með einstaklinga sem eru með talgervilinn uppsettan á tölvun- um sínum. Þeir nota hann til þess að lesa texta á rafrænu formi. Þetta eru einstaklingar sem ekki geta lesið vegna blindu, sjónskerðingar eða lesblindu, síðasti hópurinn er lang- stærstur.“ Fengin er staðfesting frá Hljóðbókasafni Íslands um að við- komandi hafi þar verið samþykktur sem notandi og þá er tryggt að búið sé að greina hann faglega. Rafbækur og höfundarréttur Leyfið er gjaldfrítt. Notandinn fær aðgangslykil og hlekk til að hlaða niður á tölvuna sína og er þá kominn með talgervil sem getur lesið rafræna texta, hvort sem er á word- formi eða pdf. Einnig má nota bún- aðinn til að lesa heimasíður, tölvu- pósta og annað slíkt. „En það gengur varla að nota þetta á rafbækur, þá þarf að fá bæk- urnar á pfd-formi. Þar snýst þetta líka mikið um höfundarréttindamál og mikil flækjustig þar,“ segir Krist- inn. Hljóðbókasafnið sér um að lesa inn námsbækur, nemandinn getur þannig fengið þær sem hljóðbækur. Hann segir að vandi sjónskertra nemenda sé að oft fái þeir námsbæk- ur og önnur gögn of seint á formi sem hentar þeim, langt sé liðið á vet- urinn. En komi bókin strax á pdf- formi geta þeir búið til svonefnda hljóðskrá, hún getur verið kaflaskipt og hægt að setja hana inn á snjall- símann. Þá geta þeir byrjað strax að læra, hlustað jafnvel á bókina í rækt- inni, eins og Kristinn segir. „Þetta er alger bylting en hefur farið afar hljótt. En nú eru auk þess oft settir svokallaðir veflesarar á netsíður, þá er bara ýtt á hnappinn „hlusta“. Önnur bylting sem hefur enn minna verið sagt frá er Vefvarp- ið okkar. Það er sérstaklega hannað fyrir eldra fólk sem er blint eða sjón- skert og er ekki læst á tölvur. Við er- um búin að semja við Morgunblaðið um að við fáum aðgang að textaskrá blaðsins á hverjum degi um leið og það er tilbúið til prentunar, fáum hana á pdf-formi. Við tökum skrána, lesum hana inn og búum til hljóð- skrár af öllu efni blaðsins. Það er þá aðgengilegt öllu eldra fólki sem á vefvarpstæki heima hjá sér, fólki sem aldrei hefur unnið á tölvu. Það er nógu erfitt að vera að missa sjón- ina á gamals aldri, hvað það að þurfa líka að læra á tölvu. En sá sem á slíkt tæki getur farið inn á Morgunblaðið áður en það er komið í póstkassann hans og hlustað á allt efni blaðsins þann daginn. Þetta er kaflaskipt hjá okkur. Not- andinn stillir takkana á tækinu, sem er ekki ósvipað venjulegu útvarps- tæki, til að velja hvort hann vil heyra innlendar fréttir, íþróttafréttir, minningargreinar eða eitthvað ann- að. Eldra fólk þarf því ekki lengur að láta lesa upphátt fyrir sig úr blaðinu og þarf ekki að láta velja fyrir sig. Það velur sjálft.“ Vefvarpið umbyltir lífi margra  Aldraðir með skerta sjón geta nú hlustað á allt Morgunblaðið áður en það dettur í póstkassann  Talgervillinn stórbætir einnig lífið fyrir sjónskerta nemendur sem geta hlustað á námsbækurnar FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 TOLLSTJÓRI, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, sími: 560 0300, vefur: www.tollur.is BREYTING Á FYRIRKOMULAGI VIÐ INNHEIMTU OPINBERRA GJALDA Við verndum samfélagið og tryggjum ríkinu tekjur Traust - Samvinna - Framsækni Orðsending til íbúameð lögheimili í Kópavogi, GarðabæogHafnarfirði vegnabreytingaá fyrirkomulagi við innheimtu skatta oggjalda til ríkisins Vakin er athygli á að frá og með 1. janúar 2015 mun Tollstjóri annast innheimtu skatta og gjalda á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt reglugerð nr. 1060/2014, um innheimtumenn ríkissjóðs. Frá og með þeim degi geta þeir sem eiga lögheimili í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði ekki lengur greitt skatta og gjöld hjá sýslumönnum í Kópavogi og Hafnarfirði heldur flyst öll afgreiðsla og þjónusta vegna innheimtunnar til Tollstjóra að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík. Fyrrgreint á einnig við um innheimtu álagninga fyrri ára. Opnunartími hjá Tollstjóra frá og með áramótum verður alla virka daga frá kl. 8:00 – 15:30 nema fimmtudaga frá kl. 8:00 – 18:00. Lengri opnunartími á fimmtudögum er til reynslu í janúar og febrúar. Í samræmi við stefnu Tollstjóra mun embættið leitast við að veita íbúum á höfuðborgarsvæðinu faglega og góða þjónustu. Bent er á að allar nánari upplýsingar, m.a. um bankareikninga, má finna á vef Tollstjóra tollur.is og í síma 560-0300. tollur.is Sé um texta á íslensku að ræða er notast við raddirnar Dóru og Karl í nýja talgervlin- um frá Blindra- félaginu sem var tekinn í notkun hér 2012. Lesarinn er endurgjaldslaus fyrir notendur sem kljást við lesblindu, skerta sjón eða blindu og félagið veitir aðstoð við að setja talgervilinn upp, hvort sem er í PC- eða Apple-tölvu. Aðrir þurfa hins vegar að borga fyrir leyfið til að nota búnaðinn, verðskrá má sjá á heimasíðu félagsins. Hægt er að kaupa hjá Ivona aðrar raddir, t.d. ensku, spænsku eða þýsku. Því er hægt að vera með margar raddir í talgervlin- um, einnig er hægt að fá síma- rödd fyrir android. Meðal ráð- gjafa Blindrafélagsins við kaupin á nýja talgervlinum eru Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í ís- lensku við HÍ, og Jón Guðnason, doktor í rafmagnsverkfræði. Dóra og Karl eru þolinmóð JAFNT PC SEM APPLE Kristinn Halldór Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.