Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 ✝ Sigmundur ÓliReykjalín Magnússon, vél- fræðingur og fyrrv. umdæmisstjóri hjá Vinnueftirliti ríkis- ins á Norðurlandi eystra, Mýrarvegi 115, Akureyri, fæddist í Syðri- Grenivík í Grímsey 4. desember 1923. Hann lést á öldr- unarheimilinu Hlíð 17. desem- ber 2014. Foreldrar hans voru Siggerð- ur Bjarnadóttir, f. á Hóli í Þor- geirsfirði 1.9. 1900, d. 26.10. 1993, og Magnús Stefán Sím- onarson, f. í Sauðakoti á Upsa- strönd í Eyjafirði 8.10. 1899, d. 1.6. 1969. Systkini Sigmundar eru: 1) Ingibjörg Hulda, f. 15.9. 1922, d. 8.8. 1937, 2) Jóhannes Höskuldur Reykjalín, f. 20.5. 1925, d. 27.8. 2007, 3) Jón Stefán Reykjalín, f. 6.10. 1926, d. 18.11. 2012, 4) Bjarni Reykjalín, f. 5.12. 1928, d. 17.12. 1928, 5) Bjarni Reykjalín, f. 30.6. 1930, og 6) Jórunn Þóra, f. 21.6. 1932. Sig- mundur kvæntist 2.9. 1950 Guð- rúnu Önnu Kristjánsdóttur, f. 2.9. 1931, d. 12.10. 2007. For- eldrar hennar voru Guðrún Finnbogi Rútur Jóhannesson, börn Einar Jóhannes, f. 3.9. 1983, og á hann eina dóttur, Þórir Freyr, f. 6.2. 1992 og Finn- bogi Rútur, f. 13.4. 1994. Sigmundur og Guðrún hófu búskap á Hjalteyri 1950 þar sem Sigmundur var vélstjóri við Síldarverksmiðjuna um tuttugu ára skeið. Árið 1967 fluttu þau til Akureyrar og bjuggu lengst af í Kotárgerði 14. Heimili þeirra var á stundum einskonar áningarstaður fyrir vini og vandamenn sem áttu leið um Akureyri og voru Grímseyingar þar tíðir gestir. Þá bjuggu þau um 15 ára skeið í Furulundi og síðast í Mýrarvegi. Sigmundur útskrifaðist úr vélskólanum 1953 og tók sveinspróf 1964. Hann var vélstjóri við síldar- verksmiðjuna á Hjalteyri frá 1948 til 1967, umboðsmaður Skeljungs á Norðurlandi og frá 1972 umdæmisstjóri hjá Vinnu- eftirliti ríkisins á Norðurlandi eystra þar til hann lét af störf- um 1993. Hann var einnig stundakennari við Iðnskólann á Akureyri. Sigmundur var virk- ur í félagsstarfi Sjálfstæðis- félagsins á Akureyri um langt skeið og gegndi þar fjölda trún- aðarstarfa. Þá var hann félagi í Oddfellowreglunni á Akureyri, stúku nr. 2 – Sjöfn frá árinu 1968. Útför Sigmundar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 30. des- ember 2014, og hefst athöfnin klukkan 13:30. Þórný Jóhannes- dóttir, f. 20.8. 1896, d. 15.2. 1935, og Kristján Guð- mundur Eggerts- son, f. 1.2. 1893, d. 8.6. 1963. Börn Sig- mundar og Guð- rúnar eru: a) Þórir Ottó, f. 12.12. 1950, d. 3.2. 1973, unn- usta Svanhildur Björg Jónasdóttir, sem lést 1993, sonur þeirra er Þórir Sigmundur, f. 8.10. 1973 og á hann þrjú börn. b) Þórný Kristín, f. 11.5. 1954, giftist Guð- mundi Sigurbjörnssyni, þau skildu, börn: Björn Þór, f. 12.9. 1974, hann á tvö börn, og Arna Rún, f. 1.8. 1978, hún á fimm börn. c) Stefanía Gerður, f. 9.6. 1958, maki Helgi Jóhannesson, börn Anna Kristín, f. 5.11. 1977, maki Smári Sigurbjörnsson og eiga þau þrjú börn, Magnús Gunnar, f. 14.11. 1980, maki Sig- rún Lóa Svansdóttir og eiga þau þrjá syni, Jónína Björg, f. 14.8. 1989, sambýlismaður Magnús Jón Magnússon og á hann tvo syni, og Helga Þóra, f. 18.11. 1991, sambýlismaður Hall- grímur Kristján Gíslason. d) Sigrún Hulda, f. 4.3. 1963, maki Nú kallið er komið og hinsta kveðjustund runnin upp. Öllum kvölum þínum og erfiðri þraut- argöngu er nú lokið. Það er sárara en orð fá lýst að þurfa að horfa á eftir báðum foreldr- um sínum deyja úr þessum ill- víga sjúkdómi, krabbameini. Móðir okkar, Guðrún Anna, yf- irgaf jarðvist okkar 12. október 2007. Pabbi var hvorki heill né hálfur maður eftir fráfall henn- ar enda voru þau afar sam- rýmd, enda voru þessar elskur gift í 57 ár. Mikið tómarúm var í lífi hans eftir fráfall hennar. Pabbi kom okkur öllum veru- lega á óvart og var hreint ótrú- legur hvað hann var duglegur og spjaraði sig vel. Stórt skarð var höggvið í fjölskyldu okkar 3. febrúar 1973 þegar Þórir bróðir okkar lést á heimili okk- ar. Unnusta hans var Svanhild- ur Björk og er hún látin. Eft- irlifandi sonur þeirra er Þórir Sigmundur, fæddur 8. október 1973. Við systkinin trítluðum æskusporin okkar á Hjalteyri þar sem pabbi var verkstjóri í Síldarverksmiðjunni. Árið 1967 fluttum við frá Hjalteyri til Ak- ureyrar í höllina okkar í Kot- árgerði 14. Þar var ávallt líf og fjör. Á heimilum okkar ríkti ætíð mikil ást, kærleikur og samstaða. Foreldrar okkar voru gjarnan kölluð Simbi og Dúna og voru þau vel metin og mikil heiðurshjón. Það var mik- ill gæfu- og hamingjubrunnur að alast upp hjá þeim og okkur systrum gott veganesti út í líf- ið. Það var bæði mikil og stór gjöf sem pabbi gaf okkur systr- um og fjölskyldum okkar í veik- indum sínum, en hann veitti okkur mikla ást, hlýju, vænt- umþykju og endalaus faðmlög, oft af veikum mætti. Dýrmæt minning sem mun lifa sem ljós í hjörtum okkar. Pabbi tók veik- indum sínum af mikilli herra- mennsku og æðruleysi, enda dugnaðarforkur. Hann var ekki vanur að gera mikið úr hlut- unum eða kvarta, þannig var hans persóna. Pabbi var með sanni höfðinginn okkar allra og við systurnar drottingarnar hans. Mamma og Þórir munu nú taka á móti pabba og breiða á móti honum faðm sinn og varðveita hann. Með sárum söknuði, hinstu kveðjuorð til þín, elsku besti pabbi minn. Ég þakka þér af einlægni fyrir allt. Hvíl þú í friði, guð gefi þér góða og far- sæla ferð til morgunlandsins. Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar, þegar ég á aðeins þig, einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum.) Þín elskandi stóra stelpa, Þórný Kristín. Hjartans pabbi minn. Þess- ari stund hef ég kviðið í 7 ár. Alveg frá því mamma fór snöggt frá okkur árið 2007. Þá misstum við öll mikið, en mest þú, pabbi minn. Lífsförunaut- urinn og þinn besti vinur hvarf og með henni fór hluti af þér. Þannig líður mér einmitt núna. Með þér fer hluti af mínu hjarta. Þú varst mér og mínum miklu meira en pabbi og afi. Þú varst fyrirmyndin, traust okkar og klettur, úrlausnabesti við- gerðarmaður sem ég hef hitt, sá sem maður gat alltaf leitað til og stólað á hvar og hvenær sem er. Þú varst heiðarlegri og traustari en nokkur sem ég þekki, lítillátur, hógvær, heil- steyptur, nægjusamur og um- fram allt duglegur. Þið mamma voruð góð- mennskan uppmáluð, alltaf var stokkið til ef einhver þurfti að- stoð. Eins og Þórir frændi orð- aði þetta svo vel í skrifum sín- um við andlát mömmu, alltaf mætti hún ef einhver var á tímamótum eða mannfagnaður var í fjölskyldunni og skipti þá engu hvort við bjuggum hér- lendis eða erlendis. Við vorum svo heppinn að þú komst oft og heimsóttir okkur í Mosó. Hér leið þér vel. Stutt var í sun- daugina, stutt niður að sjónum þar sem við fórum oft í göngu- túra og horfðum út á sjóinn. Ég hef leitast við að viðhafa og halda á lofti þeim grunn- gildum sem þú hafðir að leið- arljósi við mitt uppeldi. Það er að kenna sonum mínum það að vera heiðarlegir, samviskusam- ir, metnaðarfullir og duglegir, þá séu þeim allir vegir færir. Ég mun reyna að vera þeim það sem þú varst mér, þá efast ég ekki um vegferð þeirra inn í lífið verði farsæl. Ég var þeirrar gæfu aðnjót- andi að vera dóttir þín, og mun nú reyna að ylja mér við að þú kvaddir þennan heim saddur og sáttur við allt og alla. Minn- ingar um mikinn mann, smá- vaxinn með stórt hjarta og stóra sál, munu ylja um ókomna tíð. Þín elskandi dóttir, Sigrún. Hann Sigmundur tengda- pabbi minn er látinn 91 árs að aldri. Sigmundur var hægur, yfirvegaður og nákvæmur en umfram allt var hann traustur maður í gegn. Ég get sagt með vissu að aldrei bar skugga á okkar samskipti síðan ég kom inn í fjölskylduna fyrir 40 ár- um. Það hefðu þó verið nægar ástæður til, sérstaklega þegar baldinn og kraftmikill ungur maður fór að bera víurnar í eina heimasætuna á bænum. Hann tók mér vel og ég bar óttablandna virðingu fyrir hon- um enda var hann á þeim tíma einnig prófdómari í Vélskólan- um þar sem ég var við nám. Stráklingurinn var smeykur um að prófdómarinn myndi nú láta strákinn kenna á því að vera dandalast með ungri heimasæt- unni. En þar þekkti ég hann ekki rétt, nei fagmennskan, traustið og virðing fyrir öðrum var miklu sterkari en strákling- urinn áttaði sig á, hann fékk réttlátan dóm eins og aðrir. Sigmundur undi sér vel innan um tæki og tól, hann í sínum ljósbláa slopp, allt var í reglu, umbúið, merkt og með teygju utanum. Mikið göntuðumst við yngra fólkið yfir „teygjudeild- inni“ eins og við kölluðum að- ferðafræðina. Grímsey, náttúr- an þar og aflabrögð heimamanna kölluðu ætíð sterkt á tengdapabba, hann fylgdist vel með. Á hverju vori fór hann í egg og síðsumars á lundaveiðar. Við Stefanía nut- um þeirrar gæfu að fara með tengdapabba í egg og vorum þá þrjú við bjargsig, eitt vorið m.a. í norðanbarningi. Í Gríms- ey var Sigmundur sannarlega á heimavelli, ekki síst var lær- dómsríkt og gaman að sjá hann, Bjarna og Jóhannes bróður þeirra, meðan hans naut við, vinna saman og skipta fengnum eftir gömlum reglum, allt varð að vera samkvæmt hefð. Iðjusemi var tengdapabba í blóð borin, ég man varla eftir því að hann sæti nema þá bara yfir fréttum og veðri, alltaf var hann við iðju í einhverju formi. Á eldri árum var Sigmundur frumkvöðull að því að „bjarga“ gömlum vélbúnaði úr gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri og gera upp fyrir Verkmennta- skólann. Þar naut hann sín vel, launin voru kaffi á kennarastof- unni. Gamla gufuvélin stendur nú sem ný í anddyri skólans og ber vinnubrögðum tengda- pabba gott vitni. Aldrei man ég eftir að tengdapabbi minn hækkaði róminn, þyrfti að trana sér fram eða talaði óvirðulega um nokkurn mann, allt var sömu rósemi gætt. Sjaldan bað hann annan um greiða, allt reyndi hann að leysa sjálfur á sinn hátt. Bæði hann um greiða var hann inni- lega þakklátur fyrir hjálpina. Síðustu árin eftir að tengda- pabbi varð einn var hann heimagangur hjá okkur Stef- aníu, en oft þurfti að ýta á hann að koma í mat, ekki vildi hann láta hafa fyrir sér. Að þekkja og kynnast slíkum manni eru forréttindi og gerir hvern mann betri. Takk, kæri tengdapabbi fyrir viðkynninguna, heimasætuna og samveruna öll árin. Helgi Jóhannesson. Elsku afi, nú ertu farinn á vit nýrra ævintýra og kominn til ömmu. Það er svo margt sem ég á þér og ykkur að þakka og margar stórkostlegar minningar um ykkur sem munu alltaf verða mér ofarlega í hjarta. Mín fyrsta minning með okk- ur sem kemur upp í huga minn er þegar við vorum að brasa í brekkunni bak við hús í Kot- árgerðinu í Willysnum. Mér fannst þú vera eitthvað glanna- legur og bíllinn farinn að halla fullmikið þannig að þú hleyptir mér út og ég horfði frekar á en auðvitað varstu ekki glanna- legur, þú hafðir fullkomna stjórn á aðstæðum eins og allt- af. Alltaf allt pottþétt. Þau voru ófá ferðalögin með ykkur ömmu, bæði innanlands og erlendis og mér er minn- isstætt í „heimsreisunni“ okkar þegar við vorum að baða okkur á Ítalíu þegar við þurftum að skola af okkur sápuna með ís- köldu vatni því þú varst ekki með nógu mikið klink, það var hressandi, afi minn. þú varst svo duglegur að brasa með mér og gerðir allt fyrir mig og meira til. Þið tókuð við mér þegar ég þurfti mest á því að halda og veittuð mér ást og umhyggju, þið voruð klettarnir mínir frá því ég var með bleyju. Þú fórst með mér út í Krossanes og ætlaðir að kaupa handa mér skellinöðru en ég var ekki að leita mér að vespu sem var hjóluð í gang á þeim tíma þótt ég væri meira en til í að eiga hana í dag. Þetta varð að vera Honda MT og þú redd- aðir því, byrjuðum á einni en svo komstu með aðra í plast- kössum frá Grímsey og hana gerðum við upp saman sem veitti mér ómælda ánægju, hún var líka miklu kraftmeiri en sú fyrri. Þú lést ekki staðar numið þar því ekki leið á löngu þar til þú mættir með VW bjöllu heim í Kotárgerðið og þegar ég spurði þig fyrir hvern þetta væri þá sagðirðu alltaf að hún væri fyrir ömmu en ég vissi innst inni að þetta væri ekki fyrir ömmu, hvað ætti hún að vilja eða hafa not fyrir gamla bjöllu. Í þessu brasaðir þú í næstum tvö ár og það fyrir mig! Þú gerðir allt fyrir fólkið þitt, bæði þú og amma. Allar mínar æskuminningar með ykkur eru svo stórar og mér svo mikilvægar. Ég er svo ánægður að þú náðir að vera með mér í sumar á brúðkaupsdegi okkar og virkilega stoltur að hafa haft þig mér við hlið í kirkjunni, það var mér ótrúlega mikilvægt. Þið voruð mér alveg stór- kostleg og takk fyrir allt, afi minn. Þú varst hraustur, þjáning alla þoldir þú og barst þig vel, vildir aldrei, aldrei falla: Uppréttan þig nísti hel. Þú varst sterkur, hreinn í hjarta, hirtir ei um skrum og prjál; aldrei náði illskan svarta ata þína sterku sál. (Matthías Jochumsson) Y.N.W.A. Þinn, Björn þór. Elsku afi minn, um þig gæti ég skrifað heila bók. Afi minn ljónshjarta. Afi var yndislegur maður, hjartahlýr, klár, hreinskilinn, hógvær, algjör prinsipps-maður og góðmennskan uppmáluð. Það var oft gaman að gamla manninum, hann vildi hafa hlutina á hreinu og ekkert mátti bregða út af vananum. Þó að verkið væri ekki stærra en að negla einn nagla niðri í bíl- skúr þurfti samt að fara í sér- stakan vinnuslopp. Við afi áttum gott og traust vinasamband og gátum talað um allt milli himins og jarðar. Það voru forréttindi að eiga afa að og fá að eyða miklum tíma með honum. Í dag kveð ég ekki bara afa, heldur líka góðan vin. Minningarnar sem rifjast upp eru margar en nokkrar eru mér þó ofarlega. Þegar litla gikknum leist ekkert á sunnu- dagssteikina hjá ömmu sinni lumaði afi yfirleitt á pizzu og ís í frystinum inni í bílskúr, úti- legurnar í Vaglaskógi, sólar- stundir á pallinum í Furulundi og að skokka út í búð að kaupa ástarpunga og ávaxtagraut. Já, það á svo sannarlega við núna að þegar upp er staðið eru það litlu hlutirnir sem að skipta mestu máli. Á föstudagskvöldi í septem- bermánuði sátum við afi við eldhúsborðið í Mýrarveginum og borðuðum kvöldmat saman. Ég fann það fljótt að við sátum ekki tvö við eldhúsborðið held- ur þrjú. Á móti mér sat fal- legur engill sem fylgdist bros- andi með. Eins og hún sagði alltaf sjálf koma verndararnir til okkar í góðu og það gerir hún svo sannarlega líka. Við Jónína systir brölluðum heilmargt með afa og ömmu þegar við vorum litlar og ég minnti afa reglulega á það þeg- ar ég hjálpaði honum í seinni tíð. Þakklætistár streymdu nið- ur vanga gamla mannsins. Í dag streyma þau niður mína vanga, elsku afi minn. Þakklæti mun ávallt vera mér efst í huga, þakklæti fyrir skilyrðis- lausa ást og umhyggju frá ykk- ur, afi minn og amma. Með bros svo breitt að augun lok- uðust. Faðmlögin fleiri en stjörnur á himni. Hlátur svo einlægur að allir hlógu með. Handaband sem ég held í að eilífu. Takk fyrir árin öll, elsku afi minn. Orð fá því ekki lýst hvað ég mun sakna þín mikið. Þín, Helga Þóra. Elskulegur afi minn er far- inn frá okkur. Afi Simbi var einstök manneskja; rólegur, jarðbundinn, hógvær, lítillátur og alltaf brosandi. Bros hans geislaði af hlýleika, þakklæti og væntumþykju og þannig var hann einmitt. Ótal minningar skjóta upp kollinum þegar litið er til baka og alltaf er afi eins, tilbúinn að hjálpa og hlusta og gengur í verkin. Afi var virki- lega útsjónarsamur og verklag- inn og nýtti það sem til féll. Yf- irleitt var hann úti í skúr eða á bakvið hús að dytta að ein- hverju eins og hann sagði og var ekkert að gera mikið úr verkunum þó þau væru langt í frá smá. Allt frá garðsláttuvél- um upp í risavaxnar vélar. Það er margt að þakka og ég er svo sannarlega þakklát afa mínum fyrir þær stundir sem við átt- um saman, þó þær hafi ekki verið margar hin síðari ár. Takk fyrir allt, elsku afi. Þín, Anna Kristín. Það er erfitt að lýsa því hversu lánsöm við sem þekkj- um ekkert annað en að eiga afa Simba að höfum verið. Hann var og verður alltaf fyrirmynd þeirra sem voru svo lánsöm að leita til hans, svo hlaðinn af góðum gildum og mannkostum að full upptalning væri ómögu- leg. Afi þekkti bara eina aðferð til að leysa verkefni, hún var 100%. Ekkert slump, fljótfærni eða hálfkák. Ef þú hefur hlut nálægt þér sem hann kom ein- hvern tíma nálægt eru allar lík- ur á því að hann gangi enn og muni geri það í þónokkurn tíma enn. Afi gekk sjálfur í takt við það, eins og gott svissneskt úr. Traustur, hógvær og yfirveg- aður en alltaf til staðar, alltaf á sínum stað og alltaf á réttum stað. Sund á hverjum einasta morgni á sama tíma, ekkert kaffi eftir klukkan 6 og svo mætti lengi telja. Stöðugur eins og klettur í lífi sem okkur sum- um virðist ekki alltaf svo ein- falt. Að vera í liðinu hans var því afar gott. Þar fengu allir stuðn- ing og mikið þurfti að ganga á til þess að breytingar yrðu á liðsskipan, í hvora áttina sem var. Elsku afi. Minningarnar um þig eru svo ótalmargar og hver einasta ein er góð. Frá fyrstu stund á ferð í hjólhýsinu, þegar þið amma keyptuð nýtt sjón- varp til að strákurinn gæti séð HM 95 almennilega og alveg til kveðjustundarinnar á hjúkrun- arheimilinu þar sem þú tókst svo blíðlega utanum mig. Það er enginn maður sem ég lít jafn mikið upp til og þín, það mun ég alltaf gera. Þú varst ekki bara góður maður, þú varst sá besti. Þinn, Einar Jóhannes. Einn af öðrum falla þeir frá, mínir gömlu vinir. Nú síðast Sigmundur Magnússon, nýorð- inn 91 árs. Það er hár aldur. Og auðvitað hrekkur maður við þegar maður áttar sig á því, hversu hratt tíminn líður, þeg- ar horft er til baka. Það er meira en hálf öld síð- an við sáumst fyrst, vafalaust á Hjalteyri. Við höfðum sömu lífsskoðun og vorum tilbúnir til að leggja töluvert á okkur til að vinna henni brautargengi. Eftir því sem árin liðu og áratugirnir urðum við vinir. Það kom m.a. fram í því, að þau Guðrún sendu mér Grímseyjaregg á vorin. Það var rausnarlegt, – það er vináttubragð af þessu tagi sem maður gleymir ekki. Sigmundur var drengskapar- maður. Ég sé hann fyrir mér léttan í skapi og umtalsfróman. Hann var félagslyndur og á hann hlóðust trúnaðarstörf, þar sem hann beitti sér. Hann var mikill Oddfellowi og átti traust bræðra. Ég á Sigmundi mikið að þakka fyrir vináttu og stuðning í áratugi. Það voru menn eins og hann sem léttu mér róð- urinn, þegar á móti blés í póli- tíkinni. Það er vafalaust sú hlið á stjórnmálabaráttunni sem er í senn ánægjulegust og mest krefjandi, – óeigingjarn per- sónulegur stuðningur sem lítið lætur yfir sér en ætlast til að maður standi sig. Halldór Blöndal. Sigmundur Óli Reykjalín Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.