Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014
✝ Guðlaug Magn-úsdóttir var
fædd í Vík í Mýr-
dal 29. janúar
1948. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 18. des-
ember 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Valgerður
Guðlaugsdóttir, f.
7.10. 1918, d. 6.6.
2002, og Magnús
Þórðarson, f. 16.7. 1917, d.
2.12. 2003. Systkini Guðlaugar
eru 1) Solveig María, f. 26.1.
1949, maki Kristján Guðmunds-
son, 2) Þórður sérkennari, f.
24.4. 1950, maki Steinlaug Sig-
ríður Bjarnadóttir. 3) Unnur
hjúkrunarfræðingur, f. 28.6.
1951, maki Valgeir Kristinsson,
4) Guðlaugur Pálmi, f. 24.2.
1957, maki Þorgerður Einars-
dóttir og 6) Gerður, f. 21.7.
1959. Systkini Þorsteins eru
Þorkell, Þorlákur Helgi, Þor-
valdur Karl, Þorgeir Sigur-
björn og Þóra Elín. 14. sept-
ember 1968 giftist Guðlaug
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Þorsteini Helgasyni, f. 16.4.
1946. Börn þeirra eru 1) Magn-
ús, f. 10.12. 1968, maki Jóna
Ann Pétursdóttir, f. 20.9. 1971,
með ritgerðinni „Skilnaðir og
fjölskyldubreytingar frá sjón-
arhóli barna“ frá Háskóla Ís-
lands árið 2008. Guðlaug starf-
aði á mörgum sviðum félags-
ráðgjafar á ferli sínum, fyrst á
Sálfræðideild skóla í Breiðholti
1978-81, síðan á Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar
næsta áratuginn. Árin 1990-
1992 og 1994-95 vann hún á
dagdeild geðdeildar Borgar-
spítala, einkum við hópmeð-
ferð. 1992-1994 sneri hún aftur
til Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar og var þar
forstöðumaður vistheimilasviðs.
Hún lagði einnig lið við kennslu
og starfsþjálfun í félagsráðgjöf
við Háskóla Íslands. Í nokkur
ár starfaði hún sjálfstætt við
hjóna- og fjölskylduvinnu, oft-
ast meðfram föstu starfi. 1997-
2001 var hún forstöðufélags-
ráðgjafi á geðdeild Landspítal-
ans. Allt síðan 2001 vann hún á
Fjölskylduþjónustu kirkjunnar
við hjóna- og fjölskyldumeðferð
og handleiðslu starfsstétta,
einkum presta. Guðlaug var
virk í Kvennaframboðinu í
Reykjavík og var fulltrúi þess í
stjórn Verkamannabústaða á
níunda áratugnum. Hún beitti
sér í pólitísku starfi innan Sam-
fylkingarinnar og var m.a.
fulltrúi hennar í barnaverndar-
nefnd Reykjavíkur frá 2010 til
dauðadags.
Útför Guðlaugar fer fram
frá Hallgrímskirkju í dag, 30.
desember 2014, kl. 11.
börn þeirra eru
Þorsteinn Gauti, f.
16.10. 2005, og
Nanna Helga, f.
1.9. 2009, með
Auðuni Má Guð-
mundssyni á Jóna
börnin Pétur, f.
1.12. 1997, og Öldu
Lín, f. 25.12. 1999,
2) Helgi, f. 15.10.
1970, maki Pernille
Folkmann, f. 15.3.
1973, börn þeirra eru Guðlaug
Fríða, f. 21.5. 2001 og Agnes
Matthildur, f. 7.12. 2007, c) Sig-
rún, f. 2.2. 1986, maki Þorkell
Guðjónsson, f. 23.3. 1983, börn
þeirra eru tvíburarnir Guðjón
Pétur og Helga Matthildur, f.
29.12. 2012.
Guðlaug lauk kennaraprófi
frá Kennaraskóla Íslands 1968
og kenndi, ásamt manni sínum,
við grunnskólann á Kirkju-
bæjarklaustri 1969-71. Þá flutti
fjölskyldan til Svíþjóðar og
lauk Guðlaug félagsráðgjafa-
prófi frá Háskólanum í Gauta-
borg 1978. Meðfram starfi á Ís-
landi lauk Guðlaug framhalds-
námi í fjölskyldumeðferð og
handleiðslu. Meistaranám
stundaði Guðlaug við Háskól-
ann í Lundi 1996-97 og lauk því
Tengdamóðir mín, Guðlaug
Magnúsdóttir, lést á líknardeild
Landspítalans þann 18. desember
síðastliðinn eftir rúmlega árs-
langa baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Hún tókst á við sjúkdóm
sinn af einstöku æðruleysi og
skirrðist ekki við að horfast í
augu við það sem beið hennar.
Það er lýsandi fyrir hana að eitt af
því fyrsta sem hún réðst í eftir að
hún vissi í hvað stefndi var að
taka til í geymslunni svo að Þor-
steinn og börnin þyrftu ekki að
standa í því eftir hennar dag.
Guðlaug hafði einstaklega mikinn
áhuga á fólki og þrátt fyrir veik-
indi sín lét hún engan bilbug á sér
finna og lagði rækt við vini og
vandamenn sem aldrei fyrr. Hún
notaði hvert tækifæri sem gafst
til þess að vera með barnabörn-
unum og undir það síðasta skynj-
aði maður að það var oft meira af
vilja en mætti. En hún kvartaði
aldrei og það var augljóst að hún
vildi nýta tímann vel sem eftir
var.
Ég kynntist Magnúsi, elsta
syni Guðlaugar, fyrir um það bil
tíu árum. Eftir stutt kynni var
mér boðið í mat á Freyjugötuna
til Guðlaugar og Þorsteins þar
sem ég varð strax vör við einlæg-
an áhuga hennar á fólki og upp
frá því var mér og eldri börnum
mínum tveimur tekið eins og
hverjum öðrum í fjölskyldunni.
Hún lagði sig alla fram við að
byggja upp tengsl við þau og lagði
hún mikla rækt við þau eins og
önnur barnabörn sín. Eiga þau öll
margar góðar minningar af
Freyjugötunni þar sem þeim var
m.a. boðið upp á barnakaffi, sí-
trónusafa og afabollur. Guðlaug
hafði mikinn áhuga á bókmennt-
um og ber heimili þeirra Þor-
steins því glöggt vitni. Hún hélt
upp á J.R.R. Tolkien meðal ann-
arra og tók hún að sér að upp-
fræða börnin um ævintýraheima
hans eftir því sem þau höfðu ald-
ur til á sérstökum Lord of the
Rings bíókvöldum sem þeim þótti
einstaklega skemmtilegt.
Guðlaug hafði mikla nærværu
og lá ekki á skoðunum sínum.
Hún hafði sterka réttlætiskennd
og það þurfti enginn að efast um
hvar hún stóð, hvorki í pólitík né á
öðrum sviðum. Hún var einstak-
lega hjálpsöm og lagði sig alla
fram um að hjálpa þeim sem til
hennar leituðu. Hún var sannar-
lega á réttri hillu í lífinu og í gegn-
um starf sitt sem félagsráðgjafi
náði hún að nýta hæfileika sína og
áhuga á fólki til góðs og skila góðu
ævistarfi.
En Guðlaug var ekki aðeins
tengdamóðir mín heldur var hún
einnig samherji í baráttunni við
þennan illvíga sjúkdóm, krabba-
mein, sem við greindumst báðar
með, með viku millibili fyrir rúmu
ári síðan. Því þótt hún væri sjálf
veik vildi hún gera allt sem hún
gat til að hjálpa og gerði það eins
lengi og hún hafði krafta til. Ég
og fjölskylda mín erum þakklát
fyrir þann tíma sem við höfum átt
með henni og eftir lifa margar
góðar minningar um góða
tengdamömmu og ömmu sem gaf
ríkulega af öllu sem hún átti og
sem unni góðum félagskap fram-
ar öllu öðru.
Jóna Ann Pétursdóttir.
Guðlaug tengdamóðir mín og
vinkona, er fallin frá, allt of
snemma. Missirinn er mikill, og
söknuðurinn sár, en eftir situr
minning um einstaka konu sem
með sínum aðdáunarverða lífs-
krafti og elju gaf svo ótrúlega
mikið til allra í kringum sig.
Það eru rúm 10 ár síðan ég
kynntist henni Sigrúnu minni og
fór að venja komur mínar til Guð-
laugar og Þorsteins á Freyjugöt-
una. Frá fyrsta degi var mér tekið
af mikilli gestrisni og alúð, og hef-
ur æ síðan liðið einstaklega vel í
félagsskap þeirra hjóna. Okkur
Guðlaugu kom fljótt vel saman.
Hún var skemmtileg og ákveðin
kona sem lá ekki á skoðunum sín-
um um menn og málefni, og var á
köflum stórorð, ekki síst þegar
pólitíska andstæðinga bar á
góma.
Guðlaug var félagsráðgjafi af
lífi og sál, umhyggjusöm og með
eindæmum ráðagóð. Hún hafði
ríka réttlætiskennd og einlægan
áhuga á fólki. Ef á móti blés hugs-
aði hún í lausnum (en ekki vanda-
málum) og lét verkin tala. Orðið
uppgjöf var einfaldlega ekki til í
hennar orðaforða. Hún reyndist
mörgum vinum og ættingjum
ómetanlegur stuðningur á erfið-
um tímum, þar á meðal mér sjálf-
um. Hún setti ávallt fólkið sitt í
fyrsta sæti og verður skarð henn-
ar vandfyllt.
Eitt af því sem ég dáðist að við
Guðlaugu var eiginleiki hennar til
að lifa í núinu. Sitja yfir góðum
kaffibolla og njóta. „Lífið er of
stutt til að drekka vont hvítvín,
Keli minn,“ sagði hún við mig fyr-
ir nokkrum árum á veitingahúsi í
Kaupmannahöfn. Þetta lífsvið-
horf endurspeglar vel síðasta tím-
ann sem hún lifði, eftir að hún
fékk að vita í hvað stefndi. Þann
tíma notaði hún fyrst og fremst til
að vera með fólkinu sínu, vinum,
fjölskyldu og barnabörnunum, og
dvöldu hún og Þorsteinn meðal
annars í rúman mánuð síðastliðið
sumar hjá okkur Sigrúnu í Kaup-
mannahöfn og pössuðu tvíburana
okkar. Fyrir þann dýrmæta tíma
erum við mjög þakklát.
Þakklæti er mér einmitt efst í
huga þegar ég hugsa til Guðlaug-
ar. Þakklæti fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum saman og
þá óendanlega hlýju og ást sem
hún sýndi mér, Sigrúnu og börn-
um okkar. Jafnvel undir það síð-
asta þegar orkan var á þrotum,
fann hún kraft til að rífa sig upp
og lesa sögur fyrir ömmubörnin
og hvísla fallegum orðum að okk-
ur hinum.
Hvíl í friði, elsku Guðlaug, og
innilegar þakkir fyrir allt.
Þorkell Guðjónsson.
„Vont er þeirra ranglæti, verra
er þeirra réttlæti,“ sagði Jón
Hreggviðsson forðum, að sögn
nóbelsskáldsins. Barátta gegn
ranglæti en fyrir réttlæti á okkar
tímum var Guðlaugu Magnús-
dóttur, mágkonu minni, ríkulega í
brjóst borin. Hennar réttlæti var
réttur lítilmagnans, réttur hans
til mannsæmandi lífs og stuðn-
ings samfélagsins, stuðnings okk-
ar allra. Þetta endurspeglaðist í
því ævistarfi sem hún valdi sér,
félagsráðgjöf. Flestum okkar
finnst við eiga nóg með okkar eig-
ið sálartetur. Þeim mun aðdáun-
arverðara er að til sé fólk, eins og
Guðlaug, sem hefur köllun til að
hjálpa öðrum til að kljást við sín
innri og ytri vandamál. Þetta er
eitt af því sem gerir þjóðfélagið
mennskara. Þökk sé Guðlaugu
fyrir hennar skerf til þess.
Barátta Guðlaugar gegn rang-
lætinu birtist m.a. í virkri þátt-
töku í pólitísku starfi. Hennar
hugsjón var ekki „að græða á
daginn og grilla á kvöldin“ svo að
vitnað sé í lífsviðhorf sem hefur
nýverið komið þjóðfélaginu á
kaldan klaka. Guðlaug vildi vissu-
lega „grilla á kvöldin“ í þeim
skilningi að njóta lífsins með fjöl-
skyldu og vinum. Heimili þeirra
Guðlaugar og Þorsteins í alfara-
leið við Skólavörðuholtið hefur
verið síopinn samastaður fyrir
gleði og góðan viðurgerning.
Uppspretta þeirra fjármuna sem
þurfti til að geta veitt og gefið var
þó ekki fólgin í því „að græða á
daginn“ heldur að strita í svita
síns andlits og þiggja fyrir það
þau lágu laun sem skömmtuð eru
þeim sem sinna umönnum sjúkra
og þurfandi.
Guðlaug sá fyrir sér samfélag
samhjálpar og samvinnu, ekki
það þjóðfélag þar sem hver reynir
að skara eld að sinni köku. Fyrir
þann málstað lagði hún sig óspart
fram m.a. með því að styðja við
bakið á fólki sem henni fannst
eiga að komast í framvarðarsveit.
Það gerði hún fremur á bak við
tjöldin en á torgum úti. Þannig
vann hún af dugnaði á kosninga-
skrifstofum þeirra sem hún taldi
deila með sér skoðunum um
mannúð og meðlíðan.
Þau hjón Guðlaug og Þorsteinn
hafa verið gæfufólk, átt þrjú börn
og myndarlegan hóp barnabarna.
Fyrir rúmu ári var mikil hátíð í
fjölskyldunni þegar afinn Þor-
steinn varði vandaða doktorsrit-
gerð um Tyrkjaránið, bakgrunn
þess og afleiðingar. Sjaldan hef
ég séð Guðlaugu glaðari og stoltið
yfir dugnaði manns síns skein af
henni. Þá vissum við ekki, að rétt
áður höfðu þau hjón fengið þann
dóm að Guðlaug væri haldin sjúk-
dómi sem gefur engin grið. Guð-
laug tók örlögum sínum af æðru-
leysi og einbeitti sér að því að
styrkja böndin innan fjölskyld-
unnar og rækta vináttuna. Þor-
steinn, börn þeirra og barnabörn
lögðu sig fram um að gleðja Guð-
laugu á kveðjuárinu jafnframt því
sem þau sóttu styrk til hennar
sjálfrar.
Þau Guðlaug og Þorsteinn
voru mér skjól og huggun þegar
ég stóð í sömu sporum og bróðir
minn nú, við fráfall lífsförunauts.
Fyrir það þakka ég Guðlaugu á
þessari kveðjustund.
Þorkell Helgason.
„Lífið manns hratt fram hleyp-
ur, hafandi enga bið“ kvað skáld-
ið. Þegar stór manneskja yfirgef-
ur heiminn er þó eins og tíminn
standi í stað eitt augnablik. Lífs-
hlaupi Guðlaugar mágkonu minn-
ar er lokið og þar var sláttumað-
urinn allt of fljótt á ferð. Guðlaug
var samnefnarinn sem hélt saman
stórum ættboga Víkurfjölskyld-
unnar og tengslaneti þar sem
enginn var svo fjarskyldur eða
ótengdur að verðskulda ekki um-
hyggju og virðingu. Hún var elsta
barnið í þéttum tröppugangi sex
systkina. Dugnaðarleg og atorku-
söm frá fyrstu byrjun og hóf
snemma að stjórna að sögn móð-
ur sinnar, standandi í stigaskör-
inni í afahúsi segjandi fullorðnum
fyrir verkum. Í fjölskyldsögu sem
var henni sérlegt áhugamál
runnu saman fagkonan, femínist-
inn og sósíalistinn. Með dálæti á
Jung eins og sæmir þerapista af
hæsta kalíber taldi hún að hið
„kollektívt ómeðvitaða“ lifði sem
arfur kynslóðanna og gerði örlög
einstaklinganna samofin og
merkingarbær. Þau hjónin, hún
og Þorsteinn, svo samrýmd að
erfitt var að vita hvar öðru sleppti
og hitt tók við. Sælkerar og fag-
urkerar sem gerðu alla hluti
skemmtilega, fágaða, smekklega
og menningarlega, hvort sem var
mat, rökræður, stjórnmál eða
tónlist. Í ögrandi og skapandi
samræðum um hinn flókna sál-
arbúskap mannfólksins voru nýj-
ustu fræðin krufin, til dæmis sú
frelsandi lífsspeki að aldrei sé of
seint að verða sér úti um góða
barnæsku. Þar lögðust saman
sérþekking Þorsteins í minning-
arfræðum, sem hann góðu heilli
er orðinn doktor í, og sá hæfileiki
Guðlaugar að mæta fólki þar sem
það er. Það þarf reyndan og
skarpan þerapista til að ögra því
lamandi sjónarmiði að slæm
bernska eyðileggi lífið, og virkja
þann sköpunarmátt sem megnar
að endurbyggja og heila hið
brotna. Það kunni Guðlaug.
Og svo var það húmorinn og
sjálfsírónían, snarbeitt og elegant
kaldhæðni þegar best lét. Alveg
rosalega góð stóra systir sem
vissi hvað yngri systkinum var
fyrir bestu og sagði þar sögur af
eigin ágæti. Meðal annars hve
hart hún lagði að foreldrum sín-
um að láta laga eyrun á Þórði, það
næði engri átt að hafa drenginn
með svona útstæð eyru. Eða úti í
snjónum með Pálma litla bróður,
þar sem hún stóð álengdar og
kastaði snjó í hann uns hann fór
að gráta, kom þá og huggaði hann
af alúð og endurtók svo leikinn
nokkrum sinnum. Það þurfti
nefnilega að herða Pálma fyrir líf-
ið, sem fyrir vikið uppskar fágæta
blöndu af hörðu og mjúku sem
reynst hefur hið vænsta vega-
nesti í sambúð okkar hjóna. Ekki
skemmir fyrir að Guðlaug sagðist
hafa valið mig sem mágkonu á
námsárum okkar í Gautaborg.
Hvort sú var raunin má einu
gilda, sagan er í senn tákn um
hlýju, velvild og áhrifavald.
Í Guðlaugu mættust ósvikin
umhyggja fyrir öðrum og sá eig-
inleiki að standa með sjálfum sér.
Atkvæðamikil og næm, vakin og
sofin yfir velferð annarra, á vett-
vangi stjórnmála, sem félagsráð-
gjafi og í hópi fjölskyldu og vina.
„Allrar veraldar vegur víkur að
sama punkt, fetar þann fús sem
tregur, hvort fellur létt eða
þungt.“ Það er með djúpri virð-
ingu og þakklæti sem ég kveð
þessa einstöku konu.
Þorgerður Einarsdóttir.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund, sem allt of fljótt ber að, er
hugurinn hjá ástvinum Guðlaug-
ar svilkonu minnar. Missir þeirra
er mestur og heimurinn verður
ekki samur. Guðlaug átti góða
vini og hafði einlægan áhuga á
velferð náungans. Hún var sann-
arlega á réttri hillu sem fé-
lagsráðgjafi þar sem starf hennar
var gjöfult og frjósamt. Hún átti í
sér mikla væntumþykju gagnvart
fólki almennt og þoldi ekki mis-
rétti eða ójöfnuð. Hin sterka sam-
félagslega tilfinning sem ein-
kenndi hana hafði greinilega
einnig ríkt á æskuheimilinu í Vík,
en Guðlaug var elst í glæsilegum
systkinahópi sem ber með sér
óminn af sterkri náttúrunni og
hafinu við suðurströndina.
Þorsteinn og Guðlaug voru
ákveðin fyrirmynd fyrir okkur
Þorgeir. Er ég kynntist þeim
fyrst í byrjun áttunda áratugar
síðustu aldar voru þau nýkomin
frá námi í Svíþjóð og báru með
sér nýja strauma sem þó féllu vel
að þeim samfélagslegu hugsjón-
um sem voru ráðandi hjá ungu
fólki hér heima á Íslandi. Það var
spennandi og gaman að koma í
heimsókn á hið fallega heimili
þeirra. Þorgeir á að sjálfsögðu
eldri minningar um Guðlaugu, sú
fyrsta frá því er Þorsteinn stóri
bróðir tók hann með sér í heim-
sókn til kærustunnar, sem þá var
í kennaraskólanum og leigði íbúð
í Norðurbrún með vinkonu sinni.
Einnig er sterkt í minningu Þor-
geirs hve gaman var að kynnast
hinni fjörugu fjölskyldu í Vík í að-
draganda brúðkaups Þorsteins
og Guðlaugar árið 1968. En allt er
breytingum háð, nú hafa orðið
straumhvörf og sorgin ríkir.
Elsku Þorsteinn, Magnús, Helgi,
Sigrún, tengdabörn og öll barna-
börnin, guð styrki ykkur og hjálpi
ykkur til að muna að Guðlaug lifir
áfram í ykkur og einnig í sínum
kæru vinum, í skjólstæðingum
sínum og í okkur öllum sem feng-
um að njóta við hana samvista.
Laufey Tryggvadóttir.
Elsku Guðlaug. Ég trúi ekki
ennþá að þú sért farin. Allt frá því
fréttirnar af veikindunum bárust
hefur lífið verið eins og skrýtinn
millikafli í tónverki, með ómstr-
íðum hljómum og óþægilegum
takti.
Þú sagðir í sumar að þú værir
hætt við að deyja og mér fannst
ekkert vera sjálfsagðara en að
trúa því. Innst inni beið ég eftir
því að skrýtni kaflinn kláraðist og
breyttist aftur í kunnuglega lag-
línu en veikindin urðu þess í stað
bara raunverulegri með tíman-
um. Ég var samt ekki tilbúin að
trúa því að þú myndir fara í al-
vöru. Þú varst stóra systirin sem
stýrði ferðinni, sannkölluð ætt-
móðir, alltaf svo sterk og ákveðin.
Þú hugsaðir vel um alla og virtist
hafa einlægan áhuga á fólki og að
hjálpa öðrum.
Frá því ég man eftir mér hef-
urðu sýnt okkur krökkunum
áhuga og vildir alltaf heyra hvað
við vorum að bralla. Oftar en ekki
hafðir þú sterkar skoðanir og
vildir gefa mér ráð með ýmislegt.
Þú virtist alltaf hafa nægan tíma
og endalausa umhyggju fyrir
börnunum, barnabörnunum og
allri fjölskyldunni. Ég vildi bara
óska þess að við tvær hefðum get-
að kynnst aðeins betur. Mér þyk-
ir vænt um allar heimsóknirnar
með pabba og mömmu á Freyju-
götuna í gegnum tíðina. Það er
hægt að læra margt og mikið af
ykkur Þorsteini, ekki bara um
fræðin og pólitíkina, heldur líka
um listina að njóta. Hvað er betra
en að drekka te, borða nýbakaðar
bollur og ræða heimsmálin á fal-
legasta og notalegasta heimili
Þingholtanna? Það var alltaf
spennandi að fylgjast með þegar
þið voruð öll að rökræða. Jafnvel í
síðasta skiptið sem við hittumst
varstu tignarleg eins og alltaf og
sinntir gestgjafahlutverkinu vel
að venju. Mér þykir svo leitt að ég
hafi ekki verið til staðar undir
lokin og kvatt þig. Ætli ég verði
ekki að hugga mig við tilhugs-
unina um hvað þú átt marga góða
að og hversu margir munu fylgja
þér síðasta spölinn. Þú ert stór
persóna í lífi svo margra og þín
verður sárt saknað. Þegar við töl-
uðum saman síðast sagðir þú að
við myndum hittast næst hinum
megin. Ég veit að þar verður tek-
ið vel á móti þér, elsku Guðlaug.
Ég verð bara að vona að við hitt-
umst þar einhvern tíma. Við átt-
um margar heimsóknir inni.
Ástarkveðjur. Þín bróðurdótt-
ir,
Katrín.
„Nú er ég búin að finna flotta
íbúð fyrir ykkur rétt hjá okkur.“
„En, við erum ekkert að flytja frá
Selfossi.“ „Það er bara miklu
þægilegra fyrir ykkur að vera í
miðbænum í Reykjavík.“ Svona
gátu byrjað samtöl við Guðlaugu.
Það var henni svo mikilvægt að
fólki liði vel og að hafa fólk nálægt
sér til að geta verið í samskiptum
við vini og fjölskyldu.
Guðlaug og Þorsteinn eiga
bæði ættir að rekja til Austfjarða
og Skaftafellssýslu. Þau voru
samt ekki lík í háttum – eiginlega
mjög ólík. En áhugi þeirra á sam-
félagsmálum var óskiptur. Mark-
miðin hin sömu þó að leiðin að
settu marki og hraðinn þyrfti
ekki að vera með sama brag. Það
kom mjög sterkt fram núna á
þessum erfiðu tímum sem hafa
verið hjá fjölskyldunni síðasta ár
hve þau voru samhent og hvað
Guðlaug
Magnúsdóttir
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
ALLAR SKREYTINGAR UNNAR
AF FAGMÖNNUM