Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Skjárinn hefur tryggt sér sýninga- rétt á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2016 og verður því mótið sent út á Skjásport. Gera má ráð fyrir mik- illi tilhlökkun meðal þjóðar- innar vegna mótsins, en ís- lenska landsliðið hefur unnið mik- ilvæga sigra í undankeppni mótsins og á góða möguleika á að tryggja sér þátttökurétt á mótinu. Yrði það þá í fyrsta skipti sem Ís- land tæki þátt á stórmóti í knatt- spyrnu. Skjárinn ætlar að sýna alla leiki mótsins, en leikir Íslands verða í op- inni dagskrá komist liðið á mótið, segir Friðrik Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Skjásins. „Stöðvar Skjásins eru áskriftarstöðvar en það er áskilnaður um tiltekinn fjölda leikja í opinni dagskrá. Við förum raunverulega bara eftir þessum leik- reglum, hluti af leikjunum verður því í opinni dagskrá og síðan höfum við sagt það að ef Ísland kæmist alla leið á mótið þá yrðu þeir leikir í op- inni dagskrá líka,“ segir Friðrik, en fram kom í tilboði Skjásins að ís- lensku leikirnir yrðu sýndir í opinni dagskrá fengju þeir sýningaréttinn. Friðrik segir að það hafi styrkt samningsstöðu þeirra. Mótið stærra en áður Þá segir Friðrik einnig að úrslita- leikurinn verði í opinni dagskrá, ásamt ákveðnum lykilleikjum. „Þetta verður mikil veisla. Það er verið að stækka mótið, yfirleitt hafa 16 lið verið á mótinu en árið 2016 verða 24 lið á mótinu. Þá verða fleiri leikir sem eru beinir útsláttaleikir þannig þetta er mikil knatt- spyrnuhátíð. Fyrir okkur er þetta náttúrlega mjög stórt verkefni. UEFA, Knattspyrnusamband Evr- ópu, heldur mótið og þeir eru með mikið utanumhald um hvernig staðið er að verkefninu þannig þetta er undirbúningur sem hefst snemma á næsta ári hjá okkur. „Þetta eru viss þáttaskil“ Aðspurður hvort sýningarrétt- urinn feli ekki í sér mikið sóknar- tækifæri fyrir Skjásport svarar Friðrik játandi. „Þetta eru viss þáttaskil. Þetta gefur okkur færi á að stimpla okkur vel inn á þessum markaði. Við höfum lagt áherslu á þýska boltann og margir vilja meina að það sé besti boltinn í Evrópu, þó að hann hafi ekki sömu verðmæti og enski boltinn, en sögulega vitum við öll að enski boltinn hefur sérstakan sess,“ segir Friðrik og bætir við að í byrjun næsta árs verði Eurosport- stöðvarnar ekki lengur á fjölvarpinu þar sem Skjárinn hefur náð samn- ingi um sýningarréttinn á þeim. Talsverð óánægja var árið 2011 þegar heimsmeistaramótið í hand- bolta var sýnt í lokaðri dagskrá hjá Stöð 2 Sport. Þá voru einstakir leikir á mótinu í opinni dagskrá en leikir Íslands voru lokaðir þeim sem ekki höfðu áskrift. Miklar deilur voru í fjölmiðlum áður en mótið hófst. Þá sagði Páll Magnússon, þáverandi útvarps- stjóri Ríkisútvarpsins, m.a. að með þessu fyrirkomulagi væri verið að „læsa íslenska handboltalands- liðið inni í kústaskáp“. Aðrir voru ósammála, en Ari Edwald, þáver- andi forstjóri 365 miðla, sagði eðlilegt að þeir sem vildu njóta handboltans eða annars sértæks sjónvarpsefnis borguðu fyrir það frekar en að allir væru skattlagðir vegna beinna sjónvarpsútsendinga frá viðkomandi viðburði. Í 48. gr. fjölmiðlalaga er heimild til að setja reglugerð um opið að- gengi að öllum íslenskum stór- viðburðum sem hafa verulega þýð- ingu í þjóðfélaginu, þar á meðal landsleikjum í helstu íþróttagrein- um sem stundaðar eru hérlendis, en hingað til hefur ekki verið grip- ið til þess að neyða sjónvarps- stöðvar til að sýna íþróttaefni í op- inni dagskrá. Ljóst er að hér vegast á hagsmunir einkaaðila, sem kaupa útsendingarréttindi, og þess almennings, sem vill horfa á mikilvæga íþróttaviðburði endur- gjaldslaust. Skiptar skoðanir meðal manna HM Í HANDBOLTA 2011 VAR Í LOKAÐRI DAGSKRÁ Skjárinn mun sýna EM í knattspyrnu á næsta ári  Komist Ísland á EM verða leikirnir í opinni dagskrá Morgunblaðið/Ómar Dagskrá Skjársport mun sýna leiki Íslands í opinni dagskrá komist liðið á EM. Að lykilleikjum mótsins undanskildum verður mótið í lokaðri dagskrá. Friðrik Friðriksson „Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna því nýja í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum,“ segir Skúli H. Skúlason, framkvæmda- stjóri Útivistar, um árlega áramóta- ferð félagsins í Bása í Þórsmörk en stór hópur hélt þangað í gærmorgun og hyggst heilsa þar nýju ári. Að sögn Skúla er um að ræða Ís- lendinga, sem hafa flestir oft áður farið í þessa ferð. Fararstjóri er með í för og leiðir fólk í gönguferðir um svæðið eftir því sem færð og veður leyfir en að sögn Skúla taka margir einnig með sér gönguskíðin. Á sjálft gamlárskvöld er farin blysför inn að Strákagili þar sem klettarnir eru lýstir upp með blysum sem vekur yfirleitt mikla lukku á meðal viðstaddra. „Þetta er heilmik- ið sjónarspil,“ segir Skúli. Við tekur svo áramótabrenna þar sem flugeldunum er skotið upp. Njóta þeir sín einkar vel á stjörnu- björtum himni án allrar truflunar. „Maður getur fylgst með sínum flug- eldi alla leið og hann er alltaf stærst- ur“ sagði Skúli H. Skúlason. laufey@mbl.is Heilsa nýju ári í óbyggðunum  Brenna og blysför í Básum Ljósmynd/Grétar William Guðbergsson Básar Skálinn í Þórsmörk skartar sínu fegursta í fannferginu. -Viðhaldsfríir gluggar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Hæðarstillanlegir leikskólastólar Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301 Netfang axis@axis.is • Heimasíða www.axis.is Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt m ag gi os ka rs .c om LAUF LAUF Glæsilegur fjölnota stóll frá AXIS • 5 fallegir staðlaðir litir af skeljum • Fjaðrandi bak • 3 hæðarstillingar • Hægt að sitja á honum á ýmsa vegu fjölnota stóllinn - nú líka hæðarstillanlegur fyrir leikskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.