Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014
styrkur þeirra var mikill. Saman
hafa þau byggt upp yndislegt
heimili sem er skjól barna og
barnabarna.
Guðlaug var mikill réttlætis-
og jafnréttissinni. Það var oft
skemmtilegt að eiga samræður
við eldhúsborðið um mál líðandi
stundar. En hún lét sér ekki duga
að ræða pólitík við eldhúsborðið
heldur gerðist hún virkur þátt-
takandi í pólitísku starfi til að
vinna að jafnrétti og velferðar-
málum.
Dæmigerður Skaftfellingur
var Guðlaug tæplega. Hún var á
meiri hraðferð í lífinu og vildi að
hlutir færðust til betri vegar hér
og nú. Hinn dæmigerði Skaftfell-
ingur færi til dæmis seint að
redda einhverjum íbúð suður í
Reykjavík.
Elsku Þorsteinn, Magnús,
Helgi, Sigrún, tengdabörn og
barnabörn. Megi minningar um
frábæra konu létta ykkur sorg-
ina.
Kristjana og Þorlákur.
Ævi Guðlaugar vinkonu okkar
lauk fyrr en skyldi og gjöful var
hún okkur hinum sem vorum
henni samferða. Þegar við blasti
ótímabær dauði Guðlaugar voru
orð hennar sjálfrar um hið óum-
flýjanlega m.a. þessi „Ég er ekk-
ert hrædd við dauðann, mér
finnst bara svo gaman að lifa.“ og
sannarlega lifði hún og gaf þar til
hún dó.
Leiðir okkar lágu saman á
námsárunum í Gautaborg um og
uppúr 1970 þar sem við bjuggum
rétt við miðborgina á sama fjöl-
skyldustúdentagarðinum, Olofs-
höjd á Krokslätt, sem þá var ný-
byggður. Þau Þorsteinn og
Guðlaug með synina Magnús og
Helga, og við, Brynjar og Sigrún,
með börnin Hrólf og Hrönn, urð-
um sannir vinir. Síðar, eftir að
hvort par hélt sína leið, fæddist
okkur Hrafnkell, sem varð á
tímabili tíður heimilisgestur
þeirra í Freyjugötunni og þeim
fæddist einkadóttirin, kæra
nafna, Sigrún.
68 kynslóðin. Það vorum við
holdi klædd og þarna buðum við
rótgrónum hefðum og yfirvöldum
byrginn. Við fylktum liði, Guð-
laug gjarnan í broddi fylkingar,
létum í okkur heyra ásamt þús-
undum annarra. „niður með Víet-
nam stríðið, herforingjastjórnina
í Chile, aðskilnaðarstefnu; upp
með jafnrétti, námslán, leikskóla“
Auk eldheitra hugsjónanna
deildum við aldar gömlum stak-
stæðum sveitabæ í skógarþykkni
í mið Svíþjóð, Lilla Bodarna.
Sameiginlegir vinir okkar, þau
Marianne og Lasse, einnig
tveggja sona foreldrar, leigðu
upphaflega þennan sveitabæ og
buðu okkur hinum með. Öll vor-
um við þarna hverja stund sem
gafst frá námsönnum og mót-
mælaaðgerðum, þar sátum við á
rökstólum fram undir morgna,
leystum heimsmálin, stundum
með vættar kverkar, undirbjugg-
um okkur fyrir framtíðina, urðum
fullorðin. Marianne var lipur með
skærin, hún klippti iðulega hár
Guðlaugar og Sigrúnar – sem, ef
rauðvínsglösin urðu mörg,
breyttist úr klippingu í rúningu
og því eru til allmargar myndir af
þeim vinkonum með skuplur.
Hvað var áhyggjulausara en
þessar stundir? Frelsið fyllti
brjóstin og framtíðin var spenn-
andi, saman vorum við sterk og
óhrædd. Þar og þannig innsiglað-
ist vináttan sem varð eilíf, inni í
skógi með vatnsdælu í eldhúsi,
viðareldavél, olíulampa og úti-
kamri. Og nú eru þær Marianne
og Guðlaug báðar gengnar.
Eftir Gautaborgarárin fluttist
hvert par til síns heima, land-
fræðilegar leiðir lágu aldrei sam-
an að nýju. Stundum liðu ár þar
sem jólakortin voru nánast einu
tengslin. Svo var það eitt árið að
Þorsteinn hringdi norður – hvort
dóttir þeirra nýfædd mætti heita í
höfuð Sigrúnar að hluta á móti
annarri og eldri Sigrúnu! Við hjón
beygðum höfuð okkar. Og auðvit-
að, svo sem sáð hafði verið til vin-
áttunnar, var hver endurfundur
óháður tíma. Það var rétt eins og
við hefðum brugðið okkur eitt
andartak af bæ hverju sinni sem
leiðir okkar lágu saman, sama hve
langt var um liðið steymdi alltaf
sama hlýjan, einlægnin og kær-
leikurinn á milli okkar. Síðasta
samveran var í haust er leið þegar
þau Þorsteinn og Guðlaug komu
norður í ber. Þau gerðu sér ferð
til okkar austur í dal þar sem við
höfðum byggt okkur hús í anda
Lilla Bodarna, með nútímaþæg-
indum þó, og dvöldu þau hjá okk-
ur einn sólarhring. Sem fyrr
ræddum við lífsgátuna en að
þessu sinni snerist umræðan um
það sem liðið er af lífshlaupi okk-
ar sjálfra og dauðann. Í þeirri
umræðu var Guðlaug, líkt og
endranær í okkar hópi, fremst
meðal jafningja. Þá, eins og æv-
inlega, sá hún hliðar og víddir í
mannlegri tilveru og samskiptum
sem okkur og öðrum, jafnvel fær-
ustu fagmönnum, oft virðist hulið.
Svo fumlaus var Guðlaug að
þessu sinni í umræðunni um líf og
dauða að hún varð fyrirmynd
okkar hjóna í þeim efnum. Hinsta
samverustund okkar fjögurra
mun búa með okkur, Brynjari og
Sigrúnu, meðan við sjálf lifum.
Elsku vinur Þorsteinn; Magn-
ús, Helgi, Sigrún, tengdabörn og
barnabörn. Við kveðjum Guð-
laugu með þakklæti fyrir ein-
staka vináttu og fjölskyldan öll
sendir ykkur samúðarkveðjur.
Brynjar Ingi Skaptason og
Sigrún Sveinbjörnsdóttir.
Jólin nálgast með birtu og yl og
hátíðarblær umlykur okkur í
skammdeginu en skugga ber þó á
allt því Guðlaug æskuvinkona
mín er farin yfir móðuna miklu.
Það er þyngra en tárum taki að
sjá á eftir yndislegri manneskju
kveðja svo allt of fljótt. Allar góðu
minningarnar eigum við þó um
Guðlaugu. Ég man okkar fyrstu
kynni í Vík og allar skemmtilegu
samverustundirnar en foreldrar
okkar voru vinir, feður okkar
gamlir vinir frá Stöðvarfirði og
mömmu og Völu varð líka vel til
vina, og því mikill samgangur
milli heimilanna. Síðan skildu
leiðir um tíma en svo ákváðum við
að fara í Kennaraskólann og vor-
um í sama bekk, A-bekknum. Í A-
bekknum kynntumst við
skemmtilegu og góðu fólki sem
varð vinir okkar fyrir lífstíð.
Minningar frá þeim tíma eru ótal
margar, yndislegar og ómetan-
legar. Vinskapur A-bekkinga hef-
ur haldist fram á þennan dag og
ég veit að Guðlaug mat þennan
vinskap mikils eins og við öll. Á
skólaárunum bjuggum við Guð-
laug saman í kjallaranum hjá
Helga Hóseassyni einn vetur og
þá kynntist ég henni enn betur.
Hún var mörgum góðum kostum
búin. Fyrst og fremst fannst mér
Guðlaug falleg og góð manneskja,
hreinskilin, glettin og hugulsöm.
Hún vildi hafa snyrtilegt í kring-
um sig og ég lærði mikið af henni.
Ég dáðist að því hvað hún átti
auðvelt með að umgangast alls
konar fólk og kom því ekki á óvart
þótt hún veldi sér ævistarf þar
sem þessir hæfileikar nýttust
henni vel. Guðlaug var mikill fag-
urkeri, unni tónlist, myndlist og
ekki síst bókmenntum en hún las
mjög mikið. Hún hafði gaman af
að spjalla um alla heima og geima
og hafði einlægan áhuga á mönn-
um og málefnum. Ég lít á Guð-
laugu sem eina af mínum bestu
vinum og finnst ég heppin að hafa
kynnst henni. Guðlaug elskaði
fjölskyldu sína, átti yndislegan
lífsförunaut, hann Þorstein, og
barnabörnin voru hennar líf og
yndi. Við Þórir vottum Þorsteini
og fjölskyldunni allri okkar
dýpstu samúð.
Anna.
Það voru forréttindi að eiga
vináttu Guðlaugar. Hún hreif alla
með sér með einörðum skoðun-
um, visku og hlýju. Áhugi á öllu er
snerti mannlegt samfélag, kraft-
ur hennar, fjör og glaðværð
orkuðu eins og segull á fólk.
Við Guðlaug kynntumst í
Gautaborg fyrir 40 árum. Ég var
þá aðeins liðlega tvítugur ung-
lingur, rétt skriðin úr framhalds-
skóla. Guðlaug var ekki miklu
eldri, en töluvert reyndari á svo
mörgum sviðum. Hún var gift og
tveggja barna móðir og hafði búið
í Svíþjóð í nokkur ár. Þar hafði
hún kynnst þeim hugmynda-
straumum sem bárust um Vest-
urlönd á þessum árum og meðal
annars tekið þátt í kvenfrelsis-
baráttu í Uppsölum og Gauta-
borg. Þær hugmyndir höfðu einn-
ig borist til Íslands og ég hafði
heillast af þeim samstundis, en
aðeins fylgst með þeim úr fjar-
lægð. Á þessum tíma var Guðlaug
mér ekki aðeins vinkona, heldur
einnig sterk fyrirmynd. Hún átti
örugglega nokkurn þátt í að móta
mig og afstöðu mína til lífsins og
samfélagsins á mótunarárunum
miklu, milli tvítugs og þrítugs.
Eftir að við komum aftur heim
til Íslands hafa leiðir okkar legið
saman víða. Við unnum saman í
Kvennaframboðinu í Reykjavík,
ásamt fjölda öflugra kvenna. Við
vorum í saumaklúbbi ásamt vin-
konum frá Gautaborg, síðan einn-
ig leikhúsklúbbi með eiginmönn-
um og fleira fólki og við sungum
saman í kór, auk annarra
skemmtilegra samverustunda.
Alls staðar þar sem fólk kom sam-
an var fjörið þar sem Guðlaug
var. Hún kom auga á það spaugi-
lega í öllum aðstæðum og stutt
var í djúpan og smitandi hlátur-
inn. Hún var snillingur í mann-
legum samskiptum, hafði hæfi-
leika til að hlusta og alltaf
eitthvað til málanna að leggja.
Guðlaug var ákaflega lifandi og
heilsteypt kona. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á öllum málum
er vörðuðu samfélag, siðferði,
réttlæti og ranglæti. Hana skorti
aldrei kjark og einurð til að
standa með sannfæringu sinni í
smáu eða stóru. Ein lítil saga úr
kórnum okkar lýsir henni vel.
Kórstjórinn hafði fundið gamlan
slagara við skemmtilegt lag, en
textinn var afleitur, barn gamalla
tíma og fullur af karlrembu og yf-
irlæti gagnvart konum. Þetta
vakti mótmæli nokkra okkar
kvennanna, en kórstjóranum
fannst lagið skemmtilegt og gaf
lítið fyrir gagnrýni okkar.
„Standið upp og syngið,“ sagði
hann og byrjaði að spila. Þrátt
fyrir fuss, svei og augngotur stóð-
um við allar upp, ófúsar. Nema
Guðlaug. Hún sat sem fastast.
Kórstjórinn hætti að spila og leit
á hana spyrjandi. „Ég syng þetta
ekki,“ sagði Guðlaug einfaldlega.
Það var aldrei oftar minnst á
þetta lag en Guðlaug hló að þessu
á eftir með kórstjóranum. Hún
hafði sitt fram með ákveðni, lagni
og húmor.
Andlegur styrkur hennar kom
vel í ljós í veikindum hennar. Hún
hélt áfram að vera hrókur alls
fagnaðar á mannamótum og tókst
á við hlutskipti sitt af einstökum
kjarki, reisn og hugarró.
Það er sárara en orð fá lýst að
fá ekki að njóta samvista við Guð-
laugu framar. Alls staðar verður
autt og tómlegt þar sem vantar
hlátur hennar og glaðværð. Hug-
ur okkar Jóns er hjá Þorsteini,
börnum þeirra og fjölskyldum.
Vertu kært kvödd, kæra vinkona.
Sigríður Einarsdóttir.
Gengin er kona sem alls staðar
naut trausts.
Leiðir okkar Guðlaugar lágu
fyrst saman árið 1982 við stofnun
Kvennaframboðs en hún var einn
af stofnfélögum þess. Hún vakti
strax athygli mína fyrir bjart yf-
irbragð og trausta og hlýja fram-
komu. Guðlaug var ein af þessum
ósérhlífnu kvennastólpum, hlý,
brosmild og yndisleg. Guðlaug
starfaði mikið fyrir Kvennafram-
boðið. Meðal annars tók hún sæti
á framboðslistanum og sat í borg-
armálaráði og framkvæmdanefnd
Kvennaframboðs.
Kvennaframboðið reyndist af-
skaplega merkilegt framboð eins
og sagan sýnir. Það var femínískt
og róttækt og hafði áhrif á alla
stjórnmálaflokka. Það skilaði
verulegum pólitískum árangri og
í kjölfarið féll hvert karlavígið á
fætur öðru.
Í stjórn Verkamannabústaða í
Reykjavík hafði engin kona setið
þrátt fyrir að meiri hluti umsækj-
enda hefði verið konur. Guðlaug
var verðugur fulltrúi Kvenna-
framboðs í stjórnina. Hún þekkti
þennan málaflokk vel því á þess-
um árum starfaði hún hjá Félags-
málastofnun Reykjavíkurborgar.
Hún hafði ríka samúð með þeim
einstæðu mæðrum sem þangað
leituðu vegna þess að þær áttu
ekki eigið húsnæði og voru því
stöðugt að flytja með börnin sín.
Í aðdraganda borgarstjórnar-
kosninganna 1982 var mikið um
uppákomur. Farið var á blómum
skreyttum pallbíl um hverfi borg-
arinnar þar sem haldnir voru
kosningafundir. Til að lífga enn
frekar upp á kosningabaráttuna
var Peysufatasöngsveitin stofn-
uð. Guðlaug var ein af þeim sem
tóku þátt í söngsveitinni og dró
hvergi af sér við söng og aðrar
uppákomur. Nafnið tengdist
klæðnaði söngkvennanna sem
voru klæddar lopapeysum með
svuntu utan yfir. Einnig báru þær
skotthúfu á höfði til að heiðra
aldamótakonurnar sem brutu
blað í sögunni árið 1908 þegar
þær buðu fram fyrsta kvennalist-
ann og unnu stórsigur, fengu fjór-
ar konur inn. Eftir það fækkaði
konum í borgarstjórn þar til
Kvennaframboð bauð fram 1982
og átta konur fóru inn í borgar-
stjórn.
Eftir þetta hafa leiðir okkar
Guðlaugar oft legið saman í gegn-
um tíðina. Mér er sérstaklega
minnisstætt þegar við tókum þátt
í tveim prófkjörum Dags B. Egg-
ertssonar. Í fyrra skiptið árið
2006 þegar hann sóttist eftir því
að leiða lista Samfylkingarinnar í
Reykjavík og aftur árið 2009 þeg-
ar hann bauð sig fram sem vara-
formaður Samfylkingarinnar. Í
báðum þessum prófkjörum kom
vel í ljós hversu traust, ósérhlífin
og vel gerð manneskja Guðlaug
var. Hún hafði einstaklega góða
nærveru og það var ótrúlega gef-
andi að vera í samvistum við
hana.
Við fráfall Guðlaugar er skarð
fyrir skildi og hennar verður sárt
saknað af öllu hennar samferða-
fólki. En fyrst og fremst eiga sárt
um að binda eftirlifandi eiginmað-
ur hennar, börn, tengdabörn og
barnabörn. Þeim, sem og öðrum,
sendi ég innilegar samúðarkveðj-
ur.
Kristín Jónsdóttir.
Vík í Mýrdal er þekkt fyrir
rigningu. Í minningunni var þar
sólríkt og sumrin oft löng. Ljúfar
myndir frá æskuárum koma upp í
hugann. Fyrir mig tengjast þær
flestar fjölskyldunni í næsta húsi.
Þar bjuggu heiðurshjónin Val-
gerður Guðlaugsdóttir og Magn-
ús Þórðarson ásamt börnum sín-
um. Elstar voru Guðlaug og
Solveig, Þórður og Unnur bætt-
ust fljótt við og nokkrum árum
síðar Pálmi og Gerður. Mikill
samgangur var milli heimilanna
tveggja og bundin þau bönd vin-
áttu sem haldist hafa æ síðan og
aldrei borið minnsta skugga á.
Nú hefur elskuleg Guðlaug kvatt
þennan heim, langt um aldur
fram.
Guðlaug var einstök kona. Hún
var einlæg, trygg og hlý. Hún var
vinmörg og félagslynd. Eins og
títt er um elstu börn var hún
ábyrgðarfull, skipulögð og fylgin
sér. Hún var yfirlætislaus með
öllu og bar þess merki að hafa al-
ist upp á heimili þar sem mikill
menningarbragur ríkti. Þar var
spilað á hljóðfæri, sungið og
skeggrætt um heima og geima.
Þar var vafalaust lagður grunnur
að lífsafstöðu Guðlaugar. Hún tók
síðar þátt í starfi kvenna og fram-
boðum á sviði borgarstjórnar og
landsmála. Í Samfylkingunni var
hún virkur félagi og ötull tals-
maður enda alla tíð einlægur jafn-
aðarmaður. Val hennar á starfs-
vettvangi við félagsráðgjöf var í
góðu samræmi við lífssýn hennar
og eðliskosti og á þeim vettvangi
vann hún afar gott starf.
Guðlaug kynntist Þorsteini
Helgasyni ung að árum. Fyrir
mér hafa þau ávallt birst sem eitt,
verið afar samhent, stutt hvort
annað, hjálpað og hvatt. Börnum
sínum hafa þau sinnt af um-
hyggju og rækt afa- og ömmu-
hlutverkin af stakri alúð. En þau
hjónin höfðu líka tíma fyrir sig
sjálf og hvort annað. Oftast nefnd
í sömu andrá.
Eftir að við komumst á fullorð-
insár urðu dvalir erlendis og ým-
iss konar bardús til þess að við
Guðlaug hittumst sjaldnar en við
sendum bréf og kort og ávallt var
milli okkar heill og traustur
strengur. Á síðustu árum hefur
samverustundum fjölgað og við
hist við ýmis tækifæri og ekki
alltaf þurft sérstakt tilefni til. Ár-
leg jólasamkvæmi og fýlaveislur
þeirra systkina eru glaðværar og
notalegar stundir í einkar sam-
heldnum fjölskylduhópi. Við Guð-
laug höfðum heitið því að hittast
oftar, drekka saman morgun-
kaffi, ganga í kringum Tjörnina
eða meðfram sjónum eftir Ægis-
íðunni, fá okkur hádegisverð eða
fara saman í pjattrófuferð í bæ-
inn. Okkar síðasta bæjarferð var í
byrjun nóvember. Enn skemmra
er síðan við ásamt systrum Guð-
laugar þeim Solveigu og Unni og
móður minni áttum saman hug-
ljúfa stund á mínu heimili. Fyrir
þá samveru er ég einlæglega
þakklát.
Nú er lokið samferð okkar
Guðlaugar sem hófst undir
hvanngrænni hlíð við fuglaklið
Víkurhamra og sjávargný við
sandströnd með tignarlega Reyn-
isdranga í augsýn. Ég hugsa til
hennar með sárum söknuði.
Kæri Þorsteinn. Þinn er miss-
irinn mestur og afkomenda ykkar
Guðlaugar. Fyrir hönd móður
minnar, Helgu Einarsdóttur, og
fjölskyldu votta ég ykkur og
systkinum Guðlaugar mína
dýpstu samúð. Blessuð sé minn-
ing mætrar konu.
Margrét Oddsdóttir.
Það kemur stundum fyrir á ævi
manns að inn á lífsbrautina geng-
ur karl eða kona sem hefur svo
mikil áhrif að þau verða hvorki
skilin né metin að verðleikum fyrr
en síðar. Þetta er fólk margvís-
legrar gerðar, hefur mismunandi
bakgrunn, en á þó ýmislegt sam-
eiginlegt, jafnvel þótt langt sé á
milli í tíma og rúmi. Það er bjart
yfirlitum, augun góðleg og athug-
ul, bros á vörunum, aðlaðandi
tónn í röddinni, og ljóminn um-
lykur það. Réttlætiskennd er
þessu fólki í innborin, samlíðan
með þeim sem standa höllum
fæti, og tekur ósjálfrátt upp bar-
áttu fyrir því að leiðrétta mál og
leita lausna. Það verður oft hlut-
skipti þess að sinna þeim sem
hafa orðið undir vegna ytri að-
stæðna, eða veikinda sem gerir
þá vanburða og minnimáttar. Lít-
ið barn sagði: Góð kona er engill.
Þá hlýtur það að vera satt, og að
þeir búi í öllum byggðum lands-
ins, hjálpi öðrum og styrki þá,
sætti ósátta og bendi á leið til
ljóssins. Guðlaug Magnúsdóttir
var örugglega í þeim hópi því allt
líf hennar var helgað gæðum og
gjafmildi, hún var kölluð til verka
sem eru unnin í kyrrð og friði, en
af ákveðni og festu í skipulagi
sem ávinnst af námi og reynslu,
en ekki sízt yfirgripsmikilli þekk-
ingu á mannlegu eðli. Í þessu ljós
er vert að skoða lífshlaup hennar
nú þegar hún er farin, en þó ná-
læg öllum sem hún unni. Minning
hennar er dýrmæt, huglæg og
gagntakandi, næstum því áþreif-
anleg, eins og rós sem fellir blöð
um haust ber nýja knúppa að
vori, fleiri en áður, með þeirri
ljúfu angan sem lifir áfram og
kallast á við það dýrmæta í hug-
um þeirra sem syrgja.
Níels Hafstein.
Fleiri minningargreinar
um Guðlaugu Magn-
úsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Útfararþjónusta
Hafnarfjarðar
Sími: 565-9775
www.uth.is. uth@simnet.is.
Við sjáum um alla þætti útfararinnar.
Seljum kistur,krossa og duftker hvert
á land sem er.
Persónuleg þjónusta.
Stapahrauni 5 Hafnarfirði.
Elsku mamma mín,
KRISTRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR,
Háteigsvegi 42, Reykjavík,
lést 20. desember síðastliðinn.
Útförin fer fram í kyrrþey.
.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ólöf Magnúsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar,
HELGI JASONARSON,
er látinn.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 5. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Hafsteinn Helgason, Arite Fricke,
Kristín Helgadóttir, Magnús Torfason
og fjölskyldur.