Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Skoðaðu hvað þú getur gert til að auka tekjurnar. Vertu rólegur, fyrr eða síðar býðst þér hentug leið. Eftir nokkra daga verð- ur þessu öfugt farið. 20. apríl - 20. maí  Naut Þín bíða svo mörg verkefni að það er ljóst að þú ræður ekki við þau öll í einu. Netið geymir alls konar fróðleik og bókin er við höndina. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér finnst ekkert ganga, hversu hart sem þú leggur að þér. Stattu hins vegar fast á þínum rétti hvað sem á dynur. Vertu ánægður með þig og þína hæfileika og njóttu þess sem lífið er þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það eru ýmsar nýjungar að banka upp á hjá þér og þér finnst erfitt að sinna þeim öllum í einu. Velgengni þín er eilítið óttablandin. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einbeittu þér að þeim málum er varða heimilið. Allt sem viðkemur keppnisíþróttum, fjármálaviðskiptum og listum gengur að ósk- um. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Rómantík, ástarævintýri, orlof, skemmtanir með börnum og listræn verkefni höfða til þín þessa dagana. Annars kemurðu engu í verk í dag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þegar við vitum hvað við viljum fara allar tafir afskaplega í taugarnar á okkur. Láttu aðra ekki draga úr þér kjarkinn til að sinna áhugamáli þínu af ákefð. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert að velta fyrir þér ákveðnum fjáröflunarhugmyndum í dag. Fatavalið getur haft áhrif á framkomu þína. Gættu þess þó að taka tillit til þinna nánustu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Jafnvægi er að komast á pen- ingamálin en samt þarf enn meira jafnvægi. Efnisleg gæði eru líka nauðsynleg svo gefðu þér tíma til að afla þeirra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér finnst þú ekki fá útrás fyrir at- hafnaþörf þína. Og af óljósum ástæðum er það meðhöndlað eins og það sé ekkert per- sónulegt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér ætti að ganga vel að koma málum þínum á framfæri ef þú gætir þess að tala hreint út um hlutina. Settu vandamálið sem þyngir huga þinn í þetta samhengi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Til allrar hamingju mun orðspor þitt og ferill blómstra á komandi tímum. Vertu viðbúinn því að eitthvað óvænt komi í ljós. Einar K. Guðfinnsson skrifaðimér að sá snjalli hagyrðingur Sigurður Hansen á Kringlumýri í Blönduhlíð hefði átt 75 ára afmæli á aðfangadag. Hjálmar Jónsson sendi honum meðfylgjandi afmælisvísu. Þótt veðráttan gerist grimm og geisi hríðarél dimm, yfir byggðir og ból breiðast nú jól og Siggi er 75…. Davíð Hjálmar Haraldsson gerir sér það að yrkisefni að „nýlega var sagt frá því í fréttum að við birgða- stöð stutt frá suðurskautinu væri útikamar. Fæstir á þeim slóðum hafa þó aðgang að slíkum munaði og ekki þarf ríkt ímyndunarafl til að sjá atburðarás þar fyrir sér. Við suðurskaut er svakalegur rosinn og sárkalt þótt menn losni fljótt við skarnið. Dólgurinn þar fellur niður frosinn og fýkur eins og vettlingur um hjarnið.“ Philip Vogler skrifaði mér á laugardag að hann hefði farið í sund með konunni og séð þá fyrsta glitský vetrarins sem þau tóku eft- ir. – „Sennilega þekkir þú fyrir- bærið vel meðal annars úr Eyja- firði,“ segir hann, „ en vinur okkar hjónanna á Breiðdalsvík (Hákon Hansson) hefur tekið frábærar myndir glitskýja eins og birtast til dæmis hjá þýsku veðurstofunni: www.meteoros.de/themen/ atmos/beugung-interferenz/ polare-stratosphaerische-wolken/. Glitský eru svo flott að ég bjó til eftirfarandi stafhendu á meðan ég synti: Í suðri glóir glitský bjart, gerist helst ef frost er hart. Vetur minnir alla á, oft er fegurð hans að sjá.“ Mikið hefur verið ort yfir hátíð- arnar. Hjálmar Freysteinsson kvað: Ársins merkustu atburðir ske oft þegar dagur er stystur. Mér finnst ósköp sanngjarnt að sé Sigmundur Davíð krysstur. Hjálmar tekur sérstaklega fram að hér forði stafsetningin öllum misskilningi! Og bætir við: „Rétt er að taka fram að Björn Ingólfsson er upphafsmaður að notkun sagnar- innar „að kryssa“ í merkingunni að hengja kross á. Ég hef ekki gáð hvað orðabækur segja, treysti Birni fullkomlega. Þetta er sem sagt ekki frumlegt hjá mér en ekki heldur beinlínis stolið.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kamar við suðurskaut en glitský í norðri Í klípu „ÞETTA ER HÚLAHRINGUR, ÉG BAÐ ÞIG UM AÐ FINNA GLOPPU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ER ÞETTA EINA LEIÐIN FYRIR ÞIG AÐ SKEMMTA ÞÉR... MEÐ ÞVÍ AÐ SKEMMA ALMENNINGSEIGUR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að syngja af hjartans lyst fyrir gott málefni. JÆJA, ÉG SKAL LESA YFIR BRÉFIÐ ÞITT TIL JÓLASVEINSINS GEMMÉR! GEMMÉR! GEMMÉR! GEMMÉR! ÞAÐ ER FULLEINHÆFT, FINNST ÞÉR EKKI? EN PUNKTURINN KEMST TIL SKILA, ER ÞAÐ EKKI? LÆKNIR, ÉG ER Í SVO LÉLEGU FORMI AÐ ÉG GET EKKI EINU SINNI GENGIÐ UPP STIGAGANG! SELJA KASTALANN MINN? AH-HA! OG HVAÐ SEGIR ÞAÐ ÞÉR AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ GERA? Það sætir alla jafna ekki tíðindumþegar gestir yfirgefa veislur. Hitt er örugglega sjaldgæfara að þeir geri það í miðri ræðu – sem þeir eru sjálfir að halda. Þetta upplifði Víkverji í fyrsta skipti í stórafmæli á dögunum. Nokkrir félagar afmælisbarnsins höfðu þá beðið um orðið og dregið sig út úr hópnum. Allra augu voru á þeim. Einn stýrði framsögunni en hinir skutu inn sögum og athuga- semdum eftir þörfum. Eftir dágóða tölu klauf einn þeirra sig skyndilega út úr hópnum, fór og sótti yfirhöfn sína og tilkynnti afsakandi að hann þurfti að yfirgefa samkvæmið. Faðmaði afmælisbarnið að sér og var þar með horfinn á braut. Án út- skýringa, að því er Víkverji kemst næst. Hinir, sem eftir stóðu, kláruðu ræðuna, sem var bráðskemmtileg með leikrænum tilþrifum, eins og ekkert hefði í skorist. Innst inni hafa þeir þó eflaust verið jafnundr- andi og Víkverji. x x x Sonur Víkverja fékk nýjastaspurningaspilið á markaðnum, Bezzerwizzer, í jólagjöf og eftir að hafa gripið tvisvar í það getur Vík- verji vottað að það er bráð- skemmtilegt. Reglurnar eru snið- ugar og spurningarnar óvenju fjölbreyttar enda efnisflokkarnir hvorki fleiri né færri en tuttugu. Keppendur draga flokka í upphafi spils og þá ríður á að vera heppinn, fá til dæmis sögu, íþróttir eða stjórnmál frekar en hönnun, náttúru eða mat, frá bæjardyrum Víkverja séð. Víxla má efnisflokkum einu sinni í hverri umferð og stela þannig frá andstæðingnum. Þá má einnig stela svari í tvígang í hverri umferð. Tveir synir Víkverja voru spurðir um nafn á hnífnum sem skurðlækn- ar nota. Eftir að hafa velt vöngum heillengi yfir því hvort um einhverja blekkingu væri að ræða svöruðu þeir: „Skurðhnífur.“ Víkverji þver- skallaðist við að gefa þeim rétt enda var gefið svar á spjaldinu „skurðar- hnífur“. Gaf sig ekki fyrr en annar sonanna gúglaði verkfærið og sýndi honum svart á hvítu að þetta er sami hluturinn. Óþolandi þetta gúgl! víkverji@mbl.is Víkverji Enginn er sem þú, Drottinn. Voldugur ert þú og mikill er máttur nafns þíns. (Jeremía 10:6)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.