Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 0. D E S E M B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 304. tölublað 102. árgangur
ELDSPÚANDI
DREKAR OG SPOR-
LÉTTIR ÁLFAR
FORN
FERRARI
DÝRASTUR
HEILLAÐIST
AF ÍSLENSKU
LÖGREGLUNNI
BÍLAR KOM FRÁ SUÐUR-AFRÍKU 2DÓMUR UM HOBBITANN 41
FORTE
blanda meltingargerla
MÚLTIDOPHILUS
þarmaflóran
hitaþolin
www.gulimidinn.is
Flugeldar Urðu fyrst vinsælir eftir árið
1980 en hátindinum náði salan árið 2007.
Sú hefð að Íslendingar skjóti upp
flugeldum um áramót er ekki mjög
gömul, að sögn Lúðvíks Georgsson-
ar, framkvæmdastjóra KR Flug-
elda ehf. í hjáverkum. Hann segir
að innflutningur og sala flugelda
hafi verið í höndum einkaaðila
fram undir 1970. Þá tóku björg-
unarsveitir og önnur félagasamtök
að hasla sér völl. Flugeldasalan
magnaðist eftir 1980 en aldamóta-
árið 2000 var slegið nýtt met.
Áfram hélt vöxturinn og náði salan
nýjum hátindi árið 2007. Við efna-
hagshrunið 2008 tvöfaldaðist flug-
eldaverðið vegna gengisfalls krón-
unnar og nú kaupir fólk færri
flugelda en stærri. »4
Ekki löng hefð fyrir
miklum flugelda-
skotum hér á landi
Skattheimta á uppleið
» Tryggingagjald hækkaði um
1,8 ma. milli ára, eða um 2,6%,
og hefur hækkað að raunvirði
um 14,7 ma. frá 2008.
» Tekjuskattur var lagður á
16.332 félög í fyrra.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skattskyldur hagnaður fyrirtækja
var tæpir 268 milljarðar króna í árs-
lok 2013, eða 43,7 milljörðum meiri
en árið áður. Fyrir vikið jókst skatt-
ur á hagnað fyrirtækja um 8,9 millj-
arða milli ára 2012 og 2013.
Skattskyldur hagnaður hefur ekki
verið jafn mikill frá 2008 þegar hann
var 291,4 milljarðar króna. Fjallað er
um þessa aukningu í nýjustu Tíund,
riti Ríkisskattstjóra.
Segir þar að skattskyldur hagn-
aður hafi aukist um 19,5% á milli ára
að raungildi. Opinber gjöld á lögaðila
voru rúmur 181 milljarður í fyrra og
er það 54,7 milljörðum eða 43,3%
meira að raunvirði en árið 2012.
Stór hluti er þar tilkominn vegna
sérstakra skatta á fjármálafyrirtæki
sem jukust um 43,7 ma. á milli ára. Í
Tíund kemur einnig fram að yfir-
færanlegt tap félaga náði hámarki
2011 er það fór í 6.836 milljarða og
hafði það lækkað niður í tæpa 3.515
milljarða í árslok 2013.
Leiddar eru líkur að því að af-
skriftir eigi þátt í því að yfirfæran-
legt tap hefur minnkað svo mikið.
Mesti hagnaður frá 2008
Skattskyldur hagnaður fyrirtækja var tæpir 268 milljarðar króna á árinu 2013
Yfirfæranlegt tap félaga minnkaði um rúma 3.320 milljarða frá 2011 til 2013
MTapið fór í 6.836 milljarða »6
Morgunblaðið/Golli
Kjör Íslenskir hjúkrunarfræðingar
fá hærri laun í Noregi og Svíþjóð.
Dæmi eru um að hjúkrunarfræðing-
ar hér á landi fái atvinnutilboð frá
norskum fyrirtækjum í sms-skila-
boðum. Þá er líka hringt í hjúkrunar-
fræðinga og þeim sendir tölvupóstar
með atvinnutilboðum oft á dag.
Ólafur G. Skúlason, formaður Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
segir að hann fái að lágmarki fimm
tölvupósta á dag með atvinnutilboð-
um. Þá segir hann hundruð hjúkr-
unarfræðinga hafa leyfi til að starfa í
Noregi og hafi þeim fjölgað verulega
árið 2011. Þá fer þeim hjúkrunar-
fræðingum sem starfa utan land-
steinanna fjölgandi, en Ólafur full-
yrðir að hjúkrunarfræðingar sem
kjósa að vinna í Noregi séu allavega
að tvöfalda tekjurnar sínar. Auk
þess séu Svíar byrjaðir að leita að
hjúkrunarfræðingum á íslenskri
grundu og hafi hækkað laun og hag-
rætt vinnuvikunni til að fá fleiri
hjúkrunarfræðinga til Svíþjóðar.
Þá eru Norðmenn einnig að lokka
til sín hjúkrunarfræðinga í Færeyj-
um með háum launum og er talið að
haldi sú þróun áfram geti það haft al-
varleg áhrif á heilbrigðiskerfið í
Færeyjum. isb@mbl.is »19
Norðmenn bjóða betri kjör
Hjúkrunarfræðingar fá fjölmörg atvinnutilboð á dag
Byrjað var að taka á móti efni í áramótabrennur
landsmanna í gær en eins og venjan er er fyrst
og fremst óskað eftir timbri. Jólatré þykja einn-
ig ágætis eldsmatur en plast, gúmmí og unnið
timbur á ekki erindi í köstinn. Hætt verður að
taka á móti efni þegar brennurnar eru orðnar
hæfilega stórar eða í síðasta lagi kl. 12.00 á
gamlársdag. Eldur verður almennt borinn að
köstunum kl. 20.30 á gamlárskvöld.
Brennurnar bíða þess að loga glatt
Morgunblaðið/RAX
Byrjað var að taka á móti efni í áramótabrennur í votviðrinu í gær
Erlendur
Gíslason, hæsta-
réttarlögmaður
og skiptastjóri
þrotabús Baugs,
segir umræður
um útgönguskatt
á greiðslur til
kröfuhafa gömlu
bankanna farnar
að hafa áhrif á
verðmæti krafna
á hendur bönk-
unum. Hann segir almennt gang-
verð krafna á hendur bönkunum
um 20-25% af nafnvirði en að fyr-
irætlanir um útgönguskatt hafi
áhrif á verðmæti krafna. »22
Skattur hefur áhrif
á verðmæti krafna
Enn er öflugt
hraungos í Holu-
hrauni. Breyt-
ingar á siginu í
öskju Bárðar-
bungu benda til
að kvikuflæði
undan eldstöð-
inni sé meira en
helmingur af því
sem var í byrjun
gossins, sem
hófst fyrir 4 mánuðum. Hraunið er
orðið 83 ferkílómetrar að stærð og
segir Magnús Tumi Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur að ef fram fari
sem horfi taki þónokkra mánuði upp
í ár fyrir gosið að hætta. »4
Nýja hraunið orðið
83 ferkílómetrar
Enn í ham Eldgosið
í Holuhrauni.