Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014
SMÁRALIND • 2 HÆÐ
SÍMI 571 3210
ÚTSALAN ER HAFIN
Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • www.fonix.is
Heimilistækjadagar20%
afslá
ttur
Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslu
Íslands hafa ákveðið að fresta
ótímabundnu verkfalli sem hefjast
átti kl. 23.59 hinn 5. janúar á nýju
ári samkvæmt upplýsingum frá
embætti ríkissáttasemjara en fund-
ur í kjaradeilu þeirra fór fram í
húsakynnum þess í gærmorgun.
Kjaradeilu flugvirkja hjá Gæsl-
unni var vísað til Ríkissáttasemjara
í lok október.
Maríus Sigurjónsson, formaður
samninganefndar flugvirkja, sagði
í samtali við mbl.is fyrir nokkru að
samningafundir hefðu framan af
gengið vel þar til fulltrúar ríkisins
hefðu sett fram þá kröfu að horfið
yrði frá því fyrirkomulagi að miða
kjör flugvirkja Gæslunnar við kjör
flugvirkja sem störfuðu fyrir Ice-
landair.
Fresta verkfallinu
Morgunblaðið/Ómar
Börn á aldrinum 8-9 ára munu frá og
með 1. janúar 2015 falla undir samn-
ing Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og
Tannlæknafélags Íslands um tann-
lækningar barna sem tók gildi 15.
maí 2013. Tannlækningar þeirra eru
þannig greiddar að fullu af SÍ fyrir
utan árlegt komugjald sem nemur
2.500 kr. Forsenda greiðsluþátttöku
SÍ er skráning barnanna hjá heim-
ilislækni en nú þegar hafa um fimm-
tíu þúsund börn verið skráð.
Veitt í skrefum
Gjaldfrjálsu tannlækningarnar
hafa komið inn í skrefum frá gildis-
töku samningsins og taka til ákveð-
inna aldurshópa barna. „Það er vel-
ferðarráðuneytið sem veitir
fjármagnið í skrefum,“ segir Mar-
grét Kristjánsdóttir, deildarstjóri
sjúkraþjónustudeildar trygg-
ingasviðs, um ástæður þess að þjón-
ustan hafi ekki tekið strax til allra
barna undir 18 ára aldri. Fyrst náði
samningurinn til barna á aldrinum
15-17 ára en síðan hafa bæst við 3ja
ára börn, 10-14 ára börn og nú síðast
8-9 ára börn. Hinn 1. janúar 2018
falla svo öll börn yngri en 18 ára
undir samninginn. Margrét segir að
byrjað hafi verið á elstu börnunum
til þess að tryggja þeim tann-
læknaþjónustu áður en þau féllu ut-
an samningsins vegna aldurs. Því
næst hafi yngstu börnin verið felld
undir samninginn til að koma þeim í
skoðun sem fyrst. Margrét bendir
þó á að þau börn sem samningurinn
tekur ekki til eiga áfram rétt á
greiðsluþátttöku vegna tann-
læknakostnaðar í samræmi við end-
urgreiðsluskrá SÍ en það fyrir-
komulag var í gildi áður en
áðurnefndur samningur tók gildi.
Einnig eiga börn í bráðavanda sem
búa við erfiðar félagslegar aðstæður
rétt á aðstoð samkvæmt samningum
þrátt fyrir að uppfylla ekki aldurs-
markmiðin á hverjum tíma.
Aðstoðin vel nýtt
Margir hafa nýtt sér aðstoð SÍ
vegna tannlækninga barna sinna en
árið 2012 fengu 45.042 börn á aldr-
inum 0-17 ára, endurgreiðslu vegna
tannlækninga frá SÍ. Árið 2013
fékk 47.221 barn tannlækningar
endurgreiddar frá SÍ, þar af fengu
12.632 börn fulla endurgreiðslu
samkvæmt samningnum frá 15. maí
2013. Þá hafa 53.490 börn fengið
endurgreiðslu það sem af er ári
2014, þar af 32.843 samkvæmt
samningnum. Fjöldi bráðatilfella
sem upp hafa komið frá því samn-
ingurinn tók gildi er um 110. Að
sögn Margrétar hefur framkvæmd
aðstoðarinnar gengið vel og engin
vandkvæði komið upp við gildistöku
samningsins. „Við viljum bara að
flest börn geti nýtt sér þessa þjón-
ustu,“ segir Margrét að lokum.
laufey@mbl.is
Gjaldfrjálst fyrir
8-9 ára börn
Morgunblaðið/Ernir
Tannlæknir Um 53.490 börn hafa leitað til tannlæknis það sem af er ári.
Tannlækningar greiddar að fullu
Mikið álag verður á starfsmönnum
margra verslana um áramótin við að
breyta verðmerkingum í hillum
vegna breytinga á lögum um virðis-
aukaskatt og vörugjöld, sem taka
gildi um áramót.
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, segir að
starfsfólkið fái frí 1. janúar en 2. jan-
úar verði byrjað að breyta verðmerk-
ingum á hillum. „Við þurfum að
manna okkur í samræmi við þetta,“
segir hann og bætir við að þar sem
nemendur, sem vinni hjá Bónus, séu
enn í fríi í skólanum sé auðveldara að
eiga við aukið álag. Reynt verði að
ljúka við breytingarnar áður en búð-
irnar verði opnaðar.
Miklar breytingar
Helstu breytingarnar eru þær að
almenna þrep virðisaukaskatts lækk-
ar úr 25,5% í 24% sem lækkar verð
um 1,2%. Neðra þrepið hækkar úr 7%
í 11% sem hækkar verð um 3,7%. Al-
menn vörugjöld verða afnumin. Raf-
tæki lækka um 18-21% og bygginga-
vörur og bílavarahlutir sem báru 15%
vörugjöld lækka um 14%.
Prenta þarf út nýtt verð fyrir
hverja vörutegund og skipta um verð-
miða á hillunum. Í 11 verslunum Bón-
uss eru rafrænar verðmerkingar að
hluta en annars þarf að gera hverja
breytingu með fyrrnefndum hætti.
Guðmundur segir að þetta taki allt
sinn tíma en vinnan hafi verið vel und-
irbúin. Tölvuvinnan sé einföld og nýtt
verð verði á afgreiðslukössunum við
opnun, en merkingarnar á hillunum
komi síðan jafnt og þétt. „Þetta verð-
ur ákveðinn sprettur um morguninn
2. janúar en við gerum okkar besta.“
steinthor@mbl.is
Verðbreyting-
ar tímafrekar
Álag í verslunum vegna breytinga
á virðisaukaskatti og vörugjöldum
Morgunblaðið/Kristinn
Bónus Breyta þarf öllum verðmerk-
ingum á hillum um áramót.