Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Eitt fjall á viku – með Ferðafélagi Íslands 2015 Ferðafélag Íslands • fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Gakktu á eitt fjall í viku með Ferðafélagi Íslands. Nýársgjöfin frá þér til þín er bætt líðan og betra form á nýju ári. Upplifðu íslenska náttúru í skemmtilegum félagsskap undir öruggri fararstjórn og lærðu að þekkja landið. Dagsferðir allt árið og tvær helgarferðir að auki. Komdu með okkur og finndu náttúrubarnið í hjarta þínu. Verð kr. 85.100 Stjórnandi: Páll Ásgeir Ásgeirsson ásamt Rósu Sigrúnu Jónsdóttur. Kynningarfundur í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 20.00 7. janúar n.k. Skráning á skrifstofu Ferðafélags Íslands í síma 5682533. Heimasíða FÍ www.fi.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Forsvarsmenn Ólafsdalsfélagsins, sem vinna að endurreisn í Ólafsdal í Gilsfirði í Dalasýslu, áforma á næsta ári að end- urreisa þar gam- alt mjólkurhús, efla lífræna vott- aða grænmetis- ræktun og hefja veitingasölu. Fyrir öld eða svo voru mikil umsvif í Ólafsdal þar sem Torfi rak fyrsta búnaðar- skólann á Íslandi, það er á árunum 1880 til 1907. Til- koma skólans og þekking sem ís- lenskir bændur öfluðu sér þar olli straumhvörfum í landbúnaði á Ís- landi. Nýmælin í Ólafsdal voru mörg Margt er enn heillegt í Ólafsdal, svo sem skólahúsið sem reist var árið 1896. Það er um 400 fermetrar; kjallari og tvær hæðir. Það hefur nú verið endurbætt og lagfært að góð- um hluta. Margt er þó ógert enn á staðnum þar sem Ólafsdalsfólk vill koma upp ferðaþjónustu hvar lögð yrði áhersla á lífræn gildi og hæg- indi, það er slow travel. „Þetta hefur þokast áfram, skref fyrir skref. Frá árinu 2008 hefur verið varið í það 35-40 milljónum króna, peningum sem fengist hafa frá ríki, sveitarfélögum, fyrir- tækjum og einstaklingum. Nú síð- ast hét Dalabyggð okkur 500 þús- und króna styrk á næsta ári og við væntum áframhaldandi stuðnings húsafriðunarsjóða og fleiri. Þá eru viðræður í gangi við áhugasamt fólk að koma að uppbyggingunni með myndarlegum hætti svo hraðar gangi,“ segir Rögnvaldur Guð- mundsson, formaður Ólafsdals- félagsins. Hann er langafabarn Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal og Guðlaugar Zakaríasdóttur konu hans og er því málið skylt. „Í Ólafsdal standa enn rústir fjóss og mjólkurhúss, en síðar byggingin er merkileg sakir þess að bæjarlækurinn rennur þar í gegn og þannig var mjólkin kæld. Endur- gerð þessa húss hófst haustið 2012 með stuðningi Húsafriðunarsjóðs, Mjólkursamsölunnar, Kaupfélags Skagfirðinga og einstaklinga. Ann- ars voru nýmælin í Ólafsdal fjöl- mörg; til dæmis ostagerð og úr smiðjunni þar komu til dæmis ljáir og plógar, verkfæri sem breyttu miklu um framþróun íslensks land- búnaðar.“ Stysta leiðin yfir landið Á síðasta ári fékkst leyfi til þess að starfrækja kaffihús í Ólafsdal. Væntir Rögnvaldur að starfsemi þess hefjist í ár, en tekið er á móti gestum á þessu forna höfuðbóli í sex vikur á sumri og vonir standa til að sá tími verði nokkru lengri næsta sumar. Annars er dagskrá hvers sumars lokið með svonefndri Ólafsdalshátíð sem er aðra helgina í ágúst ár hvert. Til framtíðar er svo ætlunin að opna veitingastað í Ólafsdal þar sem matur úr héraði yrði í öndvegi. „Þá hefur útivistarfólk áhuga á Gilsfirði. Úr botni hans við bæinn Kleifar eru aðeins 18 kílómetrar yf- ir Steinadalsheiði í Kollafjörð á Ströndum og þá er búið að þvera landið, ef svo má segja, það er hrygginn sem tengir Vestfirði við meginlandið. Þetta er sennilega stysta leiðin yfir landið sem fara má,“ segir Rögnvaldur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ólafsdalur Gamla húsið, þar sem forðum var skóli, er reist seint á 19. öldinni og setur sterkan svip á dalinn fagra. Endurreisn í Ólafsdal áfram  Aftur starfsemi í gamla skólahúsinu Rögnvaldur Guðmundsson Gilsfjörður gengur inn í landið frá botni Breiðafjarðar og um hann liggur hin ósýnilega markalína Vesturlands og Vest- fjarða. Forðum daga var Ólafsdalur í þjóð- braut, enda var fjölfarinn þjóðvegur þá í túnfætinum. Það breyttist með vegi yfir Gilsfjörð; mikilli fyllingu í fjarðarmynninu og brú sem er nærri flæðarmálinu Vest- fjarðamegin, það er Reykhólasveit. Fyrir áhugasama er þó vel þess virði að koma við í Ólafsdal, sögustað þar sem styttan af Torfa og Guðlaugu eftir Ríkarð Jónsson er í öndvegi. Markalína vestra DALURINN FAGRI ER ÚR ALFARALEIÐ Styttan Ólafsdalshjónin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.