Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 ÚR BÆJARLÍFINU Birna Konráðsdóttir Borgarfirði Í hugum margra Íslendinga er nauðsynlegt að jólin séu hvít. Reikna má með að flestum lands- mönnum hafi orðið að ósk sinni þessi jólin, því eins og segir í kvæðinu: „mjöllin heið og hrein, hylur laut og stein.“ Ókosturinn við kornin sem mynda þetta hvíta teppi er að þau hafa tilhneigingu til að vera með óeirð, eiga erfitt með að liggja kyrr, með öllum þeim takmörk- unum á skyggni sem því fylgir. Til mótvægis á vogarskálinni eru kost- irnir að mikið verður bjartara sem íbúar norðlægra slóða kunna að meta og jafnframt verður auðveld- ara að rekja spor en á auðri jörð. Sumar skepnur merkurinnar njóta minni hylli en aðrar. Lágfóta hefur lengi verið ýmsum þyrnir í augum, ekki síst bændum þar sem hún er keppinautur þeirra, ekki síst um fæðið. Mikið hefur verið um ref í Borgarfirði að undanförnu og hafa því til sönnunar meðal annars sést spor í snjónum. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi orti um samskipti manns og refs í kvæðinu Fjallaref- urinn: -Þungar eru þrautir, þeirra er í grenjum fæðast. Refur verið að ræna. Refur verður að læðast. Þó er mörgum minni miskunnsemi gefin, - en seint mun bóndinn blessa bölvaðan fjallarefinn.    En snjónum fylgir ekki bara fegurð jólakortamynda. Hér áður fyrr þegar menn voguðu á útigang, eins og sagt var, voru hvít jól ekki endilega ákjósanleg. Það þýddi meiri heygjafir af forða sem kannski ekki var mikill. Nú er öld- in önnur. Þrátt fyrir votviðrasamt sumar eru bændur í Borgarfirði þokkalega birgir af heyjum. Hross- um er nú gefið út en þau ekki látin sjá sér farborða, norpa við að krafsa í frosna jörð. Jólatuggan bíður þeirra sem og annarra skepna.    Síðustu 100 ár hafa verið ár breytinga. Áar okkar er lifðu í byrjun 20. aldar upplifðu jól og jólaundirbúning á annan hátt en við gerum. Ekki fyrir margt löngu var veiðibann á rjúpu í gildi. Á þeim árum grétu margir, það komu varla jól. Fyrr á tíð grét margur ef ekkert annað gafst til jóla en rjúpa. Þær voru fátækrafæða illskást, ef annað nýmeti var ekki að hafa. Gamlar hefðir hafa því verið færð- ar í nýjan búning eða gengið í end- urnýjun lífdaga. Laufabrauðið og skatan og rjúpan eru nú partur af jólahefðum fjölda landsmanna, en þær byggjast allar á gömlum merg og voru jafnvel landshlutabundnar. Fyrir utan laufabrauðið voru rjúp- an og skatan ekki spari á jólum fyrr á tíð.    Ljósið hefur löngum verið tákn fyrir jólin. Fyrir tíð rafmagnsins kepptust konur við að steypa sem flest kerti fyrir jól og ekkert spar- að í ljósmetinu er hátíðin sjálf gekk í garð. Þau eru ófá, skáld fyrri tíma sem ort hafa um jólaljósið og hvernig myrkrið vék fyrir ljósinu er tendrað var á aðfangadag. Nú- tímamaðurinn viðheldur þessu á ýmsa lund, m.a. með því að skreyta híbýli sem með marglitum ljósum eru kærkomin tilbreyting í skamm- deginu. Guðmundur Böðvarsson frá Kirkjubóli, eitt af skáldum Borg- firðinga, orti svo í kvæðinu Hin gömlu jól: Við munum og geymum með mildum yl þær myndir, án nokkurs skugga, af litlum torfbæ með lágreist þil og ljós í hverjum glugga, um baðstofu-hlýjunnar blíðuseið, sem bræddi af rúðunni klakann, um dýrðlega kvöldið, sem kom – og leið um kerti, sem brann on‘í stjakann. Aðventan hefur fengið aukið gildi sem viðburðartími í aðdrag- anda jóla. Víða er nú boðið upp á fjölbreytta afþreyingu ef fólk vill og hefur tíma til að sinna. Tón- leikar, jólahlaðborð, samvera og notalegheit lýsa upp þennan myrk- asta tíma ársins. Einnig eru að- ventukvöld á dagskrá í flestum kirkjum. Stafholtskirkja í Borgar- firði er þar engin undantekning. Sóknarbörn þyrptust í kirkjuna sína þriðja sunnudag í aðventu til að eiga þar samfélag og meira að segja héldu veðraöflin að sér hönd- um svo fært var til og frá kirkju og allir komust heilir heim. Maður er manns gaman. Tungnamenn og Borghreppingar mættu til að syngja saman og hlýða á ræðu- mann kvöldsins, Ásthildi Sturlu- dóttur. Hún ræddi m.a. um mæð- urnar, hvað þær hafa í gengum aldirnar gert og lagt á sig til að bærinn yrði hreinn og fágaður fyrir jólin fyrr og nú og aðbúnaður fólksins þeirra yrði sem bestur. Hún brá upp mynd úr ljóði Jóns úr Vör, Jól: Stíg ég hreinn upp úr bala á eldhúsgólfinu, signdur af þreyttri móður, færður í nýja skyrtu. Ásthildur brýndi jafnframt fyrir fólki að hollt væri að temja sér hófsemd í gjöfum og gjörðum. Að gína yfir miklu væri ekki endi- lega leið til hamingju. Hófsemd í gjöfum og gjörðum Guðshúsið Í Stafholtskirkju í Borgarfirði talaði Ásthildur Sturludóttir um hlutverk mæðra fyrr og nú og hófsemdina sem væri hollt að temja sér. Vetrarríki Þetta verkfæri gengur tæpast í endurnýjun lífdaga. Mennta- og menningar- málaráðherra hefur skipað Ágústu Elínu Ingþórsdóttur í embætti skóla- meistara Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Fram kemur í fréttatilkynningu ráðuneytisins að sex umsóknir hafi borist um embætti skólameistara. „Mennta- og menningarmálaráð- herra hefur að fenginni umsögn skólanefndar skipað Ágústu Elínu Ingþórsdóttur í embætti skóla- meistara skólans til fimm ára frá 1. janúar 2015,“ segir í frétt ráðuneyt- isins. Ágústa Elín skipuð skólameistari FV Ágústa Elín Ingþórsdóttir Erum byrjaðir að afhenda 2015 árgerðina! Við sérpöntumallar gerðirbíla frá USA og Evrópu Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 isband@isband.is - www.isband.is • Nýr og enn öflugri en áður • Dísel 440hö • Öflugur pallbíll Nýr Ford F350 Verð frá kr. 8.650.000 Gleðileg jól og farsælt komandi ár Verð frá kr. 9.350.000 Nýr Dodge Ram 3500 • Nýtt útlit og flottari innrétting • Dísel 390 hö • Öflugur pallbíll Opið alla virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-15 • Nýtt útlit að utan sem innan • Stórglæsilegur pallbíll Verð frá kr. 9.350.000 Nýr GMC 3500 mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.