Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Umræður um útgönguskatt á greiðslur til kröfuhafa gömlu bank- anna eru farnar að hafa áhrif á verð- mæti krafna á hendur bönkunum, að sögn Erlendar Gíslasonar hæsta- réttarlögmanns og skiptastjóra þrotabús Baugs. Hæstiréttur við- urkenndi þann 4. desember síðast- liðinn 13,7 millj- arða króna kröfu þrotabúsins á hendur Kaup- þingi. Næsti skipta- fundur í þrota- búinu verður haldinn þann 6. janúar næstkomandi en þar stendur til að taka ákvörðun um hugsanlega ráðstöfun kröfunnar. Erlendur segir að óskað verði eftir heimild kröfuhafa þrotabúsins til þess að selja kröfuna á hendur Kaupþingi í samræmi við gangverð slíkra krafna. Óvíst sé hvenær skipt- um á Kaupþingi ljúki og að hlutverk skiptastjóra sé að ljúka skiptum á þrotabúum eins fljótt og greiðlega og kostur sé. ,,Það er engin launung á því að kröfur á hendur bönkunum ganga kaupum og sölum. Hugsanleg sala á kröfunni verður borin undir kröfu- hafa því þeir kunna að vilja fá fjár- muni strax í stað þess að bíða eftir að skiptum ljúki á Kaupþingi.“ Aðspurður kveðst Erlendur ekki vera með neinn sérstakan kaupanda í huga en að nokkrir hafi þegar sýnt eigninni áhuga. Hann geti ekki tjáð sig um hvað muni gerast á skipta- fundinum þar sem hann viti ekki hverjir mæti á fundinn. Þó verði krafan seld fáist fyrir því heimild kröfuhafa. Hann segir dómkröfuna mjög stóra eign búsins en heildarkröfur á hendur þrotabúi Baugs voru um 320 milljarðar króna. Erlendur gerir ráð fyrir að söluverð kröfunnar verði um 3 milljarðar króna, þar sem venju- legt gangverð kröfu á hendur bank- anum sé um 20-25% af nafnvirði. Megnið fór inn í Kaupþing Forsaga málsins er sú að Baugur seldi félaginu 1998 ehf., hluti sína í Högum árið 2008 en kaupin voru fjármögnuð með láni frá Kaupþingi. Baugur nýtti hluta söluandvirðisins til að leysa hlutina úr veðböndum. Eftirstöðvarnar fóru í kaup á hlutum í Baugi sjálfum og þeim fjármunum var ráðstafað frá hluthöfunum inn á skuldir þeirra við Kaupþing. Héraðsdómur féllst á riftunar- og skaðabótakröfur þrotabús Baugs vegna kaupanna í mars 2013. Voru hluthafar Baugs því dæmdir til að greiða þrotabúinu 15 milljarða til baka. Stærstur hluti fjárins sem hluthafarnir fengu frá Baugi rann aftur inn í Kaupþing til að greiða nið- ur skuldir hluthafanna. Því taldi þrotabú Baugs sig eiga kröfu í þrotabú Kaupþings. Hæstiréttur féllst á það með héraðsdómi að kraf- an nyti stöðu almennrar kröfu við slit á Kaupþingi. Útgönguskattur hefur áhrif á verðmæti krafna á bankana Morgunblaðið/Árni Sæberg Kröfuhafar Nokkrir ráðgjafar kröfuhafa slitabús Kaupþings fara yfir málin á göngum Hörpu á kröfuhafafundi . Sala kröfu Baugs » Þrotabú Baugs fékk dæmda 13,7 milljarða kröfu á hendur Kaupþingi í Hæstarétti. » Skiptastjóri búsins segir al- mennt gangverð krafna á hendur bönkunum um 20-25% af nafnvirði en að fyrirætlanir um útgönguskatt hafi áhrif á verðmæti krafna. » Hann mun óska eftir heimild kröfuhafa til að selja kröfuna á hendur Kaupþingi, en næsti skiptafundur er 6. janúar nk.  Skiptastjóri Baugs áætlar að 13,7 milljarða krafa seljist á um 3 milljarða króna Erlendur Gíslason 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Þegar þú kaupir bökunardropa frá Kötlu, styður þú fjölfötluð börn til náms. Sunnusjóður hefur í meira en 30 ár aukið námsmöguleika fjölfatlaðra barna. Katla er helsti bakhjarl sjóðsins. DROPAR SEM LOFA GÓÐU www.sunnusjodur.is www.katla.is/dropar                                    ! " !#  $ %! $ %   ! $%  #" $$$ &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %# !%    "$ % $ %   % #!  " $#! % !"$ ! !% %!"$ %"#  % $!  " $# %#!! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Danskir bankar íhuga nú þann mögu- leika að leggja neikvæða vexti á inn- stæður, þannig að innstæðueigendur greiði fyrir að hafa peninga á bankabók. Vísa þeir til þess að þeir greiði sjálfir nei- kvæða vexti þegar þeir leggi peninga inn hjá danska seðlabankanum. Í viðtali við Berlingske Tidende spyr- Niels Storm Stenbæk yfirhagfræðingur dönsku bankasamtakanna, Finansrådet, hvort ekki sé komið að því að bankar neyðist til að bjóða viðskiptavinum sín- um neikvæða vexti. Sviss og Japan eru meðal landa sem hafa brugðið á þetta ráð, vegna afar lágra vaxta. Danir íhuga neikvæða vexti á innstæður ● Aðeins voru 49 íslensk skip á sjó við landið í gær. Lítið er um sjósókn milli jóla og nýárs, þar sem fiskiskipum er óheimilt að stunda veiðar á hátíðisdög- unum. Þau mega hefja veiðar á mið- nætti annars dags jóla og vera að fram að hádegi gamlársdags. Eftir þann tíma skulu þau vera í landi fram yfir ný- ársdag. Á þetta við um fiskiskip en engin farskip eru nú skráð á Íslandi. Skipin sem voru að veiðum í gær eru togarar eða stærri skip, sem flest fiska fyrir vinnslur í landi. Um þetta er fjallað á kvotinn.is Aðeins 49 skip á sjó við Íslandsstrendur í gær STUTTAR FRÉTTIR ... Hörður Ægisson hordur@mbl.is Íslensk eignastýring ehf., sem er í meirihlutaeigu Straums fjárfest- ingabanka, gekk í gær frá kaupum á 27,51% hlut í Íslenskum verðbréfum (ÍV). Með kaupunum hefur Íslensk eignastýring því eignast 58,14% eignarhlut í Íslenskum verðbréfum. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Straumi að félagið hafi nýtt sér skömmu fyrir jól forkaupsrétt að hlutum Íslandsbanka í ÍV. Ekkert verður því að fyrirhuguðum kaupum MP banka og Lífeyrissjóðs verslun- armanna á ríflega fjórðungshlut í Ís- lenskum verðbréfum. Straumur nýtti sér einnig forkaupsrétt að 8,8% hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) fyrr í þessum mánuði. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að Straumur hefði lokið við hlutafjár- aukningu upp á 500 milljónir króna. Í aðdraganda kaupanna sótti Straumur fjárfestingabanki, ásamt Íslenskri eignastýringu, um heimild Fjármálaeftirlitsins til þess að fara með yfir 50% virkan eignarhlut í Ís- lenskum verðbréfum. Hefur Fjár- málaeftirlitið samþykkt þá umsókn. Í fréttatilkynningu er haft eftir Jakobi Ásmundssyni, forstjóra Straums: „Íslensk verðbréf eru spennandi félag og tel ég mikil tæki- færi fólgin í þessum ánægjulega áfanga í starfsemi Straums. Starfs- fólk Íslenskra verðbréfa hefur unnið gott starf á undanförnum árum þrátt fyrir ákveðna óvissu um framtíðar- eignarhald á félaginu. Þeirri óvissu hefur nú verið eytt og mun Straumur einbeita sér að því að taka þátt í upp- byggingu Íslenskra verðbréfa ásamt starfsfólki fyrirtækisins og öðrum hluthöfum.“ Morgunblaðið/Þórður Forstjóri Jakob Ásmundsson. Straumur eignast meirihluta í ÍV  Nýtti sér for- kaupsrétt að 27,5% hlut Íslandsbanka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.