Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014
Núvitund
Karlapúl
Orkulausnir
Hreyfilausnir
E
in
st
a
kl
in
g
sþ
já
lf
u
n Slökun
Hugarlausnir
Stoðkerfislausnir
H
ei
ls
ul
au
sn
ir
Sj
úk
ra
þj
ál
fu
n
Heilsumat
S
á
lf
ræ
ð
in
g
a
r
Eldum betur
B
o
rð
u
m
b
e
tu
r
A
ð
h
a
ld
h
jú
kr
u
n
a
rf
ræ
ð
in
g
s
Sofum betur
k
þ
u
m
b
e
t
E
in
st
Sj
ú
Sj
ú
B
o
rð
u
- Þín brú til betri heilsu
www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010
Kynningarfundur á námskeiðum Heilsuborgarskólans
fimmtudaginn 8. janúar kl 18:00
Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf
– Ertu ekki að hreyfa þig reglulega?
– Eru kílóin að hlaðast á?
– Er svefninn í ólagi?
– Ertu með verki?
– Líður þér illa andlega?
– ....eða er hreinlega allt í rugli?
Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi
S
ve
fn
m
æ
lin
g
a
r
O
ffi
tu
rá
ð
g
jö
f
„Það er mjög mikilvægt að fólk
hjálpi okkur við hreinsunina með því
að hreinsa vel frá tunnunum þannig
að hægt sé að tæma þær hratt og
vel. Það flýtir fyrir í svona ástandi,“
segir Eygerður Margrétardóttir hjá
sorphirðunni en Sorphirða Reykja-
víkurborgar hefur keppst við að
hreinsa sorp í þeim hverfum sem
ekki náðist að klára fyrir jól.
Færð er víða þung vegna hálku og
klakaruðninga og vinnuaðstæður
langt frá því að vera eins og best
verður á kosið. Gert var ráð fyrir að
sorphreinsun kláraðist fyrir hádegi í
dag í Árbæjarhverfi, Úlfarsárdal og
á Kjalarnesi en einnig verður
hreinsað frá heimilum í Grafarvogi í
dag og á gamlársdag en einhverjar
tafir gætu orðið.
Ef sorphirða gengur greiðlega
fyrir sig í úthverfunum verður reynt
að fara í Vesturbæ og Miðborg fyrir
áramót en samkvæmt upplýsingum
frá sorphirðunni verður það bónus ef
sorphreinsunarfólk nær þangað.
Keppst við að hreinsa sorp
Íbúar beðnir að hjálpa til Erfiðar
aðstæður fyrir Sorphirðu Reykjavíkur
Morgunblaðið/Ómar
Rusl Enn er verið að vinna upp tap-
aðan tíma frá því fyrir jól í ruslinu.
Fleiri veitingastaðir í borginni verða
opnir núna yfir áramótin heldur en
áður samkvæmt yfirliti yfir af-
greiðslutíma sem Upplýsinga-
miðstöð ferðamanna í Aðalstræti
tekur saman árlega. Á gamlárskvöld
verða 33 veitingastaðir opnir og á
nýárskvöld verður 51 veitingastaður
opinn.
Árið 2003 birtist frétt í Morgun-
blaðinu um að ferðaskrifstofur hafi
verið hikandi við að skipuleggja
ferðir til Íslands um jólin vegna þess
hvað erfitt væri að fá þjónustu þessa
daga. Þó hefðu verið 200 til 300
manns hér á landi jólin 2003.
Samtök ferðaþjónustunnar áætla
að allt að 60 þúsund ferðamenn komi
til landsins í desember í ár og stór
hluti komi um jól og áramót.
Aukið framboð á þjónustu fyrir
erlenda ferðamenn í Reykjavík yfir
jól og áramót er fagnaðarefni að
sögn Einars Bárðarsonar, forstöðu-
manns Höfuðborgarstofu. „Veit-
ingastaðir og ferðaþjónustuaðilar í
Reykjavík standa sig frábærlega í að
mæta þörfum þessa aukna fjölda
ferðamanna sem kýs að verja jól-
unum í Reykjavík,“ segir hann í til-
kynningu. benedikt@mbl.is
Ferðamenn geta
valið veitingastaði
33 veitingastaðir opnir um áramót
Morgunblaðið/Eggert
Ferðalangar Ferðamönnum hefur
fjölgað sem koma hingað til lands.
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Tugir norskra fyrirtækja herja á ís-
lenska hjúkrunarfræðinga á hverj-
um degi með atvinnutilboðum.
Hjúkrunarfræðingar fá SMS-
skilaboð og jafnvel persónuleg sím-
töl frá fyrirtækjunum auk fjöl-
margra tölvupósta.
„Ég fæ ennþá að lágmarki fimm
tölvupósta á dag með atvinnu-
tilboðum frá Noregi og núna fyrr í
vetur fengu nær allir hjúkrunar-
fræðingar á landinu SMS-skilaboð,
jafnvel tvisvar á dag, frá einu fyr-
irtækinu sem var að reyna að fá
hjúkrunarfræðinga til að vinna í
Noregi,“ segir Ólafur G. Skúlason,
formaður Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga. Hann kveðst ekki vita
hvernig fyrirtækið fékk símanúmer
allra hjúkrunarfræðinga hérlendis.
„Ef þú vilt vinna í Noregi og ert
hjúkrunarfræðingur, þá geturðu
verið farinn á morgun. Það rignir
inn tilboðum um atvinnu í Noregi.“
Fleiri og fleiri fara til Noregs
Ekki liggur fyrir nákvæmur
fjöldi hjúkrunarfræðinga sem hafa
farið héðan til starfa í Noregi. „Árið
2011 varð sprengja í þeim fjölda sem
sótti um starfsleyfi í Noregi. Við er-
um að tala um mörg hundruð hjúkr-
unarfræðinga sem hafa leyfi til að
starfa í Noregi og það er stærri hóp-
ur sem vinnur í skorpum í Noregi og
kemur svo til baka. Það virðist ekki
vera neitt lát á því. Það eru alltaf
fleiri og fleiri að fara út,“ segir Ólaf-
ur.
Þá eru launin talsvert hærri en
á Íslandi. „Áður en ég varð formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
fór ég til Noregs að vinna og fyrir
þriggja vikna vinnu þar fékk ég virði
u.þ.b. tveggja og hálfs mánaðar
launa á Íslandi. Fólk er að minnsta
kosti að tvöfalda tekjurnar sínar,“
segir Ólafur um laun íslenskra
hjúkrunarfræðinga í Noregi. Hann
áréttar að launin breytast auðvitað
samhliða gengisbreytingum.
Fá einnig tilboð frá Svíþjóð
Þá segir Ólafur að Svíar séu
byrjaðir að bjóða hjúkrunarfræð-
ingum hér á landi vinnu í auknum
mæli. „Það vantar hjúkrunarfræð-
inga þar þannig að þeir hafa hækkað
laun hjúkrunarfræðinga og hagrætt
vinnuvikunni til þess að fá fleiri
hjúkrunarfræðinga til landsins.“
Fá mörg at-
vinnutilboð á
hverjum degi
Launin tvöfalt
hærri í Noregi
Morgunblaðið/Golli
Atvinna Ekki er erfitt fyrir hjúkr-
unarfræðinga að fá vinnu í Noregi.
Norðmenn sækja ekki einungis hjúkrunarfræðinga til Ís-
lands. Fram kemur á vef færeyska útvarpsins, kvf.fo, að
Norðmenn lokki færeyska hjúkrunarfræðinga til Noregs
með betri launum. Óluva í Gong, formaður Félags fær-
eyskra hjúkrunarfræðinga, segir að aldrei áður hafi
svo margir færeyskir hjúkrunarfræðingar fengið
norskt starfsleyfi eins og á þessu ári. Hún segist
ánægð með að félagar sínir fái hærri laun en þessi þróun
geti haft alvarleg áhrif á færeyska heilbrigðiskerfið.
FÆREYSKIR HJÚKRUNARFRÆÐINGAR LÍTA TIL NOREGS
Norðmenn bjóða betur