Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 31
við um Evrópu og skoðuðum m.a. Prag og einnig Austur-Berlín sem þá báru enn mikinn keim af aust- antjaldslöndum. Í þessari ferð var Bjarni hress og kátur og naut sín vel. Bjarni hafði hlýlegt og vinalegt yfirbragð og hafði stundum stríðnisglampa í augunum. Hann var mikill húmoristi og hafði gam- an af því að segja gamansögur. Nemendur hans í Verzlunarskól- anum fengu meðal annarra að njóta þessara sagna sem gerðu Bjarna að vinsælum kennara á sama tíma og hann hélt uppi aga með ákveðni. Bjarni var einkar hjartahlýr maður sem mátti ekkert aumt sjá. Fuglarnir í hverfinu vissu alveg hvar hann bjó þar sem hann var mjög natinn við að gefa þeim að éta yfir vetrartímann. Stórfjölskyldan fór margar stangveiðiferðir með þeim hjón- um Bjarna og Hólmfríði. Hafði Bjarni mikinn áhuga á veiðinni og naut sín með ágætum í þessum ferðum. Myndlist var eitt af hugðarefn- um Bjarna og naut hann mjög list- ar sem höfðaði til hans. Ég vil þakka Bjarna fyrir hlýjuna og elskulegheitin sem hann hefur sýnt mér og fjölskyldu minni í gegnum árin. Tengdamóð- ir mín kveður nú lífsförunaut sinn til yfir 60 ára og votta ég henni mína dýpstu samúð. Góður Guð geymi þig. Ellen Flosadóttir. Nú, þegar komið er að leiðar- lokum hjá kærum tengdaföður mínum og vini, Bjarna Jónssyni, langar mig að fá að minnast hans með fáeinum orðum. Bjarni lauk mennta- og há- skólanámi bæði hérlendis og er- lendis og velgengi hans á því sviði átti hann góðum gáfum sínum að þakka. Það leyndist engum sem hann þekktu að þarna fór ekki bara vel lesinn maður heldur líka íhugull og vitur maður. Hann tal- aði vandað íslensk mál og var hann afkomendum sínum góð fyr- irmynd að því leyti eins og í svo mörgu öðru. Bjarni var einstakur húmoristi, gat gert hversdagslega hluti spaugilega og gerði grín, stundum á eigin kostnað en aldrei annarra. Hann var einstaklega hlýr maður sem talaði við alla sem jafningja sína og hann var óspar á einlægt hrós. Heiðarlegri maður er vandfundinn. Bjarni lét málefni samfélagsins sig varða, sagði skoðanir sínar og dró gjarnan taum lítilmagnans. Fyrir kom að hann sagði skoðun sína umbúða- laust en brosti þá glettnislega á eftir. Á mannamótum kom hann vel fyrir og hafði fágaða fram- komu. Ég vil þakka Bjarna allt sem hann var og gerði fyrir mig og dætur mínar, afabörnin sín sem hann lét sig varða og unni. Ég á eftir að sakna hans, einlægni hans og hlýleika en ekki síst hans ein- staka húmors. Steinunn Gunnlaugsdóttir. Nú er hann elsku Bjarni, afi okkar, farinn, maður sem okkur þótti svo ótrúlega vænt um. Okk- ur systurnar langar til þess að minnast hans með nokkrum orð- um. Afi var ótrúlega skemmtilegur maður. Þeir sem þekktu til hans vissu hversu gaman hann hafði af því að segja sögur og hann var einstaklega góður sögumaður. Frásögnin var lífleg og gaman- semin aldrei langt undan. Húm- orinn gat verið beittur, samt var afi aldrei illkvittinn. Hláturinn hans var innilegur og smitandi. Afi hafði mikinn áhuga á spænska boltanum og var forfallinn Barce- lona-aðdáandi. Hann missti varla úr leik og þreyttist seint á að ræða allt sem sneri að þessu áhugamáli sínu. Stundum eru menn alveg á réttri hillu í lífinu, þannig var því farið með afa og kennsluna. Ótrú- legasta fólk hefur í gegnum tíðina komið að máli við okkur systur og hrósað honum í hástert, þá fyrr- verandi nemendur hans bæði úr Verzlunarskólanum og Voga- skóla. Hann þótti líflegur kennari sem átti auðvelt með að vekja áhuga nemenda á efninu en lum- aði jafnframt á skemmtilegum sögum af sjálfum sér og öðrum. Hann var með eindæmum fróður um ýmis málefni og við systur fengum líka að njóta góðs af þeirri visku. Afi var ákaflega mikill dýravin- ur en smáfuglarnir skipuðu hjá honum sérstakan sess. Á veturna leið varla sá dagur að hann gæfi þeim ekki og hann gætti þess að velja þeim sem orkuríkasta fæðu svo hún nýttist sem best. Hann sinnti fuglunum sínum af mikilli alúð og kenndi okkur systrum ungum hvernig við ættum að um- gangast þá og skilja. Afi þekkti staka fugla og þeir leyfðu honum að nálgast sig, það var ljóst að fuglarnir treystu honum. Í þakk- arskyni var fuglasöngurinn ætíð óvenju líflegur í garðinum í Hvassaleitinu hjá ömmu og afa. Miðað við mann af hans kyn- slóð hafði afi ferðast víða. Spánn átti þó alltaf sérstakan stað í hjarta hans. Ferðalög afa um landið og upplifun hans af þeirri eymd og harðræði sem hann varð vitni að í valdatíð Francos höfðu sterk áhrif á hann og hans lífs- skoðanir. Afi trúði á réttlæti og sanngirni. Hann gerði hvað hann gat til að aðstoða þá sem urðu á vegi hans og þurftu á hjálp hans að halda, náungakærleikurinn var óvenju ríkur í honum. Frá afa stafaði mikil hlýja. Við fundum alltaf svo sterkt hversu stoltur hann var af okkur, hversu mikið honum þótti til okkar koma, hversu vænt honum þótti um okk- ur. Við systur erum lánsamar að hafa átt svona góðan afa. Nú kveðjum við hann með þakklæti í huga og minnumst góðs manns sem gaf okkur svo mikið. Unnur Hólmfríður og Elva Bergþóra Brjánsdætur. Hugurinn hvarflar langt aftur í tímann og margt líður yfir minn- ingatjaldið, bæði súrt og sætt. Þetta voru hin svokölluðu eftir- stríðsár, einhver örlagaríkustu ár í sögu okkar. Hernámið hafði kippt okkur inn í nútímann án fyr- irvara og við fórum úr torfhúsum og hestvagni í nýjasta Ford og Frank Sinatra hljómaði í útvarp- inu. Reykjavík breyttist úr smábæ í borg með húsnæðisleysi og vaxtarverkjum eins og Indriði G. Þorsteinsson lýsir svo snilldar- lega í ’79 af stöðinni. Kynni okkar Bjarna urðu gegnum sameiginlega vini vorið sem hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og löngu síðar tengdumst við fjöl- skylduböndum. Hann var mörg- um eftirsóknarverðum mannkost- um búinn, virtist fæddur heimsborgari, fríður og tilfinn- inganæmur, með fágaða fram- komu og féll vel inn í umhverfið hvar og hvenær sem var. Gat ver- ið hrókur alls fagnaðar, listrænn og sagði skemmtilega frá, en kunni líka þá list að hlusta. Hafði glæsilegt málfar og engum kom á óvart að hann lagði tungumála- nám fyrir sig. Fór fyrst til Frakk- lands í frönsku- og spænskunám, lauk síðan enskuprófi og gerði tungumálakennslu að ævistarfi. Starfaði af kostgæfni og alúð og var vinsæll kennari. Bjarni hafði náðargáfu fyrir því að láta fólki líða vel í kringum sig og var krydd í lífi þeirra sem kynntust honum. Hulda Jósefsdóttir. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Síðustu daga hef ég verið að gramsa í minningunum og ég er svo þakklát fyrir hvað þær eru margar. Ég man hvað mér þótti gaman að fara með þér í vinnuna á DV. Ég man þegar við vorum saman í Hollandi, þegar við tók- um rútuna austur á Kirkjubæja- klaustur að heimsækja Sólveigu og Jón, þegar við saumuðum sam- an krosssaumspúðana á meðan mamma og pabbi voru í Karíba- hafinu, að við settum alltaf á okk- ur varalit áður en við löbbuðum upp í búð og auðvitað níræðisaf- mælinu þínu sem við héldum upp á í vor. Auk þess eru náttúrulega margar minningar tengdar jólun- um enda hafa þessi jól verið ansi tómleg. Það sem ég á hins vegar eftir að sakna mest eru allir hversdagslegu hlutirnir sem ég hef aldrei velt neitt sérstaklega fyrir mér eða þótt neitt sérstak- lega merkilegir. Grauturinn á laugardögum sem hefur verið fastur punktur alla ævi. Löngu- vitleysurnar, lummurnar og lúr- arnir sem ég tók á sófanum á meðan við spjölluðum saman. Spjall um lífið og tilveruna og að hlusta á sögur frá því í gamla daga. Sögur sem minna mann á hversu mikið allt hefur breyst á stuttum tíma, ekki það að þú hafir látið þessar breytingar mikið á þig fá. En það er líka svo lýsandi fyrir þig hlutirnir bara eru eins og þeir eru og það er enginn tilgang- ur að velta sér eitthvað sérstak- lega upp úr því. Þegar ég fékk fréttirnar af því að þú værir komin á spítala hafði ég enga trú á öðru en að þú mynd- ir hrista það af þér eins og allt annað og að við myndum halda jólin saman. Þú varst sterkari en allir sem ég hef nokkurn tímann þekkt og í mínum huga ósigrandi. Það átti hins vegar illa við þig að liggja á spíatala og líklega hef- urðu frekar viljað halda þessi jól með afa og systkinum þínum heldur en að halda þau á spítalan- um. Það er allavega gott að vita af þér í góðum félagsskap. Berglind. Jæja, amma mín, þá er hvíldin komin. Þú varst búin að tala um að þú værir orðin þreytt enda átti lítið við þig að liggja svona í sjúkrarúmi tengd við einhverjar vélar. Það er engu að síður sárt að kveðja, maður er aldrei alveg tilbúinn. Ég er afar þakklát fyrir að hafa verið áfram á spítalanum þessa nótt, að hafa verið hjá þér þegar þú kvaddir. Það er svo merkilegt hvernig þú vaktir mig þar sem ég dottaði í stólnum við hliðina á rúminu. Smá hósti, opin augu og ég hrökk upp, þú vissir alveg hvað þú varst að gera. Þessa nótt reikaði hugurinn víða og það hefur hann einnig gert síðustu daga, flett gegnum minningabankann. Að sjálfsögðu kom fyrst upp grjónagrautur og slátur, laugardagshádegin sem fjölskyldan átti saman yfir graut- ardiskunum. Lummurnar sem voru gerðar úr afganginum af grautnum eru líka þarna. Blóð- mörssneiðar steiktar á pönnu og sykri stráð yfir. Að ógleymdum upprúlluðum pönnukökum með sykri, nokkuð sem var ómissandi í öllum veislum. Minningarnar eru flestar tengdar mat enda var það svo mikilvægt fyrir þig að allir færu saddir frá þér. Sú matarminning sem hefur samt mest gildi fyrir mig tengist árlega laufabrauðinu, eiginlega eru þær þrjár sem tengjast, þrír dagar með þriggja ára millibili. Fyrst er það dagurinn sem mér var fyrst hleypt að steikingar- pottinum (eða ég frekjaðist að honum), það var ákveðið fullorð- insmerki að fá að steikja kökurn- ar sjálf. Þú sast eins og venjulega með okkur í eldhúsinu og eftir nokkrar kökur fékk ég hrós fyrir steikinguna, það var stórt skref. Árið eftir vildi ég fara á næsta stig og heimtaði að fá að læra að gera soðið brauð. Að sjálfsögðu var engin uppskrift á blaði, ég stóð bara við eldhúsbekkinn og setti hráefnin saman eftir þínum leiðbeiningum, aðeins meira hveiti, ögn meiri mjólk. Hnoðað saman, skorið og steikt eftir kúnstarinnar reglum. Svo kom dómurinn, jú þetta var í fínu lagi. Stoltið stækkaði aðeins meira. Árið eftir kom svo æðsta hrósið, þegar ég mætti í laufabrauðið var tekið á móti mér með orðunum: „Gerir þú ekki bara soðna brauð- ið, ég nenni ekki að vera að hnoða.“ Mikið stærri gerðust þau nú ekki frá þér og að sjálfsögðu stóð ég og hnoðaði og reyndi að muna hvað ég hefði sett mikið af hverju árið áður (þurfti samt smá aðstoð við það). Svona minningar eru svo dýr- mætar og gefa lífinu gildi, þær segja okkur hvað við áttum, hvað við misstum og hvað við eigum að meta. Ég vona að núna líði þér betur. Ásbjörn Logi segir það, að nú sé langamma ekki lengur veik. Þið afi og öll systkinin haldið gott jóla- og áramótapartí á betri stað. Við sem eftir erum syrgjum en gleðjumst líka yfir góðu stundun- um sem við áttum saman. Bless í bili, amma mín, við sjáumst síðar. Hulda María. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STELLA FINNBOGADÓTTIR, Bolungavík, lést á Sjúkraskýlinu í Bolungavík fimmtudaginn 18. desember. Útförin fer fram frá Hólskirkju laugardaginn 3. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á kvennadeild Slysavarnarfélagsins í Bolungavík. . Fyrir hönd aðstandenda, Sesselja Sveinbjörnsdóttir, Hálfdán Sveinbjörnsson, Sóley Sævarsdóttir, Kristín Sveinbjörnsdóttir, A. Carlos Torcato, R. Ásta Sveinbjörnsdóttir, Finnbogi Sveinbjörnsson, Fjóla Pétursdóttir, Linda Sveinbjörnsdóttir, Einar Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, BJARNI JÓNSSON fv. verzlunarskólakennari, Hvassaleiti 40, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 13. desember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 30. desember kl. 13.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á hjálparstofnanir. Hólmfríður Árnadóttir, Brjánn Árni Bjarnason, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Bolli Bjarnason, Ellen Flosadóttir, Gunnlaugur Bollason, Unnur Þorgeirsdóttir, Unnur Hólmfríður Brjánsdóttir, Hafsteinn V. Hafsteinsson, Elva Bergþóra Brjánsdóttir, Fannar Bollason, Fjalar Bollason og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN ÓLAFSSON frá Fjöllum í Kelduhverfi, lést þriðjudaginn 23. desember. Útför hans verður frá Garðskirkju laugardaginn 3. janúar 2015 klukkan 14.00. . Jófríður Margrét Vigfúsdóttir og börn. ✝ Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGFÚS JÓHANNSSON vélstjóri, Dvergabakka 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 25. desember. Útför hans fer fram frá Bústaðarkirkju mánudaginn 5. janúar kl. 13.00. Lára Sigfúsdóttir, Guðmundur Jónsson, Jóhann Sigfússon, Gunnhildur F. Theodórsdóttir, Unnur Sigfúsdóttir, Ragnar Gunnarsson, Þórir Ólason, Lýdía K. Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Systir okkar, mágkona og frænka, KOLFINNA HJÁLMARSDÓTTIR fótaaðgerðafræðingur, Lönguhlíð 21, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 19. desember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju, mánudaginn 5. janúar kl. 15.00. Pétur Tryggvi, Hjálmar og Torfi Rafn Hjálmarssynir, og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI LÁRUSSON verslunarmaður, Skólastíg 16, Stykkishólmi, lést á St. Fransiskusjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi, laugardaginn 27. desember. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 2. janúar kl. 14.00. Eygló Bjarnadóttir, Guðbergur Auðunsson, Hildigunnur Hjörleifsdóttir, Bjarni Þór Valdimarsson, Matthildur Valdimarsdóttir, Bergur Guðbergsson, Dagur Guðbergsson og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS ÁRNASON, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, sem lést miðvikudaginn 24. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Gigtarfélag Íslands. Eiríkur Tómasson, Þórhildur Líndal, Árni Tómasson, Margrét Birna Skúladóttir, Tómas Þór Tómasson, Helga Jónasdóttir, Gunnar Guðni Tómasson, Sigríður Hulda Njálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.