Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Magnað er að verða vitniað því þegar hógværirlistamenn, sem lítið hef-ur farið fyrir á sýning- arvettvangi, breiða út vængina og hefja sig hátt og tignarlega til flugs. Sú er raunin á sýningu Hólmfríðar Árnadóttur „Hughrif“ í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Hómfríður var mikilvirk á sviði listkennslu um árabil og nýtur mikillar virðingar fyr- ir störf sín þar. Meðfram kennslu- störfum vann hún alla tíð að eigin list- sköpun og eftir fyrstu einkasýningarnar á 9. áratug síðustu aldar, hafa verk hennar helst verið sýnileg íslenskum almenningi á sam- sýningum, en lítið sem ekkert hin síð- ari ár. Á sýningunni nú, sem er yfirlits- sýning, getur að líta á fjórða tug verka. Annars vegar er um að ræða pappírsverk unnin á tímabilinu frá 1980 og fram á miðjan næsta áratug en Hólmfríður telst frumkvöðull í markvissri notkun sinni á pappír í myndlist. Þá eru á sýningunni text- ílverk frá 10. áratugnum og allt til líð- andi stundar, verk sem byggja á þekkingu listamannsins á efniviðn- um, sögu hans og aðferðum ásamt næmri innsýn í möguleika textílsins í samtali við önnur form og hefðir, má þar nefna kvenlægar handverks- hefðir, en einnig málverkið og þá rýmishugsun og samruna miðla sem einkennt hefur myndlist síðari ára- tugina – og eru pappírsverkin einnig hluti af slíkri gerjun. Verk Hólm- fríðar má þannig skoða sem allt í senn: mikilsvert framlag til text- íllistar og jafnframt til afstraktlistar, til naumhyggju í myndlist og til landslagshefðarinnar. Verkið Garður tískunnar sker sig úr á sýningunni því það er talsvert eldra eða frá 1949, að segja má framtíðarverk korn- ungrar listakonu, og gæti allt eins verið frá þessu ári, enda talar það með ferskum hætti til samtímans. Sýningunni fylgir látlaus en falleg sýningarskrá með ljósmyndum af úr- vali verka. Verkin sóma sér vel í björtum söl- um safnsins, og er sýningin í heild sérlega falleg í úthugsaðri uppsetn- ingu og samspili verka þar sem engu er ofaukið og hvert verk nýtur sín á hárréttum stað. Sýningin end- urspeglar þannig þá þætti sem ein- kenna verk Hólmfríðar: yfirvegun, vandvirkni en jafnframt tjáningu sem leitar fram í margvíslegum leik hug- ar, handar og efnis. Einfaldur svart- ur satínborði verður þannig að klettagjá í rými sýningarsalarins, pappír brotnar og ummyndast í berg, flauel og bývaxbatík rennur saman í berjamó, einlitt silkimóher töfrar fram birtu sleginn fjallasal og ís- lenska ullin tekur að bylgjast sem haf við sjónbaug – um leið og efnisleikinn sjálfur er ávallt í fyrirrúmi í ríkri til- finningu fyrir áferð og samtali ólíkra efna. Í pappírs- og textílverkum sín- um túlkar Hólmfríður þannig á frjó- an og fágaðan hátt þau hughrif sem kvikna af efninu sjálfu. Jafnframt er efnið mótað til að tjá skynjun lands- lags og birtu, og andartök þar sem saman fara kyrrð og næmi. Blæ- brigði í lit og áferð pappírsarka kveikir hughrif af rósablöðum eða næturhúmi, og tveir renningar af handofnu silki kveikja hugrenningar um kynin í verkinu Hann og hún. Hólmfríður bregður á leik þegar pappírsform mynda kjól og iðandi þræðir og tvinnaflækjur leika á slétt- um pappír og hvössum skurðum og túlka Lífshlaup. Pappírinn getur einnig túlkað hið óhlutbundna, eins og í verkinu Hugblæ, og Friður ein- faldlega ríkir í silkitærum efnisleika sínum. Í heild er „Hughrif“ ein- staklega fallega unnin sýning sem varpar ljósi á feril vandvirks lista- manns og jafnframt á merkan þátt Hólmfríðar í íslenskri listasögu. Morgunblaðið/Kristinn Falleg „Í heild er „Hughrif“ einstaklega fallega unnin sýning sem varpar ljósi á feril vandvirks listamanns og jafn- framt á merkan þátt Hólmfríðar í íslenskri listasögu,“ segir í niðurlagi gagnrýni um sýningu Hólmfríðar. Leikur hönd við efni Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn Hólmfríður Árnadóttir – Hughrif bbbbn Til 4. janúar 2015. Opið þri.-su. kl. 11-17. Aðgangur kr. 500. Börn og ungmenni yngri en 18 ára, aldraðir, öryrkjar, náms- menn: ókeypis. Frítt á miðvikudögum. ANNA JÓA MYNDLIST Esjan Eitt af verkum Hólmfríðar, Esjan, á sýningunni í Gerðarsafni. Fjórum sérsýningum lýkur í Þjóðminjasafninu um áramótin. Um er að ræða Silfur Íslands í Bogasal Þjóðminjasafnsins, en þar getur að líta silfurgripi sem smíðaðir voru af íslenskum lista- og hagleiksmönnum allt frá síð- miðöldum fram á fyrri hluta 20. aldar, og Silfursmiður í hjáverk- um í Horni, en sýningarnar tvær hafa staðið frá því safnið fagnaði 150 ára afmæli sínu 24. febrúar 2013. Einnig lýkur sýningunum Svipmyndir eins augnabliks. Ljós- myndir Þorsteins Jósepssonar í Myndasal og Natríum sól á Veggnum. Fjórum sýn- ingum lýkur Víravirki Gull- og silfurskartgripir. MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja lágkolvetnabrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 3/1 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Sun 4/1 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Lau 10/1 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Lau 7/2 kl. 13:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Sun 8/2 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Þri 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 4/1 kl. 20:00 4.k. Sun 11/1 kl. 20:00 7.k. Fös 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 7/1 kl. 20:00 5.k. Fim 15/1 kl. 20:00 8.k. Lau 3/1 kl. 20:00 3.k. Fim 8/1 kl. 20:00 6.k. Sígilt meistarastykki Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Hundur í óskilum snúa aftur með nýja sýningu Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 9/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 ATH janúar sýningar komnar í sölu! Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.