Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tugir flugvéla og skipa leituðu í gær að farþegaþotu flugfélagsins AirAsia undan ströndum Indónesíu í gær. Talið er líklegt að þotan hafi hrapað í hafið, að sögn indónesískra yfir- valda. Farþegaþotan var af gerðinni Air- bus A320-200 og í henni voru 162 menn, 155 frá Indónesíu, þrír frá Suður-Kóreu og einn frá fjórum löndum, Bretlandi, Frakklandi, Mal- asíu og Singapúr. Flugvélar og skip frá Ástralíu, Indónesíu, Malasíu og Singapúr tóku þátt í leitinni í gær. Talsmaður indó- nesíska flughersins sagði að leitin beindist að svæði við eyjuna Belit- ung þar sem olíubrák fannst í gær. „Við erum að rannsaka hvort olían er flugvélaeldsneyti úr þotu AirAsia eða úr skipi vegna þess hún fannst á siglingaleið,“ sagði talsmaður flug- hersins. „Líklega á hafsbotni“ „Þotan er líklega á hafsbotni,“ sagði Bambang Soelistyo, yfirmaður Leitar- og björgunarstofnunar Indónesíu. Hann bætti við að þot- unnar væri leitað á svæði þar sem sjórinn væri um 40 til 50 metra djúp- ur. Flugmenn þotunnar höfðu beðið um leyfi til að breyta flugáætluninni vegna slæms veðurs en vélin sendi ekki frá sér neyðarkall áður en hún hvarf af ratsjá. Tony Abbot, for- sætisráðherra Ástralíu, sagði ekkert benda til þess að þotan hefði horfið með dularfullum hætti líkt og þota Malaysia Airlines sem hvarf á leið- inni frá Kúala Lumpur til Peking í mars og hefur ekki fundist. Talið er að þotan finnist fljótlega ef hún hrapaði í grennd við Belitung-eyju. Farþegaþotan var í eigu indónes- ísks systurfélags AirAsia sem er með höfuðstöðvar í Malasíu. Þotan var tekin í notkun í október 2008 og hún hafði farið í 13.600 ferðir á alls 23.000 klukkustundum. Surabaya Heimildir: AirAsia, Flightradar24/ samgönguráðuneyti Indónesíu/ varnarmálaráðuneyti Malasíu Flug QZ8501frá Indónesíu 250 km SINGAPÚR MALASÍA INDLANDSHAF JAKARTA KALIMANTAN BORNEÓ BRÚNEI Belitung INDÓNESÍA Þotan átti að lenda klukkan 08.30 f.h. að staðartíma í Singapúr (00.30 að ísl. tíma á sunnudag) Bangka Airbus A320-200 Áætluð flugleið Singkep Karimata Þotan fór á loft kl. 05.35 f.h. að indónesískum tíma á sunnudag, (22.35 að ísl. tíma á laugardag) Síðasta viðhald: 16. nóvember Farþegaþota flugfélagsins AirAsia hvarf undan strönd Indónesíu. 162 voru í þotunni JAVA- HAF AirAsia fékk þotuna í október 2008 Þjóðerni farþega og áhafnar Flugstjóri Flugmaður Áhöfn 149 3 1 hvert Indónesía Frakkland Indónesía Indónesía Suður-Kórea Bretland Malasía Singapúr 5 Farþegar 06.12 f.h. Bað um leyfi flugumferðarstjóra til að hækka flugið í 38.000 fet (úr 32.000 fetum) til að sneiða hjá skýjum 1 2 06.18 f.h. Hvarf af ratsjá 3 07.55 f.h.Missti samband við flugumferðarstjóra 4 Leitarsvæði í gær Talið er að þotan hafi hrapað í hafið  Vélin lenti í óveðri áður en hún hvarf af ratsjá Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, til- kynnti í gær að efnt yrði til þingkosninga í landinu í næsta mánuði eftir að þinginu tókst ekki að kjósa nýjan forseta í þriðju tilraun. Líklegt er að kosning- arnar fari fram 25. janúar. Skoðanakannanir benda til þess að vinstriflokkurinn Syriza komist til valda í kosningunum, en hann hefur hafnað sparnaðar- aðgerðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett sem skilyrði fyrir aðstoð við Grikkland vegna efnahagskreppu í landinu. Eftir að tilkynnt var um kosningarnar tilkynnti AGS að sjóðurinn myndi fresta frekari aðstoð við Grikkland þar til ný stjórn hefði verið mynduð. Evrópusambandið hvatti Grikki til að standa við samkomulagið við AGS. GRIKKLAND AGS frestar aðstoð vegna þingkosninga Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Bjúgur eða liðverkir? www.annarosa.is Tinktúran Fíflablöð og birki þykir draga úr bjúg og liðverkjum vegna mikillar vökvasöfnunar. Ég er 47 ára og hef verið með gigtarverki og stirðleika í liðum, stundum það mikið að ég á erfitt með að klæða mig í sokka á morgnana. Ég er að bíða eftir tíma hjá gigtarlækni en í millitíðinni ákvað ég að prófa Fíflablöð og birki. Nú er ég búin með tvær flöskur og finn mikinn mun á mér og það er mikill léttir að vera ekki stirð og kvalin. Tinktúran hefur líka haft vatnslosandi áhrif sem dregur úr liðverkjum. Ég mun halda áfram að taka þessa tinktúru því ég hef fulla trú á henni og því sem kemur úr náttúrunni. – Hrönn Traustadóttir Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð K 2.21 110 bör max 360 ltr/klst K 4.200 130 bör max 450 ltr/klst K 7.700/K 7.710 160 bör max 600 ltr/klst K 5.700 140 bör max 460 ltr/klst Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur T 400 Snúningsdiskur Fyrir pallinn, stéttina o.fl. A.m.k. tíu manns létu lífið þegar eldur kviknaði í bíla- ferju á Jónahafi, að sögn grískra og ítalskra yfir- valda. Fólk sem komst lífs af lýsti hræðilegri þrek- raun og sagði að litlu hefði mátt muna að miklu fleiri hefðu farist. Vonskuveður var á svæðinu og mikill öldugangur. 427 manns var bjargað úr ferjunni en óljóst var hversu margir voru í henni þegar eldurinn kviknaði. Einn farþeganna kvaðst hafa talið sig eiga skammt eftir þegar þykkan svartan reyk lagði yfir ferjuna sem var á leiðinni til Ítalíu frá Grikklandi. „Við vissum ekki hvað við áttum að gera. Áhöfnin hafði ekki hugmynd um hvernig ætti að koma fólki úr ferjunni,“ sagði hann. „Björgunarbátarnir virkuðu ekki, það var aðeins einn bátur í sjónum og enginn úr áhöfninni var á staðnum til að aðstoða fólk.“ Minnst tíu fórust í eldsvoða í ferju AFP Ferja í neyð Eldur í bílaferjunni Norman Atlantic.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.