Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Svellandi bárur Þær eru vel við hæfi svellbunkabárurnar sem prýða Bárugötu í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana, en eins gott að stíga varlega til jarðar þegar svo hált er undir fæti. Golli Cambridge| Mann- eskjan hefur alltaf lif- að í hópum, og líf hennar hefur án undantekninga verið undir áhrifum frá ákvörðunum hópsins. En þau vandamál sem fylgja vali hópa geta vakið ugg, sér í lagi þegar mismunandi hagsmunir og áhyggjuefni meðlima hans eru höfð í huga. Hvernig á þá að taka ákvarðanir saman? Einræðisherra sem vill stýra öll- um þáttum í daglegu lífi fólks mun reyna að hunsa það sem allir aðrir vilja. En það er erfitt að ná slíku ægivaldi. Það sem skiptir meira máli er að einræði af hverju tagi má auðveldlega sjá sem hræðilega leið til þess að stýra samfélagi. Félagsfræðingar hafa því, af bæði siðferðilegum og hagnýtum ástæð- um, lengi rannsakað hvernig hægt sé að endurspegla áhyggjur sam- félagsþegna á einn hátt eða annan í sameiginlegri ákvarðanatöku, jafn- vel þegar samfélagið er ekki að fullu lýðræðislegt. Til dæmis skoð- uðu Aristóteles hinn gríski og Kau- tilya á Indlandi á fjórðu öld fyrir Krist ýmsa möguleika á samfélags- legu vali í hinum sígildu bókum sín- um; Stjórnspeki eftir hinn fyrr- nefnda og Hagfræði eftir hinn síðarnefnda (titill bókar Kautilya á sanskrít er Arthashastra, sem út- leggst í beinni þýðingu „Fræði efnislegrar velmegunar“). Rannsóknir á sam- félagsvali sem sér- stakri grein slitu barnsskónum á seinni- hluta átjándu aldar þegar franskir stærð- fræðingar, einkum þeir J.C. Borda og mark- greifinn de Condorcet, ruddu brautina. Hug- myndaheimur þess tíma var undir miklum áhrifum af evrópsku Upplýsingarstefnunni, sem beindi áhuga sín- um einkum að því hvernig rökrétt væri að haga skipan samfélagsins og stefndi að því að skapa samfélag sem svaraði óskum fólksins. En hinar fræðilegu rannsóknir Borda, Condorcets og annarra skil- uðu oft frekar svartsýnislegum nið- urstöðum. Til dæmis sýndi hin svo- kallaða „kosninga-þverstæða“ sem Condorcet setti fram að vald meiri- hlutans getur lent í ógöngum þegar allir valkostir eru felldir í atkvæða- greiðslu af öðrum kostum, þannig að enginn valkostur getur staðið af sér ásókn allra annarra kosta. Samfélagsval í sínu nútímalega og kerfisbundna formi á sinn styrka grunn doktorsritgerð Kenneths J. Arrows frá 1950 sem hann varði við Columbia-háskólann að þakka. Í henni var að finna hina frægu „ómöguleikakenningu“ hans, en nið- urstaðan vekur lotningu með fágun sinni og umfangi. Kenning Arrows sýnir að ekki var með neinu móti hægt að upp- fylla jafnvel mjög mildar kröfur um sanngirni þegar kæmi að ákvarð- anatöku byggðri á einfaldri for- gangsröðun. Þegar bók hans Sam- félagsval og einstaklingsgildi, sem byggðist á ritgerð hans, kom út árið 1951 varð hún um leið að sígildu riti. Hagfræðingar, stjórnmálafræð- ingar, heimspekingar í siðferði og stjórnmálum, félagsfræðingar og jafnvel almenningur tók eftir því sem virtist vera – og var í raun – hræðileg niðurstaða. Tveimur öld- um eftir að ímynd samfélagslegrar rökhyggju hafði blómstrað í hug- arfari Upplýsingarinnar virtist sem verkefnið hefði, í það minnsta á yfirborðinu, verið dauðadæmt frá upphafi. Það er mikilvægt að skilja hvers vegna og hvernig Arrow komst að niðurstöðu sinni. Með því að skoða grannt hina formlegu röksemda- færslu sem liggur að baki kenning- unni sést að þegar einungis er treyst á fyrsta val einstaklinga verður eftir að greina á milli mjög ólíkra vandamála sem fylgja sam- félagsvali. Nothæfi upplýsinganna sem fást er gert enn minna með of- análiggjandi áhrifum sakleysislegra grundvallarþátta sem eru vinsælir í óformlegum umræðum. Það er nauðsynlegt, sérstaklega þegar velferð samfélagsins er met- in, að bera saman hvernig ólíkir ein- staklingar græða og tapa og taka til greina þeirra afstæðu velmegun, sem ekki er hægt að leiða af því einu og sér hvernig fólk forgangs- raðar valkostum sínum. Það er einnig mikilvægt að skoða hvers konar knippi af forgangsröðun valda vandræðum í mismunandi kosningaháttum. Engu að síður átti ómöguleika- kenning Arrows stóran og mikil- vægan þátt í rannsóknum á þörfum lýðræðisins, sem ganga mun lengra en það að telja atkvæði (eins mikil- vægt og það er). Með því að auðga hinn fræðilega grunn lýðræðis og tryggja gagnvirkari röksemda- færslu almennings er hægt að leggja mikið af mörkum til þess að gera lýðræðið betra og leyfa einnig rökrétt mat á velferð samfélagsins. Kenningar um almannaval hafa því orðið að víðtækri fræðigrein, sem fjallar um margar mismunandi spurningar. Undir hvaða kringum- stæðum myndi meirihlutavald skila skýrum ákvörðunum sem eru sam- kvæmar sjálfum sér? Hversu öflug eru hin mismunandi kosningakerfi þegar kemur að því að skila gáfu- legum niðurstöðum? Hvernig get- um við metið hversu vel samfélagið í heild stendur sig í ljósi hinna mis- munandi hagsmuna meðlima þess? Og það sem meira er, hvernig getum við staðið við réttindi og frelsi einstaklinga á sama tíma og reynt er að sinna óskum þeirra? Hvernig metum við fátækt í heild sinni í ljósi mismunandi vandamála og vansældar hinna fjölbreyttu hópa samfélagsins? Hvernig kom- umst við að samfélagslegu gildi al- mannaeigna eins og náttúrunnar? Auk þessara spurninga getur kenning um réttlæti grætt mikið á þeim greiningum á samfélaginu sem kenningar um samfélagsval hafa skilað (eins og ég ræddi í bók minni frá 2009, The Idea of Justice). Jafn- framt hefur sá skilningur sem fræðimenn á þessu sviði hafa fengið á ákvarðanatöku í hópum hjálpað alls kyns rannsóknum sem tengjast samfélagsvali ekki beint – eins og til dæmis um birtingarmynd og af- leiðingar kynjamisréttis, eða á af- leiðingum hungursneyða og hvernig megi koma í veg fyrir þær. Umfang og mikilvægi kenninga um samfélagsval er mikið. Í stað þess að hafa grafið undan leitinni að rökréttu samfélagi hefur hin djúpa ómöguleikakenning Arrows og hinn mikli fræðigrunnur sem komið hef- ur undan henni styrkt mjög getu okkar til þess að hugsa á rökréttan hátt um hina sameiginlegu ákvarð- anatöku sem hefur áhrif á fram- gang okkar sem tegund og ánægju. Eftir Amartya Sen » Það er nauðsynlegt, sérstaklega þegar velferð samfélagsins er metin, að bera saman hvernig ólíkir ein- staklingar græða og tapa og taka til greina þeirra afstæðu velmeg- un, sem ekki er hægt að leiða af því einu og sér hvernig fólk forgangs- raðar valkostum sínum Amartya Sen Amartya Sen er nóbelsverð- launahafi í hagfræði. ©Project Syndicate/Institute for Human Sciences, 2014. www.project-syndicate.org Val og velferð í samfélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.