Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Sýningin TÓN-LIST saman- stendur af þremur sýningarrýmum. Í hverju rými er nákvæmlega sama listaverkið eftir Sigurrós Eiðs- dóttur og því ætti sjónræn upplifun í rýmunum að vera sú sama,“ segir Valdís Þorkelsdóttir, umboðsmaður og trompetleikari. Hún stendur að baki listasamsteypunni What a Waste of Mascara ásamt listakon- unni Sigurrós Eiðsdóttur en stöll- urnar standa að sýningunni TÓN- LIST sem sýnd er í húsakynnum FÍH í dag á milli klukkan 17 og 21. „Það sem greinir þó herbergin í sundur er að inni í hverju þeirra eru mismunandi tónlistarstílar alls ráðandi; í einu rýminu er magn- þrungin sígild tónlist, í öðru ómar seiðandi 70’s jazz og í hinu þriðja er kúl hip-hop tónlist,“ segir Valdís og kveður sýninguna meðal annars sýna fram á það hversu mismun- andi einstaklingar upplifa hið sjón- ræna eftir því hvaða tónlist er í um- hverfinu. Aukasýning 2. janúar „Hugmyndin að sýningunni kviknaði út frá mastersverkefninu mínu úr menningarstjórnun þar sem ég skilgreindi sígildan tónlist- arsmekk út frá stétt, stöðu og bak- grunni og hvernig sú tónlistar- stefna hefur dýpri áhrif á hlust- endur,“ segir hún. Þess má geta að sýningin er unnin í samstarfi við Morning Mania Management, FÍH og Art Naked. „Við hvetjum fólk til að dvelja um stund í hverju herbergi fyrir sig, sýningin er ákveðin upplifun. Við verðum auk þess með aukasýningu föstudaginn 2. janúar á milli 14 og 18,“ segir Valdís að lokum. Ljósmynd/Magnús Andersen Tvíeyki Valdís Þorkelsdóttir og Sigurrós Eiðsdóttir standa að sýningunni. Hið sjónræna lýtur tónlistinni  TÓN-LIST sýnd í FÍH klukkan 17 í dag Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Klassískir tónar helstu tónsmiða síðari alda óma á nýrri plötu frá Halldóri Haraldssyni. Platan sem nefnist Píanóhugleiðingar er hug- ljúf og róleg plata sem Halldór seg- ir að skapi einstakt andrúmsloft. „Undanfarin ár hef ég gefið út nokkrar plötur en það var fyrir um ári síðan að ég settist niður inni í stofu hjá mér og fór að líta yfir plötusafnið mitt og spyr mig: Hvað hef ég verið að spila? Þá tók ég eftir því að í safninu eru mörg stór verk, dramatísk og með miklum átökum en miklu minna um lýrísk verk og svo rifjaðist það upp fyrir mér að fólk sem tjáði sig um plöturnar mín- ar þegar ég var búinn að gefa þær út sagði að það hlustaði mikið á hæga þáttinn á plötunni.“ Halldór segir að í kjölfarið hafi hann hugsað með sér að þó hann spilaði mikið af hægum þáttum heima hjá sér þá hefði hann ekki gert það á opinberum vettvangi. „Þetta skorti í plötusafnið svo ég hugsaði þá af hverju ekki að gera disk með rólegri og lýrískari lög- um.“ Verk frá þeim bestu Verkin á plötunni eru í tímaröð að sögn Halldórs og ná þau frá Gluck og Beethoven til Debussy og Ravel. „Þetta eru allt saman góð verk, eftir svo marga snillinga. Helst olli það mér vandræðum að velja úr enda af svo mörgu að taka. Þetta eru allt verk sem mér þykir sjálfum vænt um og ég þekki þau flest vel en sum þeirra hef ég aldrei spilað sjálfur og þurfti því að æfa þau sérstaklega fyrir plötuna.“ Verkin er sem urðu fyrir valinu eru ekki þekktustu verk þeirra manna sem Halldór spilar eftir enda vil hann gefa hlustendum færi á að kynnast nýjum verkum sem hann segir engu síðri þeim þekkt- ari. „Chopin og Liszt eru með þekkt- ustu píanótónskáldum og því vildi ég ekki velja verk sem teljast til þeirra þekktustu. Noktúrna eftir Chopin er reyndar þekkt úr mynd- inn The Pianist og Impromptu nr.2 er dálítið örgrandi verk en engu að síður mjög lýrískt. Ég lagði mikla áherslu á að hafa öll verkin mjög lýrísk þó svo það komi fyrir smá átök í sumum verkanna.“ Ný upplifun fyrir hlustendur „Ég vil með þessari plötu gefa hlustendum færi á að kynnast öðr- um verkum eftir þessi einstöku tón- skáld. Að vísu eru þarna líka vinsæl verk eins og Clair de lune eftir De- bussy en það er hreinlega of gott verk og mér finnst að það eigi að vera þarna.“ Nafngiftin á plötunni, Píanóhugleiðingar, er í takt við tón- ana á henni sem skapa einstakt and- rúmsloft að sögn Halldórs. „Ég vil að fólk geti hlustað á plötuna í ró og næði. Þetta eru hugleiðingar, verk sem skapa ákveðið andrúmsloft.“ Halldór segist ekki vera hættur þó hann hafi formlega hætt að kenna á píanó og eru næg verkefni framundan hjá honum. „Ég tek enn einstaka nemanda til mín sem brenna af áhuga en formlega er ég hættur að kenna. Síðan eru ýmis verkefni í pípunum og ég er með í bígerð upptökur á stærri verkum. Þó er óljóst hvenær slík plata kem- ur út.“ Halldór segir aðalatriðið vera að njóta tónlistarinnar og núna spili hann fyrst og fremst tónlist sem hann hefur unun af að spila. Rólegar og lýrískar píanóhugleiðingar  Á nýrri geislaplötu Halldórs Har- aldssonar eru verk margra snillinga Ljóðræn „Ég vil að fólk geti hlustað á plötuna í ró og næði. Þetta eru hugleiðingar, verk sem skapa ákveðið and- rúmsloft,“ segir slaghörpuleikarinn góðkunni, Halldór Haraldsson, um plötu sína Píanóhugleiðingar. Munið að slökkva á kertunum Hafið ekki mishá kerti of nálægt hverju öðru. Hiti frá lægra kerti getur brætt hærra kertið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.