Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.12.2014, Blaðsíða 33
Atvinnuauglýsingar Starfsmenn í Dagsetri Hjálpræðisherinn óskar eftir að ráða starfs- fólk í umönnunarstarf með utangarðsfólki í Dagsetri. Um er að ræða eitt 100% starf, en einnig starfsfólk til þess að sinna störfum aðra hverja helgi í hlutastörfum. Leitað er eftir fólki sem hefur áhuga og/eða reynslu af starfi með fólki í erfiðum félagslegum aðstæðum. Upplýsingar um starfið veitir Rannvá Olsen í s. 896 6303 og netfangi: rannva@herinn.is. Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2015. Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 6. janúar 2015, kl. 13.00-13.10: Iðjuvellir 5a, Skaftárhreppi, 33,33% ehl. fnr. 234-1397, þingl. eig Gústaf B. Pálsson, uppboðsbeiðandi Sýslumaðurinn í Vík, Iðjuvellir 3, Skaftárhreppi 33,33 % fnr. 219-0821, þingl. eig. Gústaf Pálsson, uppboðsbeiðandi Sýslumaðurinn í Vík 23. desember 2014. Sýslumaðurinn í Vík, Anna Birna Þráinsdóttir. Félagsstarf eldri borgara Bólstaðarhlíð 43 Handavinna allan daginn. Botsía kl. 10.30. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Furugerði 1 Leikfimi með Halldóru Björnsdóttur og léttar æfingar með virkniþjálfa. Gerðuberg Opnar vinnustofur kl. 9-16. Gjábakki Handavinnustofan opin, jóga kl. 10.50, hádegisverður kl. 11.45. Starfsfólk Gjábakka óskar gestum sínum og velunnurum gleðilegra áramóta, þökkum ánægjulega samveru á liðnu ári. Opið föstudaginn 2. janúar. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Vesturgata 7 Þriðjudagur: Setustofa / kaffi kl. 9. Almenn handavinna kl. 9. Glerskurður kl. 9.15. Hádegisverður kl. 11.30. Leshópur kl. 13. Glerskurður kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Félagslíf Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Ragnhildur Filippusdóttir, Garðar Björg- vinsson, Michael-miðill, Símon Bacon, Guðríður Hannesdóttir kristalsheilari og auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum upp á einka- tíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rannsóknir og útgáfur, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR Smáauglýsingar Smáauglýsingar Bækur Vestfjarðabækurnar standa fyrir sínu! Þegar þú skilar glæpasögunum eða öðrum bókum, fáðu þér þá endilega Vestfjarðabækur í staðinn. Vestfirskir sjómenn og stjórnmála- menn í blíðu og stríðu eru góð blanda. Svo má nefna Hornstranda- bækurnar þrjár, Frá Bjargtöngum að Djúpi og Ýmislegt frá fyrri tímum eftir Lýð Björnsson sagnfræðing. Ótrúlega margt í þeirri bók. Vestfirska forlagið Sumarhús Eignarlóðir í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi, ca 45 km frá Reykjavík. Vaxta- laust lán í allt að 1 ár. Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864. Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Verslun Trúlofunar- og giftingar- hringar í úrvali Auk gullhringa eigum við m.a. titan- ium- og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðar- þjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Ódýr blekhylki og tónerar Verslun í Hagkaup, Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði Blekhylki.is, sími 517 0150 Bílar Nýr Ford Transit 17 manna hópferðabíll. Á frábæru verði, aðeins 5.990 þús. án vsk. miðað við hópferðaleyfi. Nú er að vera snöggur áður en að vsk reglur breytast um áramót því þá hækkar þessi um 1 milljón í verði ! www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. 2015 Dodge RAM 3500 Vissir þú að árgerð 2015 kemur með original loftpúðafjöðrun að aftan? Bílar á lager á nýju ári. Hringdu og kynntu þér málið. Sími 480-8080. Fossnesi A - www.ib.is - ib@ib.is Húsviðhald Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555 1947 Gsm 894 0217 þennan heim nokkrum dögum fyrir jól. Það eru margar góðar minningar sem hafa komið upp í hugann þessa síðustu daga, ein minning kemur mjög oft upp í huga minn og hún er þeg- ar þú stóðst fyrir framan speg- ilinn í ganginum hérna heima á Hafrafelli og reyndir að kenna mér að gera bindishnút svo ég gæti nú haft bindið tilbúið fyrir hann nafna þinn, hann Binna minn. Önnur minning er þegar þú keyrðir mig einhverntím- ann austur í kaupfélag þegar Binni var að keyra suður til Reykjavíkur, þá fræddir þú mig á því að áttirnar austur og norður standast á hérna á Hér- aðinu og svo líka hvað það væri að segja „út og niður“, „inn og upp“ og allt það. Eins gátum við rætt um ættfræði fram og tilbaka, sem var alltaf gaman og enn er ég að læra hverjir tengjast hverjum og hversu langt aftur fólk er skylt hvort sem það er skylt ykkur eða ekki. Það sem hefur yljað mér þessa síðustu daga er hvað þú varst alltaf góður við mig og bara allar aðrar minningar um þig sem ég á. Þín verður sárt saknað, elsku Brynjólfur afi, nú ertu kominn til hennar Týru þinnar eins og langafabörnin þín hérna segja. Hvíldu í friði og Guð varðveiti þig með öllum hinum englunum sínum. Þín Helga Björg Garðarsdóttir. Fermingarvorið mitt 1971 réðst ég sem vinnumaður, sumarlangt, að Hafrafelli hjá Brynjólfi föðurbróður mínum og Sigrúnu heitinni, konu hans. Renglulegum strák að sunnan á nýjum skóm og með heiðgula ónotaða vinnuvettlinga í far- teskinu var vel tekið og frá fyrsta augnabliki fannst mér ég vera hluti af heimilisfólkinu. Sveitin er í senn heimili og vinnustaður. Menningin, við- horfin, stemningin á þessu heimili og vinnustað reyndist unglingnum hollmeti fyrir lífið. Þrjú sumur vinnumaður og önnur þrjú viðloðandi Hafra- fell á mótunarárum milli tektar og tvítugs gáfu verðmætt vega- nesti, dýrmæta jarðtengingu. Engum manni hef ég kynnst á lífsleiðinni með augnblik eins og Brynka. Augun beinlínis tindruðu af gæsku og glettni og voru sannarlega hans sál- arspegill. Far hans einkennd- ist af jafnaðargeði, hjálpsemi og samstöðu með sínum sam- ferðamönnum. Valinn til að gegna ýmsum störfum í þágu síns samfélags. Hann hafði ákveðna sýn á lífið og til- veruna, sýn sem hann markaði meira með gjörðum en orðum. Hann var orðvar en mjög orð- hagur, átti létt með að binda mál sitt. Hann var fæddur bóndi, bóndi til líkama og sál- ar, bóndi í vöku og í svefni, bóndi af guðs náð. Mannlýsing- in rúmast í einu orði, öðlingur. Sveitin hans Brynka var hon- um hjartkær, eins og kvæðið hans um Héraðsbúann endur- speglar svo vel en þar lýsir hann lífsgöngu sinni, og loka- erindið undirstrikar sátt hans við lífið, ævikvöldið og förina hinstu: Í ellinni sat í sæti, – með sigurbros á vör. Léttur af lífsins kæti, – lagði í hinstu för. Sjálfsagt mun sálin hlýða,- á söng frá englafans. En Fljótsdalshérað fríða,- faðmar nú beinin hans. Í vor sem leið fékk ég tæki- færi til að hitta Brynka stutta stund. Heilsan var á undan- haldi en hann tók mér fagnandi eins og ávallt og sérkennið hans, leiftrandi augnsvipurinn, einkenndi þennan síðasta fund okkar í þessu jarðlífi. Far þú nú í friði og þökk, kæri frændi. Minningin lifir sem meitluð í stein. Jón Steinar Jónsson. Brynjólfur á Hafrafelli er lagður af stað í gönguna löngu. Örlögin höguðu því þannig að á árabili var ég ungur maður vistaður á Hafrafelli, og þar, hjá Brynjólfi og Sigrúnu, vildi ég helst vera. „Ég ól þig upp,“ sagði kallinn stundum þegar ég á seinni árum ók honum heim af einhverju þorrablótinu og tók hann þá þéttingsfast ut- anum mann til áherslu, þetta var reyndar ekki nein lygi, hann ól mig upp og marga fleiri. Og maður man allskonar, ferðalög á gamla frambyggða Rússanum, urgandi og brak- andi í öllum gírum, heimspeki- legar spekúleringar við eldhús- borðið, fjárhúsferðir allskonar á allskonar tækjum sem við Bergsteinn fengum að vera nokkuð óáreittir með. Það var frjálst og gott líf að vera drengur hjá þeim Hafra- fellshjónum en auðvitað fékk maður að heyra það ef fram úr hófi keyrði. Þakka þér ægilega vel fyrir samfylgdina, fóstri minn, þú skilar kveðju til henn- ar Sigrúnar þinnar frá mér, því hún bíður eftir þér innan við hliðið. Við sjáumst þó síðar verði og það er þá rétt eins gott fyrir þig að hafa koníakspelann kláran fyrir fundinn þann. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Gardi) Aðstandendum Brynjólfs sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur vegna fráfalls hans og mun ekki svíkjast um að faðma ykkur fast þegar ég kem aftur á heimaslóðir. Hlynur Bragason og fjölskylda. Ástkæra systir mín. Ferðalagi þínu er nú lokið. Þú hefur átt ansi erfiða dvöl hérna á jörðinni og þurft að þreyta marg- ar erfiðar þrautir. Þú hefur farið til heljar og til baka ótal sinnum. Þú kenndir mér fyrirgefningu og kærleik. Þú varst svo oft til stað- ar fyrir mig og hjálpaðir mér í gegnum mín eigin vandamál. Það sem þú gerðir mest af öllu í þínu lífi var að gefa af þér allt sem þú gast. Takk fyrir að hafa verið til og sýnt mér ást þína, hún er ómetanleg. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ég mun aldrei gleyma þér. Sigurboði bróðir. Mikið er erfitt að sitja hér og skrifa kveðju til þín, elsku fallega Gwenny mín. Þín fallega sál er nú komin á góðan stað. Þegar maður fer að hugsa til baka þá rifjast upp góðu minningarnar sem er svo gott að ylja sér við. Eins og t.d. þegar við fórum saman á jóla- ball með strákana okkar og barnaafmælin með guttunum okkar. Það var líka svo gaman að hlusta á þig tala um andleg mál- efni, þar varst þú í essinu þínu og vissir svo margt. Að hlusta á þig syngja var yndislegt, svo falleg röddin þín. Lífið þitt var ekki alltaf dans á rósum, elsku stelpan mín. Þú þráðir svo að byggja upp gott líf fyrir þig og litla gullmolann þinn hann Grétar Anton. Vonandi líð- ur þér betur núna, elsku Gwenny mín. Ég skal passa mömmu þína, pabba þinn, bræður þína og elsku litla Grétar þinn. Guð blessi þig og englar varðveiti þig, Gwenny mín. Þín vinkona og mamma 2. Kristborg, Friðrik og Leó. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minn- ingargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.