Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 5
Thor Vilhjálmsson
Halldór Laxness níræður,
hylltur við opnun listahátíðar
1992
Halldór Laxness.
Þú sazt lítill drengur úr lágu húsi með grasi
fyrir þak undir steininum mikla við gljúfrið,
og faðir þinn spilaði á fiðluna þegar hann
kom heim frá því að leggja vegi þarsem
voru bara reiðgötur áður; og amma þín
sagði sögumar aftan úr fomeskju, og fór
með undarlegu sálmana þarsem sást aftur í
heiðnina með týmna sem lifði af allt þetta
myrkur sem ætlaði að kyrkja þessa þjóð og
þurrka hana út; og þarsem þú situr við
gljúfrið og dregur tóna útúr niði árinnar og
ætlar að syngja fyrir allan heiminn, þá kom
flautuleikarinn með pokann sinn fullan af
undrum; og þú ferð inní pokann, og þið
fljúgið um loftið hjá silfurrönduðum skýj-
um og sólin kemur upp og glitar þau og
gyllir, og þið hafið allan heiminn undir. Og
þú söngst fyrir allan heiminn á máli þessar-
ar allslausu þjóðar sem átti ekkert nema
hina helgu blekkingu svo hún gat ekki dáið,
og sögumar og ljóðin og bækumar fornu
sem urðu sameign alls heimsins. Og þegar
þú varst búinn að yrkja nógar íslenzkar
bækur til að heimurinn vissi af þér, og enn
á ný kæmu heimsbókmenntir frá þessari
eyju sem enginn hefði annars vitað af, þá
byggðirðu hús skáldsins einmitt hjá þessum
steini þarsem þig dreymdi bam draumana
sem rættust, og við söng árinnar sem nærði
bernsku þína tónum. En þú lézt ekki við það
sitja heldur talaðirðu einsog þér fyndist þú
bera ábyrgð á okkur öllum, þjóð þinni og
reyndir að ala okkur upp. Þú lézt þjóðina
aldrei í friði. Meðan þú varst að gera ís-
lenzkt mannlíf ódauðlegt í heimsbók-
menntunum varstu alltaf að argast í þfnu
fólki, allt frá því að kenna því að bursta
tennurnar og snýta sér ekki á gardínum,
sífellt að erta og ögra og þoldir ekki að við
væmm smá og dauf og lytum að litlu, þú
neyddir okkur til að sjá hið stóra í því smáa
og það fíngerða í því tröllslega, þú gafst
lágkúrunni hvergi grið, enga værð til að una
við það óprófaða. Það er ekki þér að kenna
að það tókst ekki betur að ala okkur upp og
einhverjir meðal okkar lúti enn að hinu
auðkeypta, og kjósi að hafa glingur fyrir
gersemar, og glys fyrir ljóma, glamur í stað-
inn fyrir yndisauka, að týnast í harki. Hitt
sem vel tókst þökkum við þér og finnum að
þú hefur alið okkur upp og okkur finnst þú
bera ábyrgð á okkur.
Hvemig sem þú hefur hlaðið hug okkar
og hjarta og margtöfrað með verkum þín-
um, þá höfum við aldrei getað reiknað þig
út. Allt þetta sem þú hefur gefið okkur og
TMM 1992:3
3