Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 7
hann varlega fyrir sér í dálítilli fjarlægð frá
kroppnum, helst lóðréttan og steig gætilega
til jarðar, einsog hann bæri logandi jóla-
kerti í ofurlitlum dragsúgi, eða öllu heldur
einsog hann væri að frambera dýrlegan
blómvönd við mjög hátíðlegt tækifæri; að
öðru leyti var gaungulag hans einsog
manns sem hefur misst tæmar.
Þessi óslitna hátíðlega einkaskrúðganga
hlaut að gera sitt til að afla manninum virð-
íngar og trúnaðartrausts.
Mér fannst alltaf sem ungum manni að
þegar verið var að tala um sagnaranda, þá
hlyti það að vera andi Halldórs Laxness.
Hvemig í ósköpunum fór maðurinn að því
að vita allt þetta sem hann vissi og skilja
forsendur og aðstæður þeirra sem lifðu
gjörólíku lífi hans? Hvemig gat hann skilið
djöfulganginn í Steinþóri sem svarar Sölku
með saltbrunnum skáldskap og brennivíns-
funa svo henni þverr allur máttur, sjálfri
Sölku? Hvemig gat hann skilið Sölku og ort
hana? Sá hann í gegnum holt og hæðir?
Hann hlaut að heyra grasið gróa. Og við
ferðumst um heiminn með áhöfn í farangr-
inum úr bókunum hans sem við getum talað
við í skipsklefa úti á reginhafi, í hótelskáp
úti á þaki í stórborg. Hann hefur stælt okkur
í þeirri vissu að engar staðreyndir ráða úr-
slitum, sem ekki mættu nýtast í skáldskap.
Hann veit að þess vegna eru íslendingar til,
hann hefur mælt þetta upp í okkur sem nú
lifum. Og það þökkum við af öllu hjarta um
leið og við hyllum hann á þessari gullnu
stund og þökkum almættinu fyrir að hafa
gefið okkur hann til að stuðla að því að við
séum ódauðleg, einsog hann.
í ræðu sinni við opnun listahátíðar 1964
sagði Halldór:
Þá er vel, ef sú hátíð sem nú hefur verið sett
ber þess nokkurt vitni að hér búi smáþjóð
sem er eldri en tvævetur í mentun; og þó
einkum ef þetta listaþing tjáir vilja okkar til
að halda áfram sjálfstæðu þjóðlífi við þann
hlut sem okkur hefur verið kjörinn hér vest-
ur í hafmu.
TMM 1992:3
5