Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 7
hann varlega fyrir sér í dálítilli fjarlægð frá kroppnum, helst lóðréttan og steig gætilega til jarðar, einsog hann bæri logandi jóla- kerti í ofurlitlum dragsúgi, eða öllu heldur einsog hann væri að frambera dýrlegan blómvönd við mjög hátíðlegt tækifæri; að öðru leyti var gaungulag hans einsog manns sem hefur misst tæmar. Þessi óslitna hátíðlega einkaskrúðganga hlaut að gera sitt til að afla manninum virð- íngar og trúnaðartrausts. Mér fannst alltaf sem ungum manni að þegar verið var að tala um sagnaranda, þá hlyti það að vera andi Halldórs Laxness. Hvemig í ósköpunum fór maðurinn að því að vita allt þetta sem hann vissi og skilja forsendur og aðstæður þeirra sem lifðu gjörólíku lífi hans? Hvemig gat hann skilið djöfulganginn í Steinþóri sem svarar Sölku með saltbrunnum skáldskap og brennivíns- funa svo henni þverr allur máttur, sjálfri Sölku? Hvemig gat hann skilið Sölku og ort hana? Sá hann í gegnum holt og hæðir? Hann hlaut að heyra grasið gróa. Og við ferðumst um heiminn með áhöfn í farangr- inum úr bókunum hans sem við getum talað við í skipsklefa úti á reginhafi, í hótelskáp úti á þaki í stórborg. Hann hefur stælt okkur í þeirri vissu að engar staðreyndir ráða úr- slitum, sem ekki mættu nýtast í skáldskap. Hann veit að þess vegna eru íslendingar til, hann hefur mælt þetta upp í okkur sem nú lifum. Og það þökkum við af öllu hjarta um leið og við hyllum hann á þessari gullnu stund og þökkum almættinu fyrir að hafa gefið okkur hann til að stuðla að því að við séum ódauðleg, einsog hann. í ræðu sinni við opnun listahátíðar 1964 sagði Halldór: Þá er vel, ef sú hátíð sem nú hefur verið sett ber þess nokkurt vitni að hér búi smáþjóð sem er eldri en tvævetur í mentun; og þó einkum ef þetta listaþing tjáir vilja okkar til að halda áfram sjálfstæðu þjóðlífi við þann hlut sem okkur hefur verið kjörinn hér vest- ur í hafmu. TMM 1992:3 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.