Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 8
Árni Bergmann Ljósið kom inn í húsið á endanum Nokkrar persónulegar vangaveltur um Halldór Laxness og lesendur hans Stundum finnst mér, að hver íslendingur gæti sagt einhverja litla sögu af Halldóri Laxness og sjálfum sér. Að minnsta kosti hefi ég alltaf verið að heyra brot úr slíkum sögum svo lengi sem ég man eftir mér. Allt frá því ég var þrettán ára og skildi ekkert í Atómstöðinni, sem þá var nýútkomin, og amma eins skólabróður míns sagði við mig: „Það er mjög skrýtið sem hann Kiljan skrif- ar, en það er nú vit í því samt“. Þangað til fyrir fáum misserum að ég var á leið út af sýningu á Islandsklukkunni og spurði tvær fermingarstelpur hvað þeim hefði fundist og önnur sagði: „Þetta var nú betra en ég bjóst við“. Slíkum tilsvörum af fömum vegi mætti fjölga að vild, en þau segja öll sömu sögu: fyrr eða síðar hafa menn hlotið að gera það upp við sig, hver hann væri þessi Halldór Laxness og hvort það kæmi þeim ekki tölvert mikið við sem hann skrifar. Þetta gerist bæði vegna þess, að Halldór er sú stærð sem hann er, og vegna þess að íbúar þessa lands hafa til skamms tíma ver- ið niðursokknari í orðsins list eða forvitnari um það sem skrifað er en flestar aðrar þjóð- ir. Þessar forsendur tvær hafa leyft okkur að eignast í bókum Halldórs samnefnara eða allsherjarspegil þar sem hver sér sjálfan sig og granna sína upp á nýtt. Og vegna þess hve þjóðfélagið er smátt og höfundurinn kurteis, þá hafa furðu mörg okkar einnig átt þess kost að prófa áhrifin af skáldskapnum á skáldinu í eigin persónu — í lengra eða styttra spjalli eftir atvikum. Þegar Njála, Passíusálmamir, kvæði Jón- asar eða skáldsögur Halldórs verða eins- konar samnefnari fyrir reynslu okkar sem einstaklinga og sem þjóðar, þá hljótum við að gera ráð fyrir því að þessi verk séu okkur mjög nálæg, innan seilingar andans. Við gerum ráð fyrir því að fáum detti í hug að segja: hvað ætli vesalingur minn skilji nú í þessum mikla skáldskap? Þetta er ekki fyrir mig. Ég kom í fyrsta skipti í Gljúfrastein í fylgd með gömlum félaga Halldórs úr Unu- húsi, Þórði Sigtryggssyni. Og Þórður sagði sem svo: „Aldrei hætti ég að dást að því, Halldór, að þú skulir skrifa bækur sem hver kerling getur lesið og eru samt hundrað prósent bókmenntir.“ Ég hefi alltaf kunnað vel við þessa lýsingu. Með henni er ekki verið að gera lítið úr svokölluðum óað- gengilegum bókmenntum (sem líka verða að vera til, mikil ósköp) og enn síður er verið að gera lítið úr okkar elskulegu „kerl- ingum“. Unuhúsmaðurinn var þarna að lýsa vissu sælustandi eða harmóníu í samspili skáldsins og þjóðarinnar. Og samræmið er 6 TMM 1992:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.