Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 10
það: við lásum bækumar og okkur fannst einhvernveginn að þetta væri allt til fyrir inni í okkur, að skáldið hefði komið á sæl- um endurfundum okkar við sannleikann og það besta í okkur sjálfum. Svo liðu árin. Og Halldór, sem var allra manna næmastur á tímann og hafði sagnaranda á það sem í vændum var í trú og stjómmálum og jafn- réttismálum kynjanna og umhverfismálum og hverju sem nöfnum tjáir að nefna, hann var kannski annarsstaðar en við áttum von á. Hann var ekki þar sem við sáum hann síðast. Margir urðu hissa og gramir sínum meistara og höfðu orð á því náttúrlega. Eða eins og Halldór komst að orði í samtali fyrir einum tuttugu ámm: „Flestir sem um mig tala og skrifa koma ekki auga á neitt annað en það sem þeir em með á heilanum sjálfir". Þama er gefið á baukinn tilætlunarsem- inni, öllum þessum mörgu tilraunum manna til að eiga skáldið út af fyrir sig og helst að stugga öðrum í brott úr húsi þess Það er víst ekki nema náttúrlegt líka og eðlilegt framhald á því að mönnum finnist skáldskapur skipta miklu máli. Eða eins og George Orwell komst að orði um annan mikinn höfund, Charles Dickens: það var ómaksins vert að reyna að stela honum. Samræmið í samspili skálds og þjóðar er semsagt í margri hættu. Sumir vildu bara hlusta og ekkert leggja á sig sjálfir, aðrir vildu kveða skáldið í kútinn fyrir villukenn- ingar, hinir þriðju vildu eiga skáldið og verk þess með húð og hári. Og svo voru menn að ergja sig og verða fyrir vonbrigðum á víxl, vegna þess að það gekk ekki upp sem þeir vildu helst sjálfir. Fyrir réttum tíu árum var ég að spyija Halldór um hugmyndasögu hans og hann sagði meðal annars: „Menn eins og gátu ekki áttað sig á því, að ég var að reyna að hugsa mig áfram á sjálfstæðan og heiðarlegan hátt og gat þá flækst inn í margvíslegar kenningar og játn- ingar — og út úr þeim aftur“. Það er rétt, það eru og voru margir sem ekki áttuðu sig á þessu. Menn vildu í raun- inni, þótt þeir hefðu ekki hátt um það, gera sinn Meistara sér að þeim kletti sem ekki bifast hvað sem á dynur, þeir vildu ekki barasta gullkom heldur sannleika sem blíf- ur. Menn skildu ekki, að svörin geta aldrei verið endanleg, að við, jafnt sem Halldór og allir aðrir menn, erum dæmd til að „hugsa okkur áfram“ á sem heiðarlegastan hátt. — og að sú hugraun tekur öngvan enda. Við létum okkur sjást yfir það, að svörin sem gefin em við spumingum tímans um leið og þau upp koma, eru ekki eins mikils virði og það sem afdrifaríkast var í fordæmi Hall- dórs Laxness. En það er sjálft næmið á það sem máli skipti í tímanum, dirfskan til að halda því fram sem hann vissi réttast, sjálfs- aginn og metnaðurinn fyrir hönd bók- menntanna og þessarar þjóðar sem er hans fólk. Allt þetta sem gerir það bæði skemmti- legra og vandasamara hlutverk en áður að vera íslendingur — hver svo sem þau við- fangsefni em sem hvert og eitt okkar fæst við í hvunndagsleikanum. Þetta er það sem okkur var gefið í því ljúfa og ómstríði sam- spili skálds og þjóðar, og betra veganesti fær ekki lítil þjóð sem verður að gera það upp við sig á hverju ári, á hverjum degi, hvað hún vill á sig leggja til að halda áfram að vera til í landinu. Avarp flutt við upphaf Halldórsstefnu í Reykjavík 12. júnf 1992. 8 TMM 1992:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.