Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 11
Soffía Auður Birgisdóttir
„Hvað er kona af konu fædd?
Getur hún aldrei orðið frjáls?“
Um samband móður og dóttur í Sölku Völku
Hér er fjallað um þroskasögu Sölku Völku með hliðsjón af sambandi
hennar við móður sína Sigurlínu. Valdaleysi og niðurlæging Sigurlínu
markar spor í skapgerð Sölku, sem afneitar kyni sínu og reynir að líkjast
karlmönnum. Þegar Salka verður ástfangin hættir hún smátt og smátt að
bæla hinn kvenlega þátt í sér og öðlast þar með aukinn þroska.
Þroskasaga
— nema það hafi verið stúlkan Sigurlína
Jónsdóttir í henni sjálfri sem hún var að
veija, — eða var hún að flýja hana?
Kanski var alt líf hennar í senn bardagi
fyrir málstað móður hennar og flótti und-
an honum. (285)1
í skáldsögum Halldórs Laxness er að finna
margar og athyglisverðar lýsingar á sam-
bandi móður og bams. Ein sú frægasta er
líklega lýsingin á flóknu sambandi mæðgn-
anna Sölku Völku og Sigurlínu. Sannast þar
hið fomkveðna að oft er erfítt samband á
milli móður og dóttur — að minnsta kosti í
bókmenntum. Hér á eftir ætla ég að beina
athyglinni að sambandi Sölku Völku og
Sigurlínu og sýna fram á hversu afdrifaríkt
sambandið við móðurina, líf hennar og af-
drif, em fyrir þroska og líf Sölku. Ég ætla
að túlka Sölku Völku sem þroskasögu.
Áhersla mín er á aðalpersónunni Sölku
Völku og sambandi hennar við aðrar helstu
persónur verksins. Afdrifaríkast tel ég vera
samband hennar við móður sína Sigurlínu;
í því felst lykillinn að persónuleika Sölku
og þeim ákvörðunum sem hún tekur í lífí
. 2
sinu.
Salka Valka skiptist í tvær bækur, Þú vín-
viður hreini og Fuglinn íjjörunni. Nafnið á
fyrri bókinni vísar til Krists og hefur víðast
verið túlkað sem tilvísun til píslarvættis
Sigurlínu. Skiptar skoðanir em á hvert heiti
seinni bókar vísar. Þannig telur Ámi Sigur-
jónsson að það eigi við Amald þar sem
honum sé þrisvar sinnum í bókinni líkt við
fugl og vegna þess að á sama hátt og fulginn
er markafyrirbæri í loftinu (ferðist milli
lands og himins) sé Amaldur markafyrir-
bæri í þjóðfélaginu (stéttarlega séð).3 Mér
sýnist að höfundur leiki sér með fugla-
myndmál í tengslum við bæði Sölku og
Arnald. Fyrsta ávarp Steinþórs til Sölku er:
„Ó litli fugl“ (16), Salka kallar fjömfuglana
TMM 1992:3
9