Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 15
Salka skynjar sterkt þetta valdamisvægi Steinþórs og Sigurlínu sem kristallast í tök- um þeirra á tungumálinu og „hún hataði hann í þögn hennar“ (92). Enn betra dæmi um vald tungumálsins er píslarganga mæðgnanna milli ráðamanna þorpsins í upphafi sögunnar. í umkomu- leysi sínu leita þær á náðir kaupmannsins, prestsins og læknisins í von um aðstoð. Alls staðar er þeim úthýst en þó ekki vífilengju- laust heldur með ótrúlegum málalenging- um; þær eru talaðar í kaf, flæmdar burt með orðskrúði. Fyrst reyna þær fyrir sér í húsi kaup- mannsins („tölugasta manns plássins“ eins og Salka nefnir hann síðar (275)). Þar tekur á móti þeim sonur kaupmanns, Angantýr Bogesen. Þótt drengurinn sé ekki nema tíu ára gamall veit hann vel til sín. Hann byrjar á því að fræða þær mæðgur um hreysti sína og vald: „Ég á hest (...). Ég á þúsund krónur (...). Ég kann að reykja (...). Ég get drukkið brennivín (...)“ og svo fram- vegis (32—35). Þessi ræða hans, sem er eins og skopfærsla á ræðu Steinþórs litlu fyrr, endar síðan á fúkyrða- og formælinga- flaumi sem hrekur þær mæðgur burt, Sölku með hendur fyrir eyrum og Sigurlínu biðj- andi fyrir sér. í húsi prófastsins ganga þær fram fyrir húsráðanda sem birtist þeim „einsog hann kæmi ofan af háum prédikunarstóli (...)“ (36). Prófastur tekur til máls og „rödd hans [var] öll í einum tóni, köld og hol, og virtist koma einhversstaðar ofanúr höfðinu" (37). Hann bókstaflega hellir yfir þær hinum að- skiljanlegustu „rökum“ fyrir því að hann geti þeim enga aðstoð veitt, og „Gagnvart slíku flóði af virðulegu tali stóð konan al- veg berskjölduð“ (39). Þær hörfa burtu frá prófasti sem „stóð einnig á fætur í allri sinni tign og öllum sínum virðuleik, og hann var að minsta kosti þrjár álnir á hæð“ (40). í húsi læknisins nær þessi grái leikur með tungumálið þó hámarki þegar læknirinn lætur algerlega óskiljanlegar setningar dynja á mæðgunum og endar á latínusúpu: Tinctura digitalis aetherea, Tinctura nucis vomitae, Tinctura strophanti, Salicylas physostigmicus, Chloretum ammonicum sublimatum, Hexamethylentetraminum, Acidum salicylicum, Acidum sulphuric- um, Acidum nitricum. (...) Ég veit þér skiljið mig alveg fullkomlega. (44) Eftir hástemmda „ljóðræna" viðbót við þessa ræðu læknisins er Sigurlínu allri lok- ið. Sigurlína hafði ekki staðið jafn gersamlega ráðalaus uppi gagnvart neinu sem hún hafði heyrt þennan morgun, einsog hún stóð nú. Hér stóð hún sem sagt uppi alveg einsog þvara. Málfæri þessa manns og hugs- anagángur var að minsta kosti jafn óskilj- anlegt og hin dularfulla lykt uppúr krukkum hans. (44) Sigurlína og Salka fara erindisleysu á fund valdamanna þorpsins og eru þar með ofur- seldar valdi og vilja Steinþórs sem þegar öllu er á botninn hvolft er sá eini sem rey nist fær um að hjálpa þeim. En hann vill líka fá sitthvað fyrir sinn snúð. Sektarkenndin Steinþór Steinsson er sérlega flókin pers- óna frá hendi höfundar. Samtímis því að vera grófur og fráhrindandi hefur hann seiðmagnað aðdráttarafl sem mæðgumar TMM 1992:3 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.