Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 17
Sölku að hún „tilheyri“ honum á einhvem
hátt. Hún losnar ekki úr þeirri tilfinninga-
legu flækju fyrr en Steinþór upplýsir að
hringurinn sé svikinn og að hann hafi ekki
komið fram vilja sínum sökum ölvunar. Þá
fyrst verður Salka frjáls undan valdi Stein-
þórs — og getur gefíð sig Amaldi.
Halldór Laxness lýsir á meistaralegan
hátt hinu flókna þríhymingssambandi Sig-
urlínu, Steinþórs og Sölku. Sálarstríði
bamsins em gerð góð skil. Örvænting
hennar og hjálparleysi gagnvart kynferðis-
legri áreitni Steinþórs svo og gagnvart van-
máttugri bræði og afbrýðisemi Sigurlínu, er
komið til skila á magnaðan hátt. í slíkri
aðstöðu er það ætíð bamið sem tapar, svikið
af báðum mótleikurunum. Salka hefur eng-
an til að snúa sér til í vandræðum sínum.
Eftirfarandi klausa lýsir tilfinningum henn-
ar þegar Steinþór „daðrar“ við hana ellefu
ára gamla:
Harmleikur þessarar stundar var fólginn í
vandræðum bams sem er ekki einusinni
orðin kona í draumum sínum. Hún varð
óttaslegin og gleymdi öllu sínu hatri. Hjarta
hennar tók að berjast um af slíkum tryllingi
að hún heyrði taka undir í fjöllunum, andlit
hennar hvítnaði upp, knjáliðimir fóm að
titra og gerðu sig líklega að bregðast með
öllu. En það var ekki nema svipstund sem
bamið horfði þannig titrandi á manninn,
trufluðum óttaslegnum augum, — í næsta
vetfángi tók hún snart viðbragð og var
hlaupin sem fætur toguðu heimað bænum.
Ætlaði hún að hlaupa í faðm móður sinn-
ar og gráta einsog önnur böm þegar þau em
óttaslegin? (101)
Móðurfaðmurinn stendur ekki lengur opinn
fyrir Sölku og hún hleypur sem leið liggur
inn í fjós og grætur þar ein — og ekki er
Birgitta Petterson, stúlkan sem lék Sölku
Völku í kvikmynd árið 1954.
einu sinni huggunar að vænta hjá kúnni því
Salka og hún „vom aungvir vinir“.
Þrátt fyrir ungan aldur sinn veit Salka sem
er að það er engrar huggunar að vænta frá
móður hennar í þessu máli. Enda líður ekki
á löngu áður en Sigurlína leitar hana uppi í
fjósinu og heimtar skýringar á samskiptum
hennar og Steinþórs:
Hvað var hann Steinþór að vilja þar? Ég sá
ykkur útum gluggann. Hann fékk þér eitt-
hvað.
Hann gaf mér bara tvo penínga, sagði
telpan óstyrk í máli, roðnaði og blygðaðist
sín meir en þó glæp hefði verið ljóstað upp
um hana, því hún fann af eðliskend að með
því að veita viðtöku þessum peningum
hafði hún stofnað til eljurígs við móður
sína.
Svei attan, skömmin þín, að vera að taka
við peningum af karlmanni og ekki orðin
mannbær, — og það af kærastanum hennar
TMM 1992:3
15