Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 20
sem hafi verið hrakinn burt úr álfheimum útá meðal manna og tekinn frá mér skygni- gáfan um leið, svo ég sé ekki einusinni framar með augunum minn rétta heim. (76) Amaldur uppliftr aðskilnaðinn frá móður sinni sem brottrekstur úr Paradís (álfheim- um) og minnir það á reynslu Sölku sem fjallað var um hér að framan. Þegar Amaldur, mörgum ámm síðar, snýr aftur til Óseyrar sem kommúnisti og boðar fagnaðarerindið á fundi hjá verkamönnum stendur Salka upp og segist kannast við „draumarugl" hans. Framtíðarríkið sem Amaldur boðar þorpsbúum minnir Sölku á „undraland" hans „hinumegin við fjallið bláa“. Síðar þegar Salka hefur gengið í verkalýðsfélagið og kaupfélagið og „frels- ast til trúar“ Amalds, verður hann í augum hennar ,jafnframt sá maður sem hefur mentað álfkynjuðustu drauma sína og mun í fulltíngi þeirrar mentunar sigra plássið og gera aðra líka sér“ (379). Þannig samtvinn- ar Salka móðurleit Amalds og þann sósíal- isma sem hann boðar. Það sem Amaldur laðast að í fari Sölku er hversu nátengd „veruleikanum" hún er að hans mati. Nálægt henni fínnst honum ann- að fólk verða hégómlegt. En jafnframt sér hann í henni tengsl við draumaheim sinn — við móður: Salka, þú hefur aungva hugmynd um, hvað ég er hjálparvana — gagnvart ástinni. Taktu mig að þér einsog óvitabam Salka, og lofaðu mér að vera hjá þér. (409) Þannig togast á í Amaldi „vemleikinn“ og draumaheimurinn, en hann bregst illa við þegar Salka minnir hann á drauminn: Amaldur, sagði hún að lokum. Manstu eftir konunni fögru á bakvið fjallið bláa? Þú talaðir svo oft um hana áðurfyr. Hann hætti snögglega að teikna og leit á hana næstum óttasleginn, síðan muldraði hann eitthvað á þá leið hvaða ekkisens vit- leysa væri komin í hana, en þó var greini- legt að hann átti í stríði við leynilega heri sem sóttu að vitund hans. (408) En þótt Amaldur segist laðast að Sölku vegna þess að hún sé tengd veruleikanum er Salka í raun „ekki nógu mikill draumur" fyrir Amald, eins og Steinþór kemst að orði (440). Hún er of mikill veruleikur. Þegar hann á þess kost að komast til Ameríku nær draumurinn aftur yfirhöndinni. Salka skynjar strax hvað brýst um í Arnaldi og hún veit hversu veikgeðja hann er. Því „leysir hún hann úr viðjum“ og gefur hon- um peninga svo hann „komist til landsins bakvið fjallið bláa“ (449). Þegar hann maldar í móinn svarar hún: Jú Amaldur, þetta er mitt hlutverk í h'finu: að biðja þig að fara — í dag. Til þess var ég fædd; til þess að þú færir áðuren vetrar. (449) Þessi orð Sölku öðlast dýpri merkingu þeg- ar þess er gætt að þær stundir hafa komið í sambandinu við Amald að hún hefur óttast ástina, óttast áhrif hennar á sig. Hún minnist örlaga móður sinnar og hræðist að hún tapi sjálfri sér; verði bara partur af Amaldi. Mitt í vímu ástarinnar blundar minningin um Sigurlínu í vitund Sölku: Því var það eina nótt að hún spyr alltíeinu uppúr dvalanum óttasleginni röddu, einsog svefngánga sem vaknar í standbergi: Arnaldur, hvernig ertu búinn að gera mig? Ég þekki mig ekki leingur sjálfa. Hvað verður um mig ef þú skyldir fara frá mér? 18 TMM 1992:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.