Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 20
sem hafi verið hrakinn burt úr álfheimum
útá meðal manna og tekinn frá mér skygni-
gáfan um leið, svo ég sé ekki einusinni
framar með augunum minn rétta heim. (76)
Amaldur uppliftr aðskilnaðinn frá móður
sinni sem brottrekstur úr Paradís (álfheim-
um) og minnir það á reynslu Sölku sem
fjallað var um hér að framan.
Þegar Amaldur, mörgum ámm síðar, snýr
aftur til Óseyrar sem kommúnisti og boðar
fagnaðarerindið á fundi hjá verkamönnum
stendur Salka upp og segist kannast við
„draumarugl" hans. Framtíðarríkið sem
Amaldur boðar þorpsbúum minnir Sölku á
„undraland" hans „hinumegin við fjallið
bláa“. Síðar þegar Salka hefur gengið í
verkalýðsfélagið og kaupfélagið og „frels-
ast til trúar“ Amalds, verður hann í augum
hennar ,jafnframt sá maður sem hefur
mentað álfkynjuðustu drauma sína og mun
í fulltíngi þeirrar mentunar sigra plássið og
gera aðra líka sér“ (379). Þannig samtvinn-
ar Salka móðurleit Amalds og þann sósíal-
isma sem hann boðar.
Það sem Amaldur laðast að í fari Sölku er
hversu nátengd „veruleikanum" hún er að
hans mati. Nálægt henni fínnst honum ann-
að fólk verða hégómlegt. En jafnframt sér
hann í henni tengsl við draumaheim sinn —
við móður:
Salka, þú hefur aungva hugmynd um, hvað
ég er hjálparvana — gagnvart ástinni.
Taktu mig að þér einsog óvitabam Salka,
og lofaðu mér að vera hjá þér. (409)
Þannig togast á í Amaldi „vemleikinn“ og
draumaheimurinn, en hann bregst illa við
þegar Salka minnir hann á drauminn:
Amaldur, sagði hún að lokum. Manstu eftir
konunni fögru á bakvið fjallið bláa? Þú
talaðir svo oft um hana áðurfyr.
Hann hætti snögglega að teikna og leit á
hana næstum óttasleginn, síðan muldraði
hann eitthvað á þá leið hvaða ekkisens vit-
leysa væri komin í hana, en þó var greini-
legt að hann átti í stríði við leynilega heri
sem sóttu að vitund hans. (408)
En þótt Amaldur segist laðast að Sölku
vegna þess að hún sé tengd veruleikanum
er Salka í raun „ekki nógu mikill draumur"
fyrir Amald, eins og Steinþór kemst að orði
(440). Hún er of mikill veruleikur. Þegar
hann á þess kost að komast til Ameríku nær
draumurinn aftur yfirhöndinni. Salka
skynjar strax hvað brýst um í Arnaldi og
hún veit hversu veikgeðja hann er. Því
„leysir hún hann úr viðjum“ og gefur hon-
um peninga svo hann „komist til landsins
bakvið fjallið bláa“ (449). Þegar hann
maldar í móinn svarar hún:
Jú Amaldur, þetta er mitt hlutverk í h'finu:
að biðja þig að fara — í dag. Til þess var ég
fædd; til þess að þú færir áðuren vetrar.
(449)
Þessi orð Sölku öðlast dýpri merkingu þeg-
ar þess er gætt að þær stundir hafa komið í
sambandinu við Amald að hún hefur óttast
ástina, óttast áhrif hennar á sig. Hún minnist
örlaga móður sinnar og hræðist að hún tapi
sjálfri sér; verði bara partur af Amaldi. Mitt
í vímu ástarinnar blundar minningin um
Sigurlínu í vitund Sölku:
Því var það eina nótt að hún spyr alltíeinu
uppúr dvalanum óttasleginni röddu, einsog
svefngánga sem vaknar í standbergi:
Arnaldur, hvernig ertu búinn að gera
mig? Ég þekki mig ekki leingur sjálfa.
Hvað verður um mig ef þú skyldir fara frá
mér?
18
TMM 1992:3